Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.2006, Blaðsíða 31
DV Síðast en ekki síst FIMMTUDAGUR 23. MARS 2006 31 Spurning dagsins Hvað á að gera við bygg- ingarnar á Miðnesheiði? Þær eru minnisvarði „Þær eru minnisvarði. Eins og mannvirkin í Öskjuhlíð. Svo gæti herinn notað þær ef hann kemur aftur." Ásgeir Carlsson öryrki. Það er ýmislegt hægt að gera. Mér dettur helsti hug að setja upp hjúkrunar- heimili á svæð- inu." Arndís Magnúsdóttir ellilífeyris- þegi. / „Ekki veltþessu mik- ið fyrir mér. Það ættisamtað leyfa þessu að standa." Jón Þór Björnsson sjómaðury „Það mætti hafa þarna eitthvað varnartengt. Til dæmis gæti Landhelgis- gæslan verið með aðstöðu þarna." Árni Sigurðs- son veður- fræðingun/ Hefekk- ert velt því fyrir mér." Gunnþóra Guðmunds- dóttir. Bandaríkjaher tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann myndi hverfa með herlið sitt úr landi í lok september. Teravattstundirnar 30 og milljón tonn af áli í dag var send ínn á þingið fyxirspurn til iðnaðarráðherra um 30 teravattstundir og 1.000.000 tonn af áli - svo sem í heiðursskyni við Andra Snæ Magn- ússon og Drauma- landið hans. <&m Hvitá ofan og neð- an Gullfoss. Hagkvæmir virkj- unarkostir Andri Snær rekur það meðal annars í bókinni að iðnaðarráðu- neytið hefur í að minnsta kosti rúman áratug rekið áróður um að á íslandi sé hægt að fá 30 tera- vattstundir á ári af raf- orku frá vatnsafls- virkjunum. Nú hafa aðeins verið virkjuð 7 teravött (1 TWst = 1000 gígavattstund- ir) og ársframleiðsla hinnar gífurlegu Kára- hnjúkavirkjunar á að verða 4,6 teravattstundir. Þessi 30 teravött eru samkvæmt upplýs- ingum úr bækling- um ráðuneytisins öll úr hagkvæmum virkj- unarkostum og í tölunni er búið að draga ffá þá kosti sem ekki koma til greina vegna um- hverfisáhrifa! Andri Snær leggur saman áætl- aða orkuframleiðslu og niðurstaða hans . er sú að engin leið sé að reikna 30 tera- ' vattstundir nema gera ráð fyrir að all- ar helstu stórár landsins séu virkjaðar, þar á meðal Skjálf- andafljót, Mark- arfljót, Jökulsár í Skagafirði, Skaftá (þ.e. veita í Langa- sjó), Jökulsá á Fjöll- um og sennilega V .jF., Milljón áltonn Það vekur líka at- hygli Andra Snæs að iðnaðarráð- herra sagði á iðn- þingi í fyrra að þegar álfram- leiðsla á íslandi væri komin í milljón tonn á ári væri rétt að láta ___ gott heita. Þessi um- mæli höfðu hins vegar verið tek- in út úr ræðunni á vefsetri iðnað- arráðuneytisins - hugsanlega vegna þess að nú sé stefnt að miklu meiri árlegrar álfram- leiðslu? Fyrirspurnin er svona: Fyrirspurn til iðnaðarráð- herra um vatnsafl og ál- framleiðslu Frá Merði Árnasyni. 1. Er bæklingunum Lowest energy prices (Markaðsskrif- stofa iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, Rv. 1995) og Doing business in Iceland, 3.útg. (iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið 2004) enn dreift til lysthafa er- lendis? 2. Við hvaða virkjanir er miðað í þessum bæklingum og m.a. í rit- inu Orku á íslandi (Orkustofn- un, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, 2003) þegar sagt er frá því að um 30 teravött megi fá úr vatnsaflsvirkjunum hérlendis með hagkvæmum hætti og að teknu tilliti til umhverfissjónar- miða? 3. Hefur stefna ráðherra um að látið skuli gott heita þegar fram- leidd verða milljón tonn áls ár- lega breyst frá þvi ráðherra hélt ræðu sína á iðnþingi hinn 18. mars 2005? Mörður Árnason alþingismaður slcrifar á mordur.is Sigurjón segir viðskiptalífið sanka að sér hæfileikafólkinu en dreggjarnar sitji eftir í pólitíkinni. I síðustu viku gaf Baugsíjölskyldan Bamaspítala Hringsins 300 milljónir til að setja upp öryggisherbergið sem sjónvarpsþátturinn Kompás vakti athyli á að sár- vantaði. í þættinum var annars vegar talað við foreldra sem höfðu misst son sinn á hlaupum milli bamaspítalans og gjörgæsludeildarinnar og hins vegar við stjómvald ið. Það var sumsé nýskipaður heilbrigðisráðherra sem sagði með þvinguðu brosi að Landspítalan- um væri vel stjómað og svo var rætt við fram- kvæmdastjóra spítalans sem stóð upp og sagðist ekki nenna þessu þrætum. Peningar til að reka svona gjörgæsluherbergi væm ekki til og ekki teknir upp af götunni. Punktur. En þá mætir Jóhannes í Bónus og leggur þessa peninga á borðið. Fólk þakkar fyrir sig og er um leið kjaftstopp. Það er ekkert hægt að segja annað en takk. Ætli einhver að horfa á þennan gjöming með gagnrýnisgleraugum dæmir hann sig sjálfur. Þetta er hafið yfir gagnrýni. En þetta vekur hins vegar enn meiri athygli á vandanum sjálfum. Óstjóminni sem ríkir á Landspít- alanum. Óstjóminni sem ríkir á ríkinu. Sú þróun er að eiga sér stað hér á landi sem á erlendri grund að fólk hef- ur æ minna álit á stjómmálamönnum. Önnur lönd em komin lengra í þessari síminnkandi kjörsókn. Og ástæðan? Jú, það hefur sýnt sig að stjómmálamenn hafa sjaldnast vit eða þekkingu á því sem þeir stjóma. Tökum sem dæmi nýskipaðan heilbrigðisráðherra sem er mennt- aður sjúkraþjálfi. Hún tekur við stöðunni af manni með samvinnuskólapróf, hvers fyrri reynsla af rekstri er að hafa verið kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum. Menntamálaráðherr- ann er lögfræðingur og forsætisráðhenann er löggiltur end- urskoðandi. Svo sem alveg gott og gilt, en raunin er sú að það er ekki þekkingin sem raðar þessu fólki í embættin, heldur pólitík- in. Hver hefur verið þægur í flokknum? Hver hefur gott bak- land osfrv. Á meðan safnar viðskiptalífið til sín öllum hæfi- leikamönnunum og dreggjamar sitja eftir í pólitíkinni. í pólitík gildir að klúðra málum þannig að fáir tald eftir. í viðskiptalífinu kemst enginn upp með slíkt og á endanum þarf viðskiptalífið að koma pólitíkinni til bjargar, með gjöfum eins og þeirri sem afhent var í síðustu viku. 1