Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Fréttir 33V Ungskáldinu Snæbirni Brynjarssyni voru fyrir mistök veitt hálfrar milljóna króna peningaverðlaun fyrir sigur í ljóðasamkeppni nú á dögunum. Dómnefndin, með Sjón fremstan í flokki, ruglaðist á dulnefni Snæbjörns og ljóðskáldsins góðkunna Óskars Árna Óskarssonar. Allt í drasli Hreinsunarátak ísflrð- inga, sem hófst í fyrra, verð- ur áfram haldið í sumar. Það er Halldór Halldórsson, bæjarstjóri ísafjarðarbæjar, sem greinir frá þessu í sam- tali við bb.is. „Við teljum að þetta sé bænum til skamm- ar eins og þetta er núna," segir Halldór um hafnar- svæðið þar sem mikið er af drasli og brotajárni. „Það var fjarlægt mikið af rusli á hafnarsvæðinu í fyrra og fyrir það sem er eftir og fólk vill ekki henda stendur til að útbúa betri geymsluaðstöðu neðst á Suðurtanganum. Við ætlum að flytja allt laust drasl þangað á aftnarkað svæði," segir Halldór. Níu vilja vera prestur Níu umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Keflavíkurprestakalli. Stað- an var auglýst laus til um- sóknar nýlega en umsókn- arfresturinn rann út þann 20. mars síðastliðinn. Starf- ið virðist vera mjög eftir- sóknarvert og sækja um þau Ástríður Helga Sigurð- ardóttir guðfræðingur, Sr. Elínborg Gísladóttir, Sr. Kjartan Jónsson, Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, Sr. Leifur Ragnar Jónsson, Sr. Petrína Mjöll Jóhannes- dóttir, Sr. Sigfiis Baldvin Ingvason, Sr. Skúli S. Ólafs- son og Sr. Yrsa Þórðardótt- ir. Nýr prestur hefur störf þann 1. maí næstkomandi. Sólberg lagi vegslóðann Umhverflsnefnd ísa- fjarðar hefur ítrekað að öll umferð ökutækja í Leiru- fjörð sé óheimil og að lag- færa skuli jarðrask sem varð vegna óheimillar veg- slóðagerðar í fjörðinn. „Kostnaður vegna þessa greiðist alfarið af landeig- anda, Sólberg Jónssyni," segir umhverfisnefndin sem þó fellst á að fram til 1. ágúst hafl Sólberg heimild til að fara með jarðvinnu- tæki eftir slóðanum til lag- færinga við varnargarðana við jökulána í Leirufirði. Eftir þann tíma verði slóð- inn að vera orðinn ófær fyr- ir ökutæki. Snæbjörn Brynjars- son Ungskáldið bauð fjölskyldu sinni á verð- launaafhendinguna. su * ii| !.9 m 3 KgjBB 5 II a 1 i \ n „Við í ddmnefndinni höfum ákveðið að tala ekki um þetta mál,“ segir Sigurjón B. Sigurðsson, eða Sjón, aðspurður um pínleg mistök sem dómnenfnd í ljóðasamkeppni gerði á dögunum. voru Nokkrum dögum áður en úrslit í ljóðasamkepninni Stafur Jóns úr Vör voru tilkynnt hringdi Sjón í ungskáld- ið Snæbjörn Brynjarsson. Snæbjöm hafði tekið þátt í keppninni og sent inn fáein ljóð úr safni sínu undir dulnefni eins og regl- ur segja til um. Sjón tilkynnti í símtal- inu að Snæbjöm hefði sigrað í keppninni og hlotið sigurlaunin sjálf - hálfa milljón kóna sem skipuleggj- andi keppninar, Kópavogsbær, lagði til. Verðlaunaafhendingin Þann 21. janúar fór verðlaunaaf- hendingin svo fram. Dómnefndin, skipuð Sjón, sem var for- maður, Hirti Páls- k syni og Soffl'u i Auði Birgisdótt- ur, var á svæð- ásamt ' ungskáldinu - Snæbirni Brynjars- / syni og fjölskyldu hans. Þá Sjón Vill ekki tala um málið. nokkrir gestir mættir í tilefni dagsins en verðlaunafhendingin fór frcim á afmælisdegi Jóns úr Vör, sem sam- keppnin er einmitt kennd við. í losti eftir Sjón Eftir að Sjón hafði haldið stutta tölu um verðleika ungskáldsins var Snæbirni veitt viðurkenningarskjal og afhent verðlaunaféð. Athöíninni var þó ekki lokið. Enn átti eftir að flytja sjálft sigurljóðið. Það var Sjón sjálfur sem fékk heiðurinn af því að flytja það. Þegar hann hafði lokið lestrinum og salurinn klappaði sigur- ljóðinu lof í lófa var vinningshafinn sjálfur, ungskáldið Snæbjörn, í losti. Ljóðið sem Sjón hafði lesið fyrir gestina var ekki hans. Það var eftir einhvem annan. Ekki til birtingar Ungskáldið hafði ekki ráðrúm fyrst um sinn til að leiðrétta mistökin. Hann var of upptekinn við að taka á móti ham- ingjuóskum. Fulltrúi frá jJp'' Tímariti Máls og menn- ingar nálgaðist hann og bað um leyfi til að birta sigur- ljóðið en Snæbjöm svaraði um leið: „Þetta ljóð er ekki til birtingar" Það var ekki fyrr en að kaffisamsætið, sem efnt hafði verið til, var alveg að renna sitt skeið að Snæbjörn dró formann dómnefndar- innar afsíðis og tjáði honum að eitt- hvað hefði farið hræðilega úrskeiðis. