Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 Fréttir DV gÉi '$0 'l Dæmdurfyrir fjársvik Sigurjón Ingi Gíslason var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að svíkja ítrekað út vörur úr Olíuverslun fslands. Hann var einnig dæmdur fyrir hraðakstur og fyrir að cika vörubíl sínum með of mik- inn þunga á pallinum. Sig- urjón var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en refs- ingu skal frestað ef hann heldur skilorð í í þrjú ár. Þá var honum að gert að borga 75 þúsund krónur í sekt. Svo virðist sem grunlaus íslendingur hafi látið nígeríska svikahrappa fá um átta milljónir í reiðufé nú á föstudag. Skömmu seinna reyndu mennirnir að komast af landi brott en voru handteknir í Leifsstöð þegar þeir gátu ekki útskýrt með trú- verðugum hætti hvaðan peningarnir komu. Lögreglan rannsakar málið og kannar meðal annars hvort nigerísku svikahrapparnir eigi sér samverkamenn hér á landi. Sigmarístað Gisla Marteins? Jakob Magnússon tónlistarmaður. „Skarð Gísla Marteins er vand- fyllt en ég treysti Sigmari til góöra verka. Sigmar er skemmtilegur og gaman- samur drengur. Ég á von á að hann muni fjalla afhæfilegri léttúð um þessa árshátlð evrópskra lagahöfunda." Hann segir / Hún segir „Mér hefur fundist sem Gísli Marteinn hafi átt mun betur heima í Eurovision en f borg- arstjórn. Ég mun virkilega sakna þess að sjá ekki Gfsla í beinni útsendingu svona viku fyrir kosningarnar I vor. Ekki að ég hafi nokkuð á móti Sig- mari. Siður en svo, hann stend- ursig örugglega vel.“ Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi. Tveir nígerískir karlmenn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið allt að átta og hálfa milljón króna af einstaklingum hér á landi. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðshaldsúrskurðinn í gær. Nígeríumennimir komu til landsins síðastliðinn föstudag. Tollgæslan stöðvaði þá og reyndist farangur þeirra vera ansi grunsam- legur. Meðal annars fundust hjá mönnunum áhöld sem iðulega eru notuð við athugun á því hvort pen- ingar séu falsaðir eður ei, þar á meðal joð. Þrátt fyrir þetta var mönnunum hleypt inn í landið. Fengu ekki flug Fimmtán klukkutímum síðar voru Nígeríumennirnir komnir aft- ur í Leifsstöð, tilbúnir til brottfarar. Hins vegar fengu þeir ekki flug af landi brott og þurftu að halda aftur til Reykjavíkur. öðrum fimmtán klukkutímum síðar voru þeir aftur komnir í Leifs- stöð, nú með fullgilda flugmiða og tilbúnir að fljúga til Englands. Við skoðun á farangri þeirra fundust eitt hundrað þúsund evrur í reiðu- fé. Peningar sem Nígeríumennirn- ir voru ekki með á sér við komuna til landsins aðeins um þrjátíu tím- um fyrr. Gæsluvarðhaldi áfrýjað Nígeríumennirnir gátu engar trúverðugar útskýringar gefið á því af hverju þeir væru með svo mikið reiðfé undir höndum. Þeir voru því handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald skömmu síðar. Þeim úrskurði var áfrýjað af verjendum mannanna, Sveini Andra Sveinssyni og Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að Nígeríumenn- irnir hafa að öllum líkind- um fengið fé sitt beint frá grunlausum einstakling- um, en ekki úr bönkum Grunurinn um að Nígeríumennirnir eigi sér samverkamenn hér á landi kviknaði þegar í Ijós kom hve skipulögð för mann- anna um landið var. hér á landi. Það er að segja að hér sé um að ræða svo kallað Nígeríusvindl. Ótrúverðugar útskýringar Mennirnir neita því sjálfir að um Níger- íusvindl sé að ræða. Útskýr- ingar þeirra hafa hins vegar, ^ samkvæmt heim- ’ ildum DV, verið afar ótrúverðugar og ber þeim til dæmis ekki saman tilefni ferðar sinnar hingað til lands eða tilgang. Annar mann- anna hefur til að mynda borið að þeir hafi verið hér á landi að sækja peninga fyrir Bandaríkjamann sem hafi í hyggju að leita að demöntum íAfríku. Grunur um samverkamenn Þetta þykja lögreglunni ótrú- verðugar skýringar. Rannsókn hennar beinist nú að því að finna fórnarlömb mannanna hér á landi sem og hugsanlega samverkamenn. Grunurinn um að Nígeríumennirriir eigi sér samverkamenn hér á landi kviknaði þegar í ljós kom hve skipulögð för mannana um land- ið var. Þessi skipulagning gerði það að verkum að menn- irnir hefðu getað farið af landi brott með hið illa fengna fé aðeins fimmtán klukkutímum eftir að |V þeir komu ' til landsins. Eingöngu skortur á flug- miðum varð til þess að sú varð ekki raunin. andri@dv.is um Nígeríumaðurinn Mustapha Reyndi lengi að hafa fé afTvíhöfða- bræðrum, með litlum ár- angri. Landar hans komust næstum því úr landi með illa fengið fé um helgina. LAIbACH nA5A ES.MAHS ,,tlam, Kammstein, Ninc toch Nails og margir ílciri vseru ekki til cf Lalbach hcfðu ckkl rutt brautina." óilarr Pruppé, iLKhi, Dr Spo-.k 2. 990 kr -f i»iðag)ald www.trafflk.U laibach w » w ui i d i. i s aibacti cru Duöirtiir! Fertugur maður dæmdur fyrir kynferðisafbrot Hlustaði á Papana og áreitti stúlkur Fjömtíu og tveggja ára karlmaður var dæmdur í gær fyrir kynferðisaf- brot gegn tólf og þrettán ára stúlkum. Maðurinn er dæmdur fyrir að kyssa 12 ára stúlkuna á hönd og háls, einnig lét hann 13 ára stúlku sem var með henni kyssa sig á kinnina. Afbrot- in áttu sér stað heima hjá manninum en hann hitti stúlkumar við verslunar- miðstöð í Engihjalla í Kópavogi. Maðurinn spurði stúlkurnar hvort Papar Maðurinn þóttist vera tónlistarmaður og sagði tónlist Papanna sina. þær vildu hlusta á tónlist og játtu þær því en þær töldu hann vera með tón- listina á sér. Maðurinn ginnti þær heim til sín með því að ljúga að þeim að hann væri frægur tónlistarmaður sem héti Hjálmar. Þegar heim var komið leyfði hann þeim að hlusta á tvö lög með Pöpunum en stúlkumar mundu ekki hvert þriðja lagið var sem hann leyfði þeim að hlýða á. Maðurinn bauð sælgæti og áfengi. Stúlkumar neimðu. Önnur segir manninn hafa ýtt sér niður á stól þeg- ar hún vildi ekki setjast og svo hafi hann sest við hlið annarrar þeirra og byrjað að kyssa á hendi og háls en hætt um leið og hún bað hann um það. I dómsorði Héraðsdóms Reykja- ness er haft eftir stúlkunum að mað- urinn hafi virst mjög reiður þótt hann hafi ekki hagað sér þannig. Þær gátu komið sér út að lokum og hann hefti ekki för þeirra. Maðurinn var dæmdur í tveggja rnánaða skilorðsbundið fangelsi. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.