Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Fréttir DfV Kennelhósti var kvef Staðfest er að sýkingin sem kom upp í einangrun- arstöð gæludýra í Höfnum var ekki hinn illvígi kennel- hósti, heldur venjulegt kvef. Þá sýna niðurstöður krufn- ingar á hundinum sem drapst að hjartagalli varð honum að aldurtila. Björg- vin Þórisson dýrlæknir sem hefur umsjón með heilsu dýranna í stöðinni, segir að mögulegt sé að sýking eins . og sú sem þarna kom upp og varð til þess að einkenna varð vart hjá sjö hundum hafi verið svo væg að ef ekki væri fyrir hve vel sé fylgst með dýrunum hefði veikindin hugsanlega farið fram hjá læknum. Færri smá- bátar á Vest- fjörðum Mikil fækkun hefur orð- ið á smábátum í þorpum og bæjum á Vestfjörðum síðan krókaaflamarkið var afnumið og allt sett í kvóta árið 2004.1 Bolungarvík hafa oftast verið um 50 til 70 smábátar yfir sumartím- ann en búist er við 5 smá- bátum þetta sumarið. Starfsmaður Bolungarvík- urhafnar segir marga báta- eigendur hafa selt kvótann sinn og hætt. Þó munu nokkrir fastheldnir menn halda áfram að róa. Snyrtir hunda í bílskúr Jóna Karlotta Herberts- dóttir vill fá leyfi til að reka hundasnyrtistofu í bflskúr einbýlishússins sem er númer 6 við Hléskóga í Breiðholti. Embætti bygg- ingarfulltrúa frestaði af- greiðslu máisins á síðasta fundi þegar ítrekuð ósk Jónu Karlottu um hunda- snyrtistofuna var tekin fyr- ir. Var málinu vísað í bili til embættis skipulagsfulltrúa. Sjálfur virðist byggingar- fulltrúinn í Reykjavflc, Magnús Sædal, vera tengd- ur málinu því hann vék af fundi þegar það var tekið fyrir. Heimir Hansen ætlaði að kveikja í Bjarka Gunnarssyni. Heimir er ákærður fyrir líkamsárás á Bjarka sem nefbrotnaði í átökunum. Að sögn Heimis sjálfs ætlaði hann að kveikja í Bjarka eftir að hafa lamið hann. Ællaöi aö kveikja í manni sem svaí hjá km „Það býr mikil reiði innra með mér," segir Heimir Hansen, 22 ára piltur sem er ákærður fyrir líkamsárás sem átti sér stað á Sel- tjarnarnesi í janúar í fyrra. Heimir segir að reiðin hafi verið svo mikil að hann hafi ætlað að kveikja í Bjarka Gunnarssyni eftir að hann nefbraut hann. unum. Bjarki segir að Heimir hafi hót- að að B hella yfir hann bens- j~ íni og kveikja í sér. Hann sá þó * ekki brús- ann sjálfur - sem Heimir segist hafa tekið með sér. Bjarki segir að Heimir hafi verið trylltur og að hann hafi ~ óttast um líf sitt vegnaofsansíhonum. . Aðalmeðferð í máli Heimis j fer fram síðar. valur@dv.is Óttaðist um líf sitt „Ég steig út úr leigu- bfl og þá réðst hann strax á mig,“ segir Bjarki um árásina. Heimir er ákærður fyrir að hafa nefbrotið Bjarka í átök- Bensínbrúsi Heimir var staðráðinn i að kveikja í fórnalambi sinu. rcu Heimir Hansen Lamdi mann og ætlaði að kveikja i honum Heraðsdómur Reykjavíkur Heim ir hefur verið ákærð ur fyrir likamsárás. „Bjarki svaf hjá kærustunni minni," segir Heimir Hansen um ástæðu þess að hann réðist á Bjarka Gunnarsson með sérlega hrottaleg- um hætti. Heimir segir að stúlkan, sem þá var fimmtán ára, hafi verið að drekka og ekki getað neitað ágengni Bjarka sem er ári eldri en Heimir. „Bjarki sagði vinum sínum frá þessu og þannig frétti ég þetta," seg- ir Heimir og játar að hann hafi orðið mjög reiður við að heyra fréttirnar. Tók með sér bensín Kærasta Heimis hringdi í Bjarka og mæltu þau sér mót á Eiðistorgi