Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 80

Ritmennt - 01.01.1998, Blaðsíða 80
STEINGRÍMUR JÓNSSON RITMENNT nafn á þjóðlegt blað en Sighvatur, og svo má auk þess segja að það falli vel að gálgahúmor Sveinbjarnar að nefna blaðið eftir persónugervingi afdalaíhaldsins. Fyrsta tölublað Þjóðólfs var fjórar blaðsíður að stærð og hófst á sannkallaðri hugvekju: Guð gefi yður góðan dag!18 Sveinbjörn gengur beint til verks: „Mikið sofið þjer, íslendingar!" „Vaknið þjer nú, íslendingar!" Höfundurinn minnist á raddir sem hafi komið langt að; þær hafi borist utan af hafi og þær meini hér um bil þetta: látið það ekki lengur dyljast fyrir yður, að þér eruð þjóð út af fyrir yður! Þér eigið veglegt þjóðerni að verja, þér megið ekki hugsa til að verða neitt annað en sannir íslendingar! Hinar þjóðvekjandi raddir hafi borist yfir langan sjó í ritum frá fjarlægu landi, og nefnir Sveinbjörn fyrst Ármann á Alþingi og Fjölni og segir síðan: Nú tala þá hvað skýrast til vor hin „nýu Félagsrit." Þar hljómar rödd þess manns, sem segir oss því nær skýlaust, að nú sje dagur hjálpræðis- ins, nú sje kominn hinn hentugi tími, að vjer skulum því vakna og þekkja vorn vitjunartíma. Og þessi röddin, hún vekur oss til íhugunar á þeim málefnum, sem í tímanlegu tilliti eru nú mest umvarðandi fyrir land og lýð, en það er þjóðleg stjórn fyrir land vort, og frjálsleg verzlun- arviðskipti við aðrar þjóðir. Svo látum oss þá vakna, íslendingar! Þessi upphafshugvekja Sveinbjarnar lýsir vel stefnu blaðsins. Þjóðólfur studdi eindregið Jón Sigurðsson og baráttumál hans um þjóðlega stjórn og frjálsa verslun. í næsta tölublaði Þjóðólfs sem var átta síður og út kom 22. nóvember er vitnað í septemberhefti Reykjavíkurpóstsins 1848 (bls. 178) þar sem stendur:19 Vjer hljótum jafnan að gjæta þess, að land vort er fátæklega úr garði gjört, að landsbúar eru fátækt bundnir og ekki færir um margt, sem en auðugari lönd eiga hægt með að koma áleiðis. Þjóðólfur dregur þessi orð háðslega saman í stutta málsgrein: Fá- tækt ertu, ísland! og aumir eru innbúar þínir! En heldur síðan áfram og fullyrðir að það sé ósatt að ísland sé fátæklega úr garði gjört. Þjóðólfur minnir á fiskiaflann og fjárræktina, æðarfuglinn á eyjunum, laxinn í ánum, silunginn í vötnunum, selinn á skerj- 18 Þjóöólfur 1:1 (5. nóvember 1848), bls. 1-2. 19 Þjóðólfur 1:2 (22. nóvember 1848), bls. 5. 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Ritmennt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.