Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Menning DV Björn og Benny Söng- \ leikurþeirra um vestur- fara verður settur upp I Minneapolis I vor. Reynsla sögunnar kenn- ir okkur að hingað til hefur engin stétt af frjálsum og fúsum vilja hleypt annarri stétt upp að hlið sér. Uimjón: Wrnnn Hrefna Sigufjóhajóttir hrofnaidv.ls Jósef Stalín.) Bréfín hennar Maríu í erindi sínu „Úr minjasafni föðurins'' á Menningar- torgi Háskól- ans á Akur- eyri í hádeginu í dag fjaliar Helga Kress um ævi Maríu Stephensen (1883-1907), laundóttur Þorvalds Thoroddsen, náttúrufræðings og síðar prófessors í Kaupmanna- höfn, sem hann eignaðist með vinnukonu á Möðruvöllum þegar hann var þar kennari. María ólst upp við gott atlæti hjá fósturforeldrum á Akureyri og fékk alla þá menntun sem um síð- uslu aldamót stóð stúlkum til boða á íslandi. Hún lagði einkum stund á tóniist og tungumál og langaði til að fullnuma sig í píanóleik erlend- is. Þar mætti hún hins vegar fyrir- stöðu, m.a. hjá föður sínum sem bauðst til að styrkja hana til barna- kennaranáms. Áður en úrslit feng- ust í því níáli veiktist María af berklum og lést á heilsuhæli í Dan- mörku aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri. Hún lét eftir sig nokk- uð af bréfum sem varðveist hafa í bréfasafni Þorvalds í Konungsbók- hlöðunni í Kaupmannahöfri, en þar er einnig að finna bréf frá fóst- urforeldrum Maríu, fjölskyldu Þor- vaids sem og uppköst að mikil- vægustu bréfum hans sjálfs til Maríu og fósturforeldra hennar (sem að öðru leyti virðast hafa glatast). Úr þessum efnivið og ekki síst orðræðu bréfanna, má rekja ævi- sögu Maríu frá skfrn til greftrunar, viðbrögð við fæðingu hennar og tilvist sem óskilgetins bams, menntaþrá hennar og leit að sjálfs- mynd, ást og umhyggju fósturfor- eldranna og höfnun föðurins sem hún dáði mjög og vildi allt til vinna að gera tii geðs. Ævi Maríu og um- hverfi gefa tilefni til ýmissa kvennafræðilegra spurninga auk þess sem komið verður inn á per- sónuleg bréf sem heimildir og þau siðfræðilegu vandamái sem felast í birtingu slíkra bréfa. Nýr en þó gamall söngleikur eftir þá Abba-bræður er í uppsiglingu vestan hafs Vesturfararnir á svið Þeir Abba-bræður eru enn í sókn á söngleikjasviðinu: Mamma mia hefur selt miða víða um heim fyrir einn og hálfan milljarð dala og nú eru þeir að leggja í frekari útveg með nýjan „gamlan" söng- leik, Kristinu. Á föstudag heldu þeir kynningu á Broadway á söng- leiknum sem frumsýndur var fyrir rúmum áratug í Svíþjóð en fór ekki víðar. Benny Andersson og Björn Ulvaeus hafa lengi verið að vinna í söngleikjum. Þeir sömdu Chess á sínum tíma í London en á Broadway floppaði verkið 1988. Næsta verk þeirra á þessu sviði var unnið í Svíþjóð frá grunni og leik- ið í Málmey við miklar vinsældir enda þjóðkunnugt í Svíþjóð. Það kom út á þremur diskum og er metnaðarfull tilraun til að takast á við þetta erfiða form: söngleikinn. Kristina stendur miklu nær Vesal- ingunum og öðrum sögulegum verkum, einkum frá Frakklandi, sem hafa raunar fæst náð inn á engilsaxneska og norræna mark- aðinn. Það eru vesturfarasögur Viihelms Moberg sem eru grunn- urinn að söngleiknum. Þær hafa komið út hér á landi og eru raunar þekktar af áhrifamikilli kvikmynd og sjónvarpsþáttum frá 1971. Nýja útgáfan hefur verið samin upp. Herbert Kretzmer hét sá sem var kallaður til að endursemja Vesalingana eftir frumsýningu þeirra í París á vegum Roberts Hossein og hefur nú skrifað söng- texta upp úr sænsku útgáfunni sem Benny samdi upphaflega. Þá var John Weidman, sem samdi bókina að Pacific Overtures og Assassins eftir Stephan Sondheim, fenginn til að endurvinna handrit- ið. Verkið er enn talið of langt, þrír tímar eru erfiðir í söngleikjaformi. Gestir húsanna á Broadway vilja léttara efni. En þeir Andersson og Ulvaeus eru hvergi bangnir, og framleiða amerísku versjónina sjálfir. Sviðsetningin byrjar göngu sína í Minneapolis þar sem gamalt samfélag af norrænum stofni er Valur málar sjóara Á morgun opnar naívistinn Val- ur Sveinbjörnsson sýningu í Bog- anum í Gerðubergi. Sýningin ber yfirskriftina Margræðir heimar Valur Sveinbjörnsson er jafn- gamall íslenska lýðveldinu. Sextán ára gamall hóf hann nám í vélvirkj- un en jafnframt náminu stundaði hann sjó. Hann starfaði síðan sem vél- virki á gömlu togurunum og einnig á varðskipum þegar landhelgin var í 50 mflum. Valur var alltaf síteikn- andi þegar hann var yngri og var .þess vegna 13 - 14 ára gamall sendur á myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga, sem í þá daga voru haldin í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Fékkst hann þar við teikningu, málun og leirmót- un. Hann kveðst einnig alltaf hafa verið teiknandi á sjónum, mest fé- laga sína sem þáðu gjarnan teikn- ingarnar, þvi enga þeirra á hann sjálfur i dag. Valur tók aftur upp málun upp úr fimmtugu, og hann málar aðal- lega með akrýllitum og vatnslitum. Oft eru þetta myndir af gömlum félögum frá sjómannsárunum og á Valur Sveinbjörnsson listamaður Er að sögn naivisti og opnar sýningu á morgun. bakhlið myndarinnar skráir hann gjarnan sögu eða sögubrot til skýr- ingar. Einnig málar hann óhlut- bundnar myndir. Ein myndanna á sýningunni er að sögn ekki óáþekk málverkum Cobra-málaranna, lit- ríkt málverk sem Valur var 3 mán- uði að fullvinna. Aðrar sýna skips- félaga og skipstjóra sem hann kynntist á sjónum og enn aðrar spretta fram úr hugarfluginu sem á sinn eigin tilverurétt. Sýningar- stjóri er Harpa Björnsdóttir, en sýningin stendur til 30. aprfl. sterkt. Síðan er fyrirhuguð frum- sýning á Broadway eftir ár. pbb@dv.is ■HHRMMMMHM FERMINGARDAGURINN MINN Gestabók • Myndir • Skeyti LÍTIÐ VIÐ I NÆSTUOG BIDJIÍDj UM UM FERMINGARDAGINN J MINN JctTOing.irð.vnmnn mhm kVi'.Abii - OTytvJMT Skeyn <4 4$^ MÚLALUNDUR $ FÆST Í ÖLLUM HELSTU BLÓMA- OG BÓKAVERSLUNUM LANDSINS VINNUSTOFA SlBS • Hátúni 10c • Pósthólf 5137 • 125 Reykjávik

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.