þar sem árásin átti sér stað. Þegar Bjarki kom þangað réðst Heimir á hann og upp hófust slagsmál. Heim- ir segist ekki muna nákvæmlega eft- ir árásinni enda hafi tryllingsleg reiðin ólgað innra með honum. „Ég ætlaði að kveikja í honum," segir Heimir sem tók með sér bens- ínbrúsa á staðinn, að eigin sögn bæði til að kveikja í Bjarka og að því loknu í sér sjálfum. ,Honn byrjaði að gráta eins og smá- stelpa og þrábað mig um að drepa sig ekki. Grét eins og smástelpa „Hann byrjaði að gráta eins og smástelpa og þrábað mig um að drepa sig ekki,“ segir Heimir sem gat ekki ráðið við skap sitt. Heimir segir að eftir að Bjarki hafi grátbeðið hann um miskunn hafi honum loks runnið reiðin: „Ég gat ekki annað en leyft honum að fara,“ segir hann. Jóhannes í Bónus leitar til umboðsmanns Alþingis „Ég mun mæta til yfirheyrslu hjá embætti rfldslögreglustjóra á morg- un [í dag] klukkan 10 vegna þess að mér ber lagaleg skylda til þess en að- eins til að gera þessum mönnum grein fyrir því að ég hef ekkert við þá að tala,“ segir Jóhannes Jónsson í yf- irlýsingu í gær. Settur rfldssaksóknari í Baugsmál- inu, Sigurður Tómas Magnússon, sagðist í gær mundu áfrýja til Hæsta- réttar sex af átta liðum ákærunnar í Baugsmálinu. Ekld er áfrýjað vegna liða sem tengjast Jóhannesi og Trygga Jónssyni, fyrrverandi forstjóra Baugs. „Eigi að síður er málinu áfrýjað til Hæstaréttar íslands gagnvart böm- um mínum, Jóni Ásgeiri og Kristínu. Ákæmr á hendur þeim varðandi bfla- innflutning hvfla eingöngu á ffam- burði Jóns Geralds.Sullenberger. Ég er fullviss um sakleysi þeirra beggja í málinu," segir Jóhannes. „Mér þykir með hreinum ólíkind- um ef yfirvöld ætla að halda áfram að elta ólar við ásakanir manns, sem dómstóll hefur úrskurðað óhæfan sem vitni og sem haft hefur f hótun- „Mér liggur alls ekki á, “ segir Símon Jón Jóhannsson íslenskukennari og ritstjóri Skimu, málgagns móðurmálskennara.„Það er kannski fyrst nú sem ég fæ hvild eftir að Skíma er komin út. Annars er ég alltafað skrifa. Ég er nýbúinn að gefa út Ijóðabók sem fékk fina dóma, svo er ég að gefa út aöra bók. Hún er æviágrip Laxness í lítilli bók hugsuð fyrir er- lenda ferðamenn. Ætli þetta sé ekki andsvar við stóru, þykku ævisögunum um hann. Bók- in er einhvers konar Laxness á klukkutíma." ísms. um við mig og fjölskyidu mína." Jóhannes segir hinn nýja rfldssak- sóknaa ætla honum að sitja enn og aftur í yfirheyrslu hjá rfldslögreglu- stjóra með réttarstöðu gmnaðs manns vegna ásakana frá Jóni Geraldi Sullenberger. „Virðist þá engu skipta þó að sakborningar hafi margoft sýnt fram á hald- leysi þessara ásakana og Jón Gerald Sullen berger hafi snúið frá upphaflegum ásök- unum í minn garð varðandi bílainn- flutninginn," segir Jóhannes og bætir við: „Tilgangur þeirra er sá einn að niðurlægja mig. Láta mig finna að þeir geti § lí átt síðasta orðið þó að þeir hafi farið halloka í dómsölum til þessa." Þá kemur fram að Jóhannes muni kvarta til umboðsmanns Alþing- is yfir embættisfærslu Jóns H.B. Snorrasonar saksóknara og Haraldar Johannessen rfldslögreglustjóra. „Tel ég að kanna verði hvort þeir Jón H.B. Snorrason og Haraldur Johannes- sen hafi gerst brot- legir við jafnræðis- reglu stjómarskrár íslenska lýðveld- Jóhannes Jónsson Segist fullviss um sakleysi barna sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.