Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Fyrst og fremst 0V Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Rltstjórar Björgvin Guðmundsson Páll Baldvin Baldvinsson Fréttastjórl: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngan auglysingar@dv.is. Setnlng og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Drelflng: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Karen Kjartansdóttir heima og að heiman Skilningur á nátassw fundist mál- flutningur fólks sem mællr gegn sér- stökum nafnglftum á börn und- arlegur. Ég er sannfærö um aö óvenjulegt nafn hefur aldrel veriö orsök strlöni eöa eineltis þó aö hrekkjusvfn hafi nýtt sér þaö viö iðju slna. Skólabróöir minn var lagöur grimmilega f einelti sem bam og mikiö gert grln aö nafni hans, samt held ég aö venjulegra nafn sé vand- fundiö. Að auki skil ég ekki þörf fólks til þess aö gagnrýna nöfn á börnum. Sýnist að nöfn- in Aron og Alexander veröi aö Siguröi og Jóni framtföarinnar. Skilningur á tölum er hæfileiki sem mér var skammtaöur held- ur naumlega. Ég get bjargað mér meö einföld dæmi en oft dansa stafirnir of trylltan dans til aö augu mln nemi þá almenni- lega. Þetta varö tll þess aö fyrir skömmu varð mér á aö leggja töluverða fjárupphæö Inn á rangan reikning. Allt fór þó vel en óskemmtilegri heimskupör held ég aö vart sé hægt aö fremja. Skilningur á aSPMaRr^tínggg sllk blinda held ég aö geti ver- iö enn vara- samari en talna- blinda. Ein ágæt kunn- ingja- kona mfn lenti I þvf aö senda eld- heittástarbréfá rangan viötakanda. Bréfiö bar yfirskriftina „Manstu ekki eftir mér?" og fékk konugreyið svar um hæl á þá vegu aö viðtak- andinn, sem var þvl miður kvæntur fjögurra barna faöir, myndi þvl miður ekkert eftir henni. Frekar vil ég týna dá- góðri upphæö seöla en aö út- hella innstu tilfinningum mfn- um á veraldarvefinn. Leiðari Ekki til aö njóta þessarar náttiíru sem okknr hefur veriöfalið að gœta um hríð. Nei, ferðamenn munu koma liingað til að skoða bján- ana sem klúðruðu sínum málum. Fyrir eklci neitt. Jakob Bjarnar Grétarsson Valgerði reist níðstöng „Hefur engri konu á síðari tímum verið reist viðlíka níðstöng og Valgerður getur nú hallað sér að með þessu riti.“ Svo segir í rit- dómi DV um Draumalandið - sjálfshjálpar- bók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. Bókin kom íverslanir í upphafi viku. Andri Snær fyllti Stóra sal Borgarleik- hússins þar sem hann kynnti bók sína. Þetta sætir tíðindum því líklega hefur það aldrei gerst áður að bókakynning hafi verið svo vel sótt. Sú staðreynd segir okkur einkum tvennt: fslendingar rísa nú upp gegn stóriðjustefn- unni sem aldrei fyrr. Og skáldhi eiga enn er- indi við þjóðina til vakningar. Draumaland- ið má flokka sem andmælarit: fslendingar hafa verið blekktir um mikilvægi virkjana og orkumagn. Við byggjum verksmiðjur af mildum móð fyrir útlendinga sem byggja á hreinu og kláru arðráni. Orkan er seld fyrir slikk. Stóriðjustefnunm hefur verið hafnað alls staðar í hinum vestræna heimi. Nema hér. Senn munu ferðaskrifstofur flytja hing- að ferðamenn. Ekki til að njóta þessarar náttúru sem okkur hefúr verið falið að gæta inn hríð. Nei, ferðamenn mimu koma hingað til að skoða bjánana sem klúðr- uðu sínum málum. Fyrir ekki neitt. Stóriðjuflokkur- inn litli, hvers höfuðpaur silur í forsætisráðuneytinu, á enn eftir að horfa upp á meiri hörmungar í skoð- anakönnunum. Sú var tíð að sárafátækir menn á fslandi þóttu síður en svo vamarlausir. Ef þeir gátu ort. Svo mikil var trú þjóðarinnar á mátt orðsins að yfirvaldið hugsaði sig um tvisvar áður en það spam við skáldmæltum kotungum að gamni sínu. Þeir vissu sem var að mölur og ryð fengu ekki grandað vel meitlaðri fer- skeytlu. Enginn vildi fá það óþvegið í öflugu ljóði. Stimpill sem menn tóku með sér í dauðann. Afsprengi raimsæisstefiiunnar nauðgaði þessum eiginleika skáldskaparins. Það hefur tekið áratugi að jafna sig á þeim ósköpum sem boðskapsbókmenntimar vom. Rithöfundar hörfuðu inn í skel sína eins og hræddar skjaldbökur. Allt