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður kom það upp úr dúrnum að tvö ljóð- skáld höfðu sent inn ljóð undir sama dulnefninu. Ungskáldið Snæbjöm annars vegar og hins vegar eitt virtasta ljóðskáld landsins, hinn margverðlaunaði Óskar Árni. Ljóðið sem vann var ljóðið hans Óskars. Snæbjörn hafði verið verðlaunaður fyrir mistök. Réttur sigurvegari kallaður út Áður en kaffisamsætinu lauk hafði Óskar Ámi verið kallaöur á svæðið og útnefndur sigurveg- ari. Snæbirni var hins vegar gert að skila hálfu milljóninni sem hann hafði fýrir mistök fengið í verðlaunafé. Mikið hefur verið rætt um ástæður þess að svo fór sem fór í ljóðasamkeppn- inni sem kennd er við Jón úr Vör. Misskilningi á bæjarskrifstof- unni er kennt um af mörgum en Björn Þorsteinssön, sviðsstjóri menningarsviðs hjá Kópavogsbæ, neitaði að svo hefði verið í samtali við DV í gær. Leiðinlegt væri að svona hefði farið. Leiðindamisskilningur „Þetta var leiðindamisskilningur," sagði Björn sem sjálfur var á Kanarí með tengdaforeldmm sínum þegar verðlaunaafhendingin fór fram. „Það er vonandi að það hljótist ekki nein leiðindi af þessu. Við lærum bara af þessum mistökum," bætti Björn við. Ekki náðist í Snæbjörn Brynjarsson vegna málsins í gær. Hægt er að lesa smásögu eftir hann á vef Tímarits Máls og menningar, sem birtist ný- lega. I henni er sagt frá ungskáldi sem fýrir misskiln- ing vinnur ljóðasam- keppni. Ungskáldið í sögunni heldur hins vegar sínu verðlaunafé og þarf ekki að skila því sama dag eins og fyrirmyndin. andri<§dv.is Svarthöfði hefur legið andvaka undanfarnar nætur vegna ástands- ins í Kauphöllinni. Eiginlega hefur honum heldur ekki verið rótt um miðjan dag heldur og lái honum hver sem vill. Svarthöfði keypti hlutabréf í eigin nafni og barna sinna fyrir nokkxum missemm og vill sjá ávöxt sem lofað hafði verið. En nú stefnir allt til helvítis ef trúa skal greiningardeild Den Danske Bank sem hingað til hefur ekki farið með fleipur. Svarthöfði er ekki sá eini sem liggur og starir upp í svefnherbergis- loftið um nætur. Honum er sagt að heil blokk í Breiðholti liggi andvaka vegna hlutabréfa sem áttu að verða trygging í elli þeirra sem keyptu af litlum efnum. Attu að vera borð fyrir bám. Þess vegna sárnaði Svarthöfða þegar hann sá í DV í gær að Sigurjón Þ. Ámason, bankastjóri Landsbank- ans, missir ekki svefn vegna þessa. Hann sefur sveftii hinna réttlátu og lætur ekki haggast í þeim ólgusjó sem er að drekkja Svarthöfða og hin- um smáfiskunum í djúpu lauginni. Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað geðveikt, “ segir Friðrik Örn Hjaltested Ijósmyndari sem heldur sýningu í Ijós- myndasafni Reykjavlkur.„Þrátt fyrir staðreynd síðustu fímmtán ára þá er ég rosalega ham- ingjusamur, efég á að segja eins og er. Ég er búinn að vera mikið úti á landi undanfarið og þaö er snilld að vera þar um vetur þegar þegar það er fámennt þvíþá hefur maður það allt út affyrir sig. Ég horfí til framtíðar mjög björtum augum.“ Þetta er svo sem skiljanlegt og Svarthöfði myndi líka sofa eins og steinn ef hann væri bankastjóri Landsbankans. Launin ein og sér myndu duga til þess að öll verð- bréfakaup væm óþörf. Enda skilst Svarthöfða að Sigurjón Þ. Ámason hafi ekki nýtt sér kauprétt á hluta- bréfum í Landsbankanum þrátt fyrir heimildir sem flestir aðrir hafa nýtt sér. Sigurjón er bersýni- lega maður sem lætur ekki koma sér úr jafnvægi. Það em svona menn sem eiga verá fyrir- mynd okkar hinna. Þrátt fyrir yfirgrips- mikla þekk ingu á málamarkaðnum heldur Sigurjón ró sinni, treystir á mátt sinn og megin og lætur panikástand eins og vind um eym þjóta. Þetta er maður í jafn- vægi. Ef hlutabréfamarkaðurinn væri í svipuðu ástandi og Sigurjón Þ. Árna- son væri ekki ástæða til upphlaups. Þá myndi öldur lægja og Svarthöfði sofna á ný. Svarthöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.