Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 12
72 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Fréttir DV Tinni Sveinsson • Hljómsveitin Ghostigital tróð upp á tónleikum í Berlín í síðustu viku. ís- lendingarnir í borg- inni mættu vitan- lega á tónleikana og fylgdust með þeim Einari Emi og Curver, Gfela Galdri, Frosta Loga- syni og Elfe Péturssyni spila af stakri snilld. Tónleikarnir fóru fram á staðnum Ballhaus Ost í austurhluta borgarinnar. Staðurinn er þekktur fyrir að hafa verið vinsæll á fyrri hluta síðustu aldar og hýsti fjöl- marga dansleiki Adolfs Hitler og háttsettra nasista, sem hefðu ef- laust skotið sér leið út hefði felenska nýbylgjusveitin stigið þá á stokk... • Farsaslagur er framundan á leik- húsmarkaði. í Borgarleikhúsið kemur norðan frá Akureyri Full- komið brúðkaup á vegum 3sagas og Leikfélags Akureyrar. Yfir flögur þúsund miðar seldust fyrsta söludag og nú eru átta þúsund famir. Um mánaðamótin verður síðan farsakenndur söng- leikur frumsýndur í Þjóðleikhúsinu, Átta konur, með snillingnum Krist- jáni Ingimarssyni og átta flinkum leikkonum undir stjóm Eddu Heiðrúnar. Leikfélag Reykjavíkur stefriir í frumsýningu á farsa eftir Ray Cooney, sem er mikill meistari í að taka farsa og hressa þá við. Svo er bætt um betur í Sogamýrinni. Gfeli Rúnar Jónsson hefur snittað Viltu finna miffjón? að íslenskum húmor. Er nema von að Guðjón Pedersen boði hátíð hláturs í vor... • ísfirðingar em þessa dagana á fullri ferð í undirbúningi Aldrei fór ég suður - tónlistarhátíðar alþýð- unnar. Hátíðin er hugarfóstur Mugi- sons og Mugga föð- ur hans og verður haldin í þriðja skipti 15. apríl. Dagskráin hefur smám saman tekið á sig mynd og meðal stað- festra atriða em Benni Hemm Hemm, Rass, Mr. Silla og Hermi- gervill. í dag bjóða ísfirðingar síðan fréttamönnum í flugferð til sín á blaðamannafund þar sem hulunni verður svipt af herlegheitunum... • Sakamálaþættimir Allir litir hafs- ins em kaldir eftir önnu Th. Rögn- valdsdóttur em nú komnir í bfóútgáfu á boðveitur Símans. Bíóútgáfan var alltaf fyrirhuguð og klippt að nýju samhliða vinnslu fyrir Sjón- varpið. Þeir sem hafa tengst ágætri heimabíóveitu Símans vita að þar er margt gott í boði en eftirsóttasta mynd þeirra til þessa var einmitt íslensk: Strákamir okkar eftir Róbert Douglas... • Þótt lítið fari fyrir þeim vinna Gunnar Karlsson og félagar í Caoz teiknimyndagerð hörðum höndum þessa dagana. Nú í vor gefst íslending- um loks tækifæri á að sjá önnu og skapsveiflurnar, stuttmyndina sem Terryjones, Björk, DamonAlbam og fleiri tala inn á. Þá undirbýr fyrir- tækið 26 þátta röð eftir sömu sögu Sjón, sem selja á út um allan heim. Flestir hljóta þó að vera spenntastir að sjá hvemig stórmyndin Thor gengur en ef marka má sýnishorn á caoz.is er von á góðu... Svartar skýrslur skandinavískra Q ármálafyrirtækj a hafa komið fram í stórum stíl og valdið talsverðu uppnámi í íslensku efnahagslífi. Þeim mun neyðarlegra var þegar viku áður en opinbera átti mikla auglýsingaherferð sem Hvíta húsið hafði unnið fyr- ir Glitni kom í ljós að auglýsingarnar voru sláandi líkar auglýsingum norska bank- ans Fokus Bank. Glitnisherferð eins og norsk bankaauglýsinn „Þetta er algjör tilviljun. Jú, þetta eru sláandi líkindi. Sjokk? Jú. Það má segja það. Þetta er afar óheppileg úlviljun," segir Sverrir Bjöms- son framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Starfsmönnum Hvíta hússins brá illilega í brún þegar í sömu vikunni og þeir hugðust hefja auglýsingaher- ferð sem þeir höfðu verið mánuði að undirbúa fyrir Glitni komu fram auglýsingar frá norska bankanum Fokus Bank. Þar er byggt á sömu hugmyndinni með að setja línurit í andlit manna. Hækkandi vextir. Sömu skiiaboðin um allan heim, Línan á grafinu vísar vitanlega upp. Og passar við reynslunnar hrukkur eða hárlínur mannanna. „Það varenginn tími tií að breyta þessu. Þama liggur margra mánaða undirbún- ingsvinna til grund- vallar." Óheppleg tilviljun Enginn tími til breytinga Sverrir segir Glitni með starfsemi í Noregi og því hafi norskir auglýs- ingamenn komið að herferðinni. Og þeir