þar til nú að Andri Snær skríður fram á sviðið af full- um þunga. Ilngt tólk ón atvinnu nn menntunan MÐ ER BARIST á götum Parísar og víðar um Frakkland. Ungt fólk fer mikinn og telur að nýtt lagafrumvarp skerði hagsmuni sína. Afturhald um alla álfúna brosir í kampinn minnugt þess að áður hefur órói ungra róttæk- Unga í Frakklandi sent óróabylgju um löndin og nú þykjast menn hafa tögl og hagldir. Það em' vinnuréttindi ungra starfsmanna sem em í voða. Lögfesta skal að vinnuveitendur geti Fyrst og fremst fyrirvaralaust vikið ungum starfs- mönnum úr vinnu. Atvinnuleysi meðal ungra ffakka er gríðarlegt og hvert viðvik sem eykur rétt atvinnu- rekenda er túlkað sem skerðing á víð- ari rétti ungra Frakka til vinnu. Sem er ekki sjálfsagður. RÉTTURTIL VINNU er ekki einu sinni varðaður menntun. Þeir sem mennt- un hafa em ekki síður atvinnulausir á meginlandinu en hinir ófaglærðu. Tæpur fjórðungur ungs fólks er at- vinnulaus. Á sumum stöðum í Frakk- landi er atvinnuleysi enn hærra með- al ungs fólks. Óróinn í innflytjenda- hverfum utan Parísar í fyrra var með- al annars vegna þess að þar var þriðja kynslóð innflytjenda að æsa sig yfir döpmm framtíðarhorfum. Þar var at- Hér er spenna og flutt erinn ómælt vinnuafl, sumt á kröppum kjör- um, til að vinna verk sem við teljum okkur ekki sæmandi launa- lega. siaíjirsem Islemliiiaar eieaeltir eneefeí Oeoeiorlie EiffelBar Besti barinn i bænum. Cafe Europa Sama verðlag og i Reykjavík. vinnuleysi staðbundið ástand í öllum aldurshópum. Stöðnun Evrópu og úr- ræðaleysi lýsir sér einmitt í atvinnu- leysi og fækkun nýrra atvinnutæki- færa sem styðja sig við velferðarkerfi sem læsir menn inni. HÉR A LANDI hefúr ekki verið at- vinnuleysi svo heitið geti þótt margir staðir í dreifðum byggðum verði að sætta sig við tímabundinn skort á at- vinnu. Hér er spenna og flutt er inn ómælt vinnuafl, sumt á kröppum kjömm, til að vinna verk sem við telj- um okkur ekki sæmandi launalega. Hér fjölgar öryrkjum og félagsleg eymd sést víða ef grannt er skoðað. Við höfum líka forsmáð um langa hríð verkmenntun, þrátt fyrir að stjómmálamenn geipi mikið um að hana þurfi að bæta. Breytingar í skólakerfi hafa ekki aukið veg verk- menntunar. Okkur vantar iðnaðar- menn í mörgum greinum; múrarar og píparar em orðnir gulls ígildi, fáist þeir. EN SV0 DREGUR úr þenslunni eixm góðan veðurdag. Þá eykst atvinnu- leysið og þyngist bagginn á sjóðum velferðarkerfisins. Þá kreppir að að- fluttu vinnuafli sem er í eðli sínu hreyfanlegt og alltaf á leiðinni heim. Þá hrökkva menn enn einu sinni upp af svefninum og byrja aftur að tala um verkmenntun. pbb@dv.is Toldbod Bodega Besta buffið i bænum. Kristjanía Bestu lóðirnarí bænum. Legoland Dægrastytting i ellinni. Franska lausnin Geir H. Haarde utan- ríkisráöherra hefur verið í París og meðal annars átt fund með Philippe Dousste-Blazy, utanrík- isráðherra Frakka: „Ég fór ítarlega yfir málið og greindi honum frá stöð- unni, en Frakkar hafa mikinn áliuga á mál- inu," segir Geir í viðali við Morgunblaðið og á þar við brottför hersins á Miðnesheiði. Tími til kominn að leita liðsinnis í austur frckar en vestur. Franski utanríkisráðherrann ætti að bjóðast til að senda hingað Frönsku útlend- ingahersveitina því hún er ein sú þrautþjálfað- asta íheiminum ogþckkt fyrir að afgreiða vanda- mál sem upp koma bæði Qjótt og vel. Þá fengjum við líka Cafe au lait í staðinn fyrir Wendy’s. Laxness illa uppalinn? „Halldór Laxness var á margan hátt ofvirkur og fleytti sér frá vöggu til grafar með hegðun sem fylgir dekri... Barnið heimtar, kvartar, skiptir látlaust um skoðun, rýkur upp með hroka eða vorkennir sér, alltaf með gífuryrði," segir Guð- bergur Bergsson um Nóbelsskáldið í nýju tímariti, Þjóðmál. Maður hefði haldið að barna- uppeldi í Mosfellsdalnum hefði verið með betra móti en þessu f upphafi síðustu aldar. Svo má leiða að því hugann hvernig uppeldi Guðbergs sjálfs hafí verið háttað miðað við orðbragðið sem hann hérnotar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.