Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Sport DV Styttaaf Karl Malone Utah Jazz mun heiðra Karl Malone í kvöld þegar númer hans (32) verður hengt upp í rjáfur á Delta Cente, heimavelli liðsins í NBA-deildinni í körfubolta. Fyrr um daginn mun einnig verða opinberuð bronsstytta af Malone fyrir utan höllina. Karl Malone lék alls 1434 leiki fyrir Utah Jazz á 18 árum sínum hjá liðinu og var með 25,4 stig og 10,1 frá- kast að meðaltali í þessum leikjum. FHfærnýja leikmenn ídag Kvennalið FH í knattspyrnu fær góð- an liðsstyrk í dag en þær Ivana Ivanovic og Dragana Stojanovic koma báðar til landsins ífá Serbíu. Verða þær báðar gjaldgengar í lið FH sem mætir Breiðabliki í deiidar- bikarkeppninni á föstudag. Þjáifari liðsins er einnig serbneskur, Dragi Pavlov, og er útlit íyrir að þrír leikmenn FH í sumar verði serbneskir. FH-ingar hafa undanfarin sumur verið í bombaráttu efsm deildar kvenna en ætla nú að snúa við blaðinu. Andri Fannar til FH? Ásgeir Elíasson, þjáifari meistara- flokks Fram, stað- festi í gær við vefsíð una fótbolti.net að viðræður þess efnis að sóknarmaðurinn Andri Fannar Ottósson yrði seldur til FH hefðu verið í gangi undanfarið. Andri Fannar var með betri mönnum Fram sem féll úr Lands- bankadeiidinni í sumar en í haust skrifaði hann undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Þá segir Pémr Stephensen, formaður knattspyrnudeildar FH, að Daninn Dennis Siim vilji koma aftur til íslands og spila með FH. © v 19.15 Haukar-ÍS í úr- ) slitakeppni Iceland Ex- press-deildar kvenna. SL=fT> 19.50 Charlton-Midd- , iesbrough í ensku bik- arkeppninni í beinni á Sýn. 20.00 Stuðnings- mannaþátturiim Liðið mitt á Enska boltanum. k. 22.00 Þáttur um HM 2006 í knattspyrnu. Landslið Argentínu og Trinídad tekin fýrir. Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV gátu leyft sér að brosa sínu breiðasta eftir sölu Gunnars Heiðars Þorvaldssonar frá Halmstad til Hannover 96. Þegar Gunnar Heiðar fór til Halmstad á sinum tíma voru ákvæði i samningi hans um að ÍBV fengi hluta söluvirðis hans frá Halmstad. Sú upphæð er ekki gefin upp en gæti verið allt frá 15 til 30 milljóna króna. Semur við Voung Boys og fer án greiðsiu tii fé- lagsíns. Grétar gerir rúmleqa 2 ara samninq. dv ær v Gunnar Heiðar Þor- valdsson Er hér í leik með Halmstad gegn franska liðinu Lens í Evrópukeppni félagsliða. Leikur á næsta tfmabili með Hannover 96. ÍBV Tvær leiðir til að selja leikmenn ÍBV fór réttu leiðina í samningamálum við sænska úrvaisdeild- arfélagið Halmstad þegar Gunnar Heiðar Þorvaldsson var seldur þangað í lok ágúst 2004. f stað þess að krefjast fullra uppeldis- bóta sem ÍBV hafði rétt á var hann seldur á mun lægra verði og í staðinn voru ákvæði um að félagið fengi ákveðið hlutfall endur- söluverðs hans. Það hefur nú borgað sig. Leið íBV Gunnar Heiðar Þorv'aidsson Fæddur 1. apríl 1982 Leið ÍA Grétar Rafn Steinsson Fæddur9.janúar 1982 Þegar Gunnar Heiðar fór til Sví- þjóðar var hann 22 ára en sam- kvæmt reglum um uppeldisbætur skal greiða allt að 240 þúsund evrur fyrir leikmenn sem skipta um félag áður en þeir verða 23 ára. Þegar leikmenn ná þeim aldri tekur Bos- man-dómurinn fullt gildi og upp- eldisákvæðin eiga ekki lengur við. ÍBV hefði því getað krafist um 20 milljóna króna í uppeldisbætur fyr- ir Gunnar Heiðar en afar ólíklegt er að Halmstad hefði sæst á það og hefði því líklega ekkert orðið af söl- unni. Sænska félagið hefði fremur kosið að bíða í nokkra mánuði þar til Gunnar Heiðar yrði samnings- laus og næði 23 ára aldri. Þá hefði hann farið algerlega frítt. En í staðinn samdi ÍBV um að fá mun lægri upphæð fyrir Gunnar Heiðar, líklega um 5-6 milljónir króna, og þar