Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Síðast en ekki síst 0V Góðir áheyrendur. DV-mynd GVA. Það var líf og fjör hjá skólakrökkunum á Raufarhöfn á dögunum. Þá fengu þau að vaka heila nótt í skólanum við leik og störf og söfnuðu um leið áheitum vegna fyrirhugaðs skólaferðalags. Krakkarnir hófu áheitasöfnunina klukkan 10.05 á föstudegi og vöktu án þess að loka augunum allt fram til klukkan 10.05 á laug- ardegi. Við ýmislegt var að vera á meðan á vökunni stóð og var krökkunum skipt í hópa sem allir fengu verkefni við sitt hæfi. Gekk áheitasöfnunin vel og stefnir allt í stórkostlegt skóla- Ha? Pálína í náttfötunum ferðalag hjá krökkunum á Raufar- höfn. Foreldrar barnanna tóku virk- an þátt í vökunni og klæddust náttfötum þegar líða tók á. Var þar fremst í flokki Pálína Auðbjörg Valsdóttir, foreldri og kennari við skólann, sem átti búning nætur- innar; glæsileg náttföt sem hefðu sómt sér vel í hvaða kvikmynd sem er eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir. Hvaðveist þú um Sigmar í Kastljosi 1. Fyrir nvaða skóla keppti Sigmar í Morfís? 2. Hver er kærasta Sigmars? 3. Hjá hvaða flokki lét Sig- mar til sín taka í ungliða- starfl? 4. Hvar hófst ijölmiðlaferill Sigmars? 5. Hvert var viðbótarnafn Sigmars í útvarpi? Svör neðst á síðunni Hvað segir mamma? Ég gafhon- umsko tröllamjólk þegarhann varlltill segirErla Hildur Jónsdóttir, móðir Egils Jónassonar, stríðnis- lega. Egill ernæst- stærsti núlifandi Islendingurinn. „Það má segja að hann sé heppinn að hafa fæðst hérna I Njarðvik, vöggu körfuboltans. Þar kemur stærðin að góðum notum. Egill hefur verið i körfu- bolta síðan hann var lítill. Það er ótrúlega tfmafrekt og hefur alltafverið. En maður grætur það ekki þvl þetta skilar sér allt margfalt tilbaka. Egill Jónasson er miðherji í körfu- boltaliði Njarðvíkur. Hann sló í gegn á sunnudag þegar hann tryggði lið sitt áfram í úrslitakeppni fslands- mótsins með glæsilegri troðslu á lokasekúndu leiksins. bankastjóra að fara ekki á taugum þótt danskir kollegar hans máli skrattann á vegginn. 1. Framhaldsskólann í Garðabæ. 2. Þóra Tómasdóttir. 3. Sjálfstæðisflokknum 4. Á gömlu Aðalsstöðinni. 5. Simmi San (og Þossi San) Fyrsti rokkari Islands Lolar stuði á tóoleikum í kvöld „Þessari hugdettu var nú bara skotið að mér fyrir þremur vikum síðan og þá var allt sett í gang. Nú er búið að koma þessu á koppinn," segir söngvarinn Skapti Olafsson um tónleikana sem hann heldur í Salnum í Kópavogi í kvöld. Hann kemur fram með 5 manna bandi þar sem Kari Möller er hljómsveit- arstjóri. „Svo er frændgarðurinn með mér, mikið af kórafólki og Bergsveinn Árelíusson, sem er ná- skyldur mér,“ segir söngvarinn. Hann er búinn að vera í tónlistinni síðan í seinna stríði. „Ég byrjaði sem trommari í lúðrasveit og fór síðan í djassinn. Flestir af þessum strákum byrjuðu í lúðrasveitum," segir hann. Stjarna Skapta reis hátt þegar nokkur lög sem hann söng komu út á plötum á 6. áratugnum. Þeirra á meðal var lagið Syngjum hátt og dönsum, sem stundum hefur verið kallað fyrsta íslenska rokklagið. „Það gerði stormandi lukku og það var rokkað endalaust eftir það," segir Skapti. Fleiri lög sem slógu í gegn voru Mikið er gaman að þvf og Allt á floti allsstaðar, sem líklega er frægasta lag Skapta. Það þótti einhverra hluta svo dónalegt að það var bannað í útvarpinu. „Mér leiddist þetta hálfpart- inn,“ segir Skapti um plötuútgáf- una og vinsældirnar. „Ég vildi miklu frekar bara spila á trommur í litlum djasshljómsveitum. Maður var með fjölskyldu og vann eins og skepna í prentinu. Það var hrein- lega ekki tími fyrir þetta popp- hark." Skapti lofar miklu stuði á tón- leikunum í kvöld. „Efnisskráin samanstendur af þessum gömlu góðu dans- og dægurlögum og spannar árin 1935 til 1960. Ég held að við höfum sett þetta í líflegan búning og á von á mjög glaðlegu ástandi. Það verður eflaust mikið sungið með í salnum. Eldri borg- arar ættu að fjölmenna og bara all- ir sem hafa gaman af þessari tón- list." Skapti verður áttræður á næsta ári. „Jú, maður lítur út eins og reykt hangikjötslæri," segir hann og hlær. „Ég er ekki einn af þeim sem eru með afmælisdellu og ætla ekki að halda afmælistónleika og reyna að raka inn seðlum eins og margir hafa gert. Nær væri að slá í góða djasstónleika og kalla þá bestu til." Skapti hefur ekki gefið út plötu síðan árið 1959 þótt hann hafi smávegis sungið inn á plötur ann- arra í seinni tíð. Hann tekur þó ekki fyrir það að plata með álflca efni og það sem hann spilar í kvöld komi út. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og það kostar 500 krónur inn. „Það er nánast gjöf," segir Skapti, dúnd- urhress að vanda. gth@dv.is si&ts ■ ■ Skapti Ólafsson Er 79 ára, hefur ekki gefið út plötu sfðan 1959 en verð ur með tónleika i kvöld. Krossgátan Lárétt: 1 vísa, 4 skaut, 7 sáðlands,8 hesta, 10 hræðsla, 12 ágjöf, 13 glufa, 14 ökumann, 15 hestur, 16 sker, 18 gras, 21 bardagi, 22 eyðslu- seggur, 23 sál. Lóðrétt: 1 kona, 2 kveik- ur, 3 stöðuglyndi,4 skrúðfýlking, 5 kverk, 6 þreyta, 9 bæn, 11 sproti, 16 námsgrein, 17 tré, 19 starf, 20 flýtir. Lausná krossgátu '|se 0Z 'uei6l'dsg Z i '6eg 91 'uujau L '||e>|? 8 'IPI 9 'iso s 'eissasgjd y 'ejsajde>|S £'>|ej z 'JJA l uíajgon ipue EZ 'edj6 n 'giJts u 'eujs 81 'sog 9 l 'ssa s L 'l!>|S Þ l 'jnej £ l 'snd z l '!H9 9 i 'esfíj q 'sjn>|e l '||od þ 'sjba l Á morgun j A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.