Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 15
DV Sport FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 15 Bein lýsingá KR-síðunni Það hefur vakið athygli að KR- ingar lýsa leikj- um sínum í úr- slitakeppni körf- unnar beint á heimasíðu sinni: kr.is/karfa/. Þar er sagt frá hverju atviki í leiknum og hver sé staðan og hve mikið er eftir þegar það gerist. KR- ingar hafa líka komið með viðtöl við sína menn strax eftir leik og eru því enn að bæta við þessa frábæru heimasíðu. Hearts rekur annan þjálfara Skoska úrvalsdeildarliðið Hearts hefur rekið knatt- spymustjóra sinn Graham Rix eftir aðeins íjóra mánuði í strarfi. Rix er annar þjálfarinn sem Hearts rekur í vetur en George Burley fékk að fjúka í nóvember efúr aðeins nokkra mánuði í starfi. Valdas Ivanauskas hefur tekið við liðinu en hann var þjálfari þess undir stjórn Rix. Hearts vann 9 af 19 leikjum sínum undir stjóm Rix en meðal leikmanna þess er ís- lendingurinn Hjálmar Þórar- insson. Cisse á leiðinni tilíottenham Allt bendir nú til þess að Frakkinn Djibril Cisse verði seldur frá Liverpool í sumar en félagið keypti hann á 14 milljónir enskra punda frá Auxerre fyrir tveimur ámm. Cisse sem er 24 ára hefúr reyndar skorað í tveimur síð- ustu leikjum Liverpool en hefur ekki fundið sig á An- field. Forráðamenn Liverpool búast við að tapa um sex milljónum punda á sölunni verði af henni í sumar en Tottenham er líklegast til að næla sér í franska landsliðs- framherjann. Undanúrslitin hefjast um næstu helgi Undanúrslit Iceland Ex- press-deildar karla heijast um næstu helgi. Viðureign íslandsmeistara Keflavíkur og Skallagríms hefst í Kefla- vík á laugardaginn klukkan 16, en á sunnudaginn klukk- an 15 verður fyrsti leikurinn í rimmu Njarðvíkinga og KR- inga og fer hann ffarn í Ljónagryfunni í Njarðvík. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaleikina um íslandsmeistaratitilinn. KR-ingar höfðu setið eftir í oddaleik í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar tvö ár í röð en 67-64 sigur á Snæfelli á þriðjudagskvöldið færði liðinu sæti í undanúr- slitum í fyrsta sinn síðan vorið 2002. i nua vú'vr m j \ Aðalmennirnir Skarphéðmn Ingason og Fannar Ólafsson sjást hér i miðjum fagnaðar- látunum eftir að sætið í und- anúrslitunum var tryggt. Fannar og Skarpheðinn drogu KR-vagninn inn í undanurslit Einvígið inni í teig Fannar Ólafsson sækirhér á Igor Beljanski en þeir háðu mikla baráttu undir báðum körfum i einvíginu. sportbar.is BOLTINN I BEINNI VEISLUSALUR iifmrcli, stcggir / gæsir og cinkasamkvaími POOL & SNOKER, Hverfisgata 46 s: 55 25 300 „Ég var ósáttur rrieð hvað hann var búinn að fá að gera í síðustu tveimur leikjum. Ég ætlaði að stoppa hann í kvöld. Hann fékk ekki færin sín í lokin og það skipti heilmiklu/' sagði Fann- ar í viðtali við heimasíðu KR strax eft- ir leikinn en Igor klikkaði á 5 af 7 skot- um sínum í fjórða leikhluta og það var augljóst að baráttan við Fannar tók sinn toll. Fannar endaði leikinn með 15 stig og 17 fráköst en 8 af fráköstum sínum tók Fannar í lokaleikhlutan- um. Skarphéðinn í sérflokki í nýtingu Skarphéðinn Ingason var eini leik- maður KR sem skoraði yfir 10 stig í öllum þremur leikjunum og jafnframt sá eini sem var yfir 101 framlagi í þeim öllum. Skaphéðinn sem er nýbúinn að ná sér af kjálkabroti sem kostaði hann tvo síðustu leiki deildarkeppn- innar setti niður 72% skota sinna (18/13) og 81% vítanna (11/9) í ein- víginu. Hann var 1 algjörum sérflokki hvað varðar skotnýtingu í einvíginu því enginn annar leikmaður liðanna hitti yfir 44% skota sinna. Scott átti ekki þátt í einni körfu Það er mikill munur á framlagi er- lendu leikmanna