hafi gert viðvart strax þegar aug- lýsingar Fokus Bank birtust - sem var fáeinum dögum áður en hefja átti auglýsingaherferðina. Þannig að starfsmönnum Hvíta hússins var kunnugt um þetta og áttu ekki sæla daga þegar verið var að ákveða hvað skyldi til bragðs taka. „Það var enginn tími til að breyta þessu. Þarna liggur margra mánaða und- irbúningsvinna til grundvallar," segir Sverrir. Þó tókst að breyta þeim auglýs- ingum sem ætlaðar eru hinum norska mark- aði. En ekki er eins umfangsmikil auglýsingaherferð fyrirhuguð þar og hér á landi. Þetta skrifast því á reikning óhepplegrar tilviljunar. Sverrir segir stundum koma upp í auglýsinga- bransanum samliggjandi hugmynd- ir. Og að þessu sinni var þetta sérlega meinlegt því þetta gerðist í sömu vik- unni. Hann segir jafnframt að stund- um seilist menn lángt í að draga upp líkindi. Og þá er stundum tcdað um auglýsingar sem hafa verið lengi í gangi. Og menn standi þá ávallt í þeirri trú að það sem erlent sé hafi komið á und- Enginn lúður fyrir Glitni Sverrir kom til lands- ins, an. Sverrir Björnsson Starfs- mönnum Hvlta hússins brá talsvert þegar þeir sáu norsku auglýsingarnar. Boligkreclitt fra 3,53% effektiv rente Norski bankinn Var aðeins á undan Glitni sem varð að breyta aug- lýsingum sínum ÍNoregi. MYTT NAFN MÝ T'ÆKIFÆfí i 'yrlrt.tíki iv x’iv.'.r a.y' f rl!ftC;dlúvt Uiuiil oifui ▲ Abenieen Glitnir Hérliggja hrukk- urnar á enni til grund- vallar línuritinu. Meinleg Ifkindi við Fokus Bank. Fokus Bank Hér er línu- ritið við augnhrukkur og einmitt frá Noregi, í gær. Og Sverrir reynir ekki að halda því ffarn að aug- lýsingar Hvíta hússins hafi verið undan þeim norsku þó freistandi sé. „Ég sá þessar auglýsingar einmitt þarna úti í Noregi. Við tökum þetta lengra og teygjum yfir á fjöll og byggingar. Línuritin eru einskorðuð við andlit í Noregi." Margir vilja halda fram að sam- keppnisaðilar í Skandinavíu séu nú að koma höggi á íslenska keppi- nauta sína í bankamálum með svörtum skýrslum. í ljósi þess telst þetta meinlegra slys en annars. Og vafasamt telst að Hvíta húsið fái Bjarni Ármannsson Bankastjóri Glitnis berst nú við skandinaviska keppnauta á ýmsum vígstöðvum. lúður hjá IMARK fyrir þessa herferð þó mjög mikil vinna liggi að baki. jakob@dv.is 505 nýjar myndavélar og 1200 nýir lögreglumenn Hert öryggisgæsla á götum New York Lögreglan í New York-borg hyggst koma fyrir 505 eftirlits- myndavélum í borginni á næstu mánuðum. Ekki verður gefið upp hvar myndavélarnar verða nákvæm- lega. Þó verður þeim komið upp á svæðum þar sem glæpatíðni er há og við byggingar sem gætu verið lík- leg skotmörk hryðjuverkamanna. Þær verða fyrst settar upp í Brook- lyn, í tilraunaskyni, en síðan verður þeim dreift um borgina. Einnig verður lögreglumönnum fjölgað. 1200 nýir lögreglumenn verða ráðnir til þess að hafa eftirlit með götum borgarinnar. Einnig eru hugmyndir um að girða Manhattan af með svokölluðum stálhring, svip- uðum þeim sem er í Lundúnum. Þar í borg eru myndavélar við 16 inn- komuleiðir að miðsvæði borgarinn- ar. Teknar eru myndir af öllum bfl- New Vork Lögreglan iNew York fær veglegan liðsstyrk 1200 manna á næstunni númerum og andlitum bílstjóra. Myndirnar eru síðan skannaðar inn í gagnagrunn og athugað hvort þar sé á ferðinni hættulegur einstakling- ur. Á síðasta ári voru 37 milljón bfl- númer skönnuð inn í kerfið og leiddi það til 550 handtakna. Stóri bróöir Fylgist með en 505 ör- yggismyndavétar bætast i hóp þeirra hundraða sem eru þar fyrir. Nýnasistar í sportfötum Yfirmenn þýska fyrirtækisins Quelle, sem sérhæfir sig í að selja fatnað í gegnum pöntunarlista, hyggjast hætta að selja breska Lons- dale-sportfatnaðinn. Ástæðan fyrir því er sú að Lonsdale-vörumar em vinsælar meðal nýnasista, vegna þess að stafhimir NDSDA koma fram f merld fyrirtæksins, en skammstöfun nasistaflokks Adolfs Hitler var NDSDAP. Lonsdale-fatn- aðurinn hefur þó ekkert að gera með nasistaflokkinn og hefur fyrirtækið meðal annars lagt íjármagn í baráttu samkynhneigðra og til þess að bæta stöðu innflytjenda á Englandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.