Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 23

Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 23
RITMENNT JÓNATAN Á ÞÓRÐARSTÖÐUM um, en ekki sá hann manninn, svo þéttur var skógurinn. Á þessum stöðvum eru nú uppblásn- ir grjótmelar á stóru svæði.40 Til samanburðar framansögðu er fróðlegt að vitna aftur til Þorvalds Thoroddsen sem segir í framhaldi af áðurgreindri tilvitnun (bls.12); „Þegar Kristján, faðir Kristjáns amt- rnanns og síra Benidikts, fór að búa á Þórð- arstöðum 1802, er sagt, að þar hafi varla ver- ið axarviður í skógi, en nú er skógurinn bæði hár og mikill og í miklum blóma."41 Forngripir Svo sem glöggt hefur komið fram hér á und- an var það eitt af hugðarefnum Jónatans að safna fornum munum og varðveita þá. Hann hefur snemma byrjað að líta í kring- um sig eftir gömlum gripum, jafnvel áður en Forngripasafnið varð til. Til dæmis segir hann í skýrslu um gripi sem hann sendi Forngripasafninu og dagsett er 1. ágúst 1873 að einn þeirra, „Ljóslukt, líklega úr Illuga- staðakirkju fyrrum [...] með ártali 1686", hafi hann eignast „fyrir hérum 30 árum síð- an, vissi ég þá til hún hafði þá flækst hjá þeim sem einu sinni verið höfðu eigendur Illugastaða í Fnjóskad(al)."42 Þetta hefur ver- ið um 1843 og Jónatan þá um 18 vetra. Ekki hefur hann horft í að lcosta nokkru til svo að fornir gripir færu ekki forgörðum eins og t.d. má sjá af bréfkafla til Jóns Borgfirðings, sem birtur er hér á eftir, og af eftirfarandi orðum hans í lok slcýrslu til Forngripasafns- ins sem dagsett er 21. ágúst 1871 en þau sýna líka vel hug hans til fornra menja: Að flestum þessum munum hefi ég komist með því að borga þá noklcru verði, sem ég hefi gert í þeim tilgangi að frelsa þá frá eyðilegging og töp- un, en geymdist fornöldinni til verðugrar minn- ingar, sem ég hygg nú best verði með því að leggja þá til Forngripasafnsins.43 Fyrstu tíðindi af þeim munum, sem Jónatan sendi Forngripasafninu í Reykjavík, er að hafa í viðbót aftan á bréfi til Jóns Borgfirð- ings dagsettu 20. ágúst 1871 þar sem hann segist vera að taka til nokkra forngripi til að senda safninu og mælist óbeint til að Jón fylgist með þegar þeir koma þangað og segi sér hvernig líki.44 í ofannefndri skýrslu, dag- settri daginn eftir, 21. ágúst, eru svo taldir upp 13 gripir sem Jónatan ætlar að senda Forngripasafninu. Er þeim lýst nokkuð og greint frá hvar flestir þeirra fundust. Urn einn þeirra, rím skorið í tré, er sagt að ekki verði sendur í það sinn.45 1. nóvemher sama ár er dagsett skrá innihaldandi sömu gripi og taldir eru í skýrslunni 21. ágúst og tekið fram að þeir séu sendir Forngripasafninu í Reykjavík og afhentir verslunarstjóra „B.A. Stenke" á Akureyri.46 Skrá þessi er miklu knappari en skýrslan. Bréfi til Jóns dagsettu 1. nóvember 1871 lýkur Jónatan með því að greina Jóni frá því að hann hafi urn sumarið látið af hendi nokkra forngripi til „Stenke" ætlaða Forn- gripasafninu í Reykjavík, sbr. bréfið dagsett 40 Sama rit, 26 (1933), bls. 119. 41 Þorvaldur Thoroddsen. Ferðabók 4, bls. 4. 42 Bréf send til Þjóðminjasafns 1873. 43 Bréf send til Þjóðminjasafns 1871. 44 ÍB 99 fol. 45 Bréf send til Þjóðminjasafns 1871. í bréfi til Jóns Borgfirðings dagsettu 28. október 1872 (í ÍB 99 fol) segist Jónatan vera að gera eftir því. 46 Bréf send til Þjóðminjasafns 1871. B.A. Stenke, þ.e. Bernhard August Steincke verslunarstjóri (faktor) Gudmannsverslunar á Akureyri. Sjá um hann Jón Hjaltason. Saga Akureyrar 1, bls. 148 o.áfr. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.