að auki var samið um að ÍBV fengi ákveðið hlutfall af sölu ef hann yrði seldur frá Halmstad, sem nú er orðin raunin. Heimildir DV Sports herma að Halmstad hafi fengið á annað hundrað milljónir króna fyrir Gunnar Heiðar og má því ætla að ÍBV hafi fengið vænan hlut af þeirri summu. Hannover 96 þarf þar að auki ekki að greiða neinar uppeldisbæt- ur fyrir Gunnar Heiðar þar sem hann er orðinn 23 ára. „Við fáum einhverja aura fyrir hann samkvæmt þeim samningi sem gerður var þegar hann fór til Halmstad,“ sagði Viðar Elíasson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV. „Við fáum ákveðið prósentuhlutfali af söluvirði hans til Hannover 96. Það er yfir höfuð mjög gott fyrir ís- lensk félög ef þau geta fengið eitt- hvað fyrir uppeldið á sínum strák- um. Félögin eru búin að ala þau zz ara, ‘t manaoa 22 ara, 4 manaöa 23 ra, Seldur til Hannover 96. ÍBV fær væna summu i sinn hiut vegna söiunnar. upp og hafa kostað ákveðið miklu til að koma sínum leikmönnum í ákveðinn gæðaflokk." Forráðamenn ÍBV hafa ef til vill dregið einhvern lærdóm af reynslu kollega sinna hjá ÍA sem fengu ekk- ert í sinn hlut fyrir Grétar Rafn Steinsson, þó svo að hann hefði verið á mjög svipaðri leið í atvinnu- mennskuna. Grétar Rafn fór fyrst til Sviss og var seldur þaðan á mjög Seldur til AZ Aíkmaar i Hollandi fyrir dá- góða upphæð. lA fær, sem fyrr, ekkert i sinn Wut. háu verði til Hollands, en þar sem stjórnarmenn ÍA héldu kröfu sinni um uppeldisbætur til streitu æxluð- ust málin þannig að Grétar beið þar til hann var orðinn 23 ára áður en hann hélt í atvinnumennskuna. Eins og sést á meðfylgjandi töflu voru aðstæður Gunnars Heiðars og Grétars Rafns keimlíkar en niður- staðan gjörólík fyrir uppeldisfélög þeirra. eirikurst@dv.is Gunnar Heiðar ekki fyrsti íslendingurinn á mála hjá Hannover 96 Tíundi íslendingurinn í þýsku úrvalsdeildinni Hannover 96 keypti í fyrradag ís- lenska landsliðsmanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson frá Halmstad í Svíþjóð. Verður Gunnar Heiðar þar með tíundi fslendingurinn sem leik- ur í þýsku Bundesligunni en þó hafa fjöldamargir aðrir spilað í neðri deildunum sem og með unglinga- og varaliðum úrvalsdeildarliðanna. Gunnar Heiðar er ekki fyrsti íslend- ingurinn sem klæðist búningi Hannover 96 því Jóhannes Eðvalds- son lék með liðinu í þýsku 2. deild- inni veturinn 1981 til 1982. Sex fslendingar léku í Þýskalandi á 9. áratugnum. Atli Eðvaldsson og Magnús Bergs fóru fyrstir út árið 1980 og léku saman fyrsta veturinn hjá Borussia Dortmund. Atli skipti strax næsta haust yfir í Fortuna Dússeldorf og lék þar í fjögur ár og svo í þrjú ár hjá Bayer Uerdingen, þar sem hann hitti fyrir Lárus Guð- Jóhannes Eðvaldsson Lék með Hannover 96 veturinn 1981-1982. DV-mynd Pjetur mundsson. Lárus lék þrjú tímabil með Uerdingen og var einnig eitt ár í Kaiserslautern. Atli lék í þrjú ár með Pétri Ormslev hjá Dússeldorf en Magnús lauk atvinnumannaferl- inum með Eintracht Braunschweig vorið 1985. Einn þekktasti íslenski knatt- spyrnumaðurinn frá upphafi- er vit- anlega Ásgeir Sigurvinsson sem lék níu ár í Þýskalandi, eitt ár hjá Bayern Múnchen en annars með Stuttgart til ársins 1990. Eyjólfur Sverrisson lék með Ásgeiri í eitt ár áður en hann lagði skóna á hilluna og var hjá Stuttgart til ársins 1994. Hann kom aftur í úrvaisdeildina haustið 1997 en þá nreð Herthu Berlín sem hann lék með til loka tímabilsins 2003. Þórður Guðjónsson lék með Bochum í nokkur skipti í deildinni, fyrst árið 1994 og síðast árið 2004. Bróðir hans, Bjarni, var hjá honum síðasta árið. Þá var Helgi Sigurðsson á mála hjá Stuttgart tvö tímabil, 1994 til 1996. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.