Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 1 7 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir tii á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir GLÓFAXIHF. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Það var heldur niðurlútur knattspymustjóri sem gekk af heimavelli sínum í Birmingham í fyrrakvöld. Steve Bmce hef- ur mátt berjast á botni ensku úrvalsdeildarinnar í allan vetur og í fyrrakvöld vom svo hans menn mjög svo niðurlægðir er Liverpool vann 7-0 sigur í fjórðungsúrslitum ensku bikar- keppninnar. Bruce viðurkenndi eftir leikinn að starf hans hengi á bláþræði eftir tap- ið stóra gegn Liverpool. „Þú verður að spyrja stjómina hvort hún stend- ur mér að baki eftir þennan leik. Ég veit það ekki," sagði Bruce heldur súr í broti við blaðamann The Sun eftir leikinn. Engin yfirlýsing var gefin út í gær en svo virðist sem Bruce sé óhultur í sínu starfi um stundarsakir. Maik Taylor, norður-írski markvörður Birmingham, sagði svo í gær að Bruce nyti fuils trausts leikmanna liðsins. „Það er mikilvægt að við stöndum allir saman og beijumst allir fyrir einn. Stjórinn er með okkur í þessaii baráttu." Verðum að bjarga liðinu Næsti leikur Birmingham verður gegn Manchester United um helgina og þótt það verði erfitt segir Taylor að leikmenn Birmingham ætli að sýna hvað í þeim býr. „Við verðum að hætta að hugsa um þennan leik gegn Liverpool. Nú þurfum við að einbeita okkur að því að bjarga lið- inu frá falli." Bruce þurfti að fá lögreglufýlgd af vellinum eftir leikinn í fyrrakvöld. Tveir stuðningsmenn liðsins gerðu tilraun til að komast inn á völlinn og láta knattspymustjórann heyra það, en án árangurs þó. 15mörkáeinni viku Leikmenn Liverpool hafa nú skorað 15 mörk á einni viku. Sérstak- lega merkilegt í ljósi þess að fram- herjum liðsins hefur fram að þessu gengið bölvanlega illa að skora í úr- valsdeildinni í vetur. En flóðgáttimar opnuðust þegar Robbie Fowler skor- aði loksins sitt fyrsta mark fyrir félag- ið eftir að hann kom aftur á Anfield gegn Fulham í síðustu viku. Liver- pool vann leikinn, 5-1, og skoraði svo þrívegis gegn Newcastle um helgina. Sjö bættust við í fyrrakvöld og vann liðið stærsta sigur í íjórð- ungsúrslitum bikarkeppninnar síð- an Everton vann Southport árið 1931. Næsti leikur Iiverpool er einnig gegn erkifjendunum í Ev- erton, sem viija nú gera allt sem í þeirra valdi stendur til að slá Evrópu- meistarana út af iaginu. „Ég lenti aldrei í svona leik þegar ég spilaði atvinnumannafótbolta," sagði Rafael Benitez, knattspymu- stjóri Liverpool eftir leikinn. „Og auðvitað óskar maður engum knatt- spymustjóra að iiorfa upp á liðið sitt tapa svona stórt. En mínir menn stóðu sig stórkostlega og úrslitin eft- ir því." Boltinn fór alltaf inn Benitez hefur oft mátt þurfa sæta gagnrýni vegna markaþurrðar sókn- armanna Liverpool en hann missti aldrei trúna. „Þetta em úrvalsfram- herjar. Við höfum vissulega spilað leiki þar sem okkur tókst ekki að skora í þijátíu tilraunum en í kvöld virtist sem boltinn færi inn í hvert einasta sinn sem við skutum að markinu." Peter Crouch er einn þeirra sem hefur verið mikið gagnrýndur en hann hefur nú ærlega þaggað í niður þeim röddum. Hann skoraði tvö mörk gegn Birmingham en aðrir sem komust á blað vom Hyypia, Morientes, Riise og Cisse auk þess sem eitt markið var sjálfsmark. „Þeg- ar sjálfstraustið er tii staðar virðist stundum ekkert mál að skora þessi mörk. Og það var tilfellið í kvöld. Ég var reyndar svolítið svekktur þegar ég gekk af velli því ég hefði svo sann- arlega hafa viljað skora þrennu í leiknum." eirikursmdv.is Mikið úrval af listmálaravörum wfimivMUin Listalagerinn Járn 09 fllor ohf ■ Skútuvogur 1 uniAfiAf iðrnnlor je Barkarvogsmegln ■ S :5858900 WWW.jamgier.IS Liverpool tókst í fyrrakvöld þaö sem aöeins einu liöi tókst alla 20. öldina: Aö vinna leik í fjórðujrigsúrslitum ensku bikarkeppninnar meö að minnsta kosti sjö marka mun. Grannliðið Everton vann Southport áriö 1931, 9 1, en ann- ars hefur ekki verið svo mikill munur á liðum á þessu stigi keppninnar fyrr en í árdaga hennar, síöla á 19. öldinni. Byrd öflugast- uríáttaliða úrslitunum George Byrd hjá Skalla- grími skilaði mestu til síns liðs af þeim leikmönnum sem tóku þátt í átta liða úr- slitum Iceland Express-deild- ar karla í körfubolta karla. Byrd skoraði 46 stig og tók 35 fráköst í tveimur sigmm á Grindavík og var með 37,5 framlags- stig að meðaltali í leik, sex stigum meira en A.J. Moye hjá Keflavík. Moye var stigahæstur leikmanna með 32 stig að meðaltali í tveimur sigmm Keflavfkur á Fjölni. Miami bestir eftirhlé Miami Heat er með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna Stjörnuleiksins. Miami hefur unnið 12 af 13 síðustu leikj- um sínum og er aftur komið inn í umræðuna um hvaða lið eiga möguleika á NBA-titl- inum. Það hefur munað miklu um að Shaquille O’Neal er að láta meira til sín taka, hann hefur skorað 21,2 stig og hitt úr 63,9% skota sinna í þessum 13 leikjum en var með 19,4 stig og 56,9% skotnýt- ingu fyrir Stjörnuleikinn. ALLT A EINUM STAÐ • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SlMI 562 6066 • VETRARDEKK • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖD BÓN 0G ÞVOTTUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.