liðanna. Á sama tíma og Igor Beljanski og Nate Brown hjá Snæfelli skiluðu mest allra úl sinna'liða í þessu einvígi eru íslensku leikmennimir 1 þremur áf fjórum hæstu sætunum hjá Vesturbæingum. Ljubodrag Bogavac fann sig aldrei í þessu einvígi og hetja annars leiksins í Hólminum, Melvin Scott, átti ekki þátt í einni einustu körfu í seinni hálf- leik oddaleiksins og klikkaði á 11 af 13 skotum sínum 1 leiknum. Eitt helsta verkefhi Herberts Amarsonar þjálfara fyrir undanúrslitaeinvígið er að að fá meira frá atvinnumönnum liðsins 'sem skomðu aðeins 12 súg saman í oddaleiknum og nýttu aðeins 17% skota sinna (18/3, Scott 13/2, Boga- vac 5/1). íslenskir leikmenn liðsins eiga hins vegar mikið hrós skilið fyrir að klára svona jafnan og spennu- þrunginn leik án mikillar hjálpar frá erlendum leikmönnum liðsins. Bárður gerði frábæra hluti Snæfellingar enda tímabilið óvenjusnemma að þessu sinni. Bárð- ur Eyþórsson gerði frábæra hluú með þetta lið og setú saman mjög sterkt lið þrátt fyrir að missa allt byrjunarlið sitt ffá því í fyrra. Eins og sést á tölfræði yfir framlag frá bekknum vantaði meiri breidd í liðið og villuvandræði lykilmanna eins og Magna Hafsteins- sonar vom ekki að hjálpa til á úrslita- stundu. Magni lék aðeins 20 mínútur í oddaleiknum og Slobodan Subasic þurfti að setjast á bekkinn þegar 7 mínútur vom eftir. ooj@dv.is Það voru Fannar Ólafsson og Skarphéðinn Ingason sem lögðu grunninn að því að KR-ingar komust í gegnum átta liða úrslitin í fyrsta sinn í fjögur ár. Saman skoruðu þeir félagar 31 stig, tóku 22 fráköst og fiskuðu 15 villur á Snæfellinga í þriggja stiga sigri KR, 67-64, í oddaleiknum. Skarphéðinn skoraði meðal annars sex síðustu stig KR í leiknum og kláraði leikinn af öryggi á vítalín- unni. KR-ingar mæta Njarðvík í undanúrslitunum en Keflavík tekur á móti Skallagrími í hinu undanúrslitaeinvíginu. KR-SNÆFELL 2-1 Stig: KR+1 (197-196) 3 stiga körfun KR+4 (18-14) Víti fengin: KR +14 (64-50) Fráköst: Snæfeli +7 (124-117) Tapaðir boltar: Snæfell -12 (50-62) Stig frá bekk: KR +25 (60-35) Hæsta framlag: Igor Beljanski, Snæfelli 21,0 Nate Brown, Snæfelli 15,0 Fannar Ólafsson, KR 13,7 Skarphéðinn Ingason, KR 13,0 Melvin Scott, KR 11,0 Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 10,3 Flest stig: Igor Beljanski, Snæfelli 49 Melvin Scott, KR 44 Skarphéðinn Ingason, KR 37 Flest fráköst: Igor Beljanski, Snæfelli 41 Fannar Ólafsson, KR 33 Melvin Scott, KR 24 Flestar stoðsendingan Nate Brown, Snæfelli 22 Melvin Scott, KR 16 Pálmi Freyr Sigurgeirsson, KR 10 Igor Beljanski, Snæfelli 10 Heitir skotmenn: Skarphéðinn Ingason, KR 72%(18/13) Kaldir skotmenn: Jón Ólafur Jónsson, Snæfelli 11% (9/1 í 3ja) Magni Hafsteinsson, Snæfelli 21% (14/3 í 3ja) Brynjar Þór Björnsson, KR 26% (27/7) Melvin Scott, KR 29% (28/8 í 3ja) Ljubodrag Bogavac, KR 30% (23/7) DV Sport fjallaði um fyrir leikina að einvígi Igors Beljanski og Fannars Ólafssonar myndi hafa mikið að segja um hvemig leikimir fæm. Igor hafði vinninginn í fyrstu tveimur leikjunum en Fannar Ólafsson vann á með hverj- um leik í einvíginu og hækkaði meðal annars skotnýtingu sína í hverjum leik. í seinni hálfleik oddaleiksins fór það ekki framhjá neinum að Fannar var kominn í sitt gamla sigurform þar sem góður vamarleikur, orka hans og barátta skilaði þessum dýrmætu „hvergi skráðum" atriðum til KR-liðs- ins. Sigurvegarinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson var með Snæfelli i fyrra þegar liðið vann KR i oddaleik en með KR iárþegar liðið vann Snæfell i oddaleik. Hann er■ eini leikmaður- mn sem var í sigurliði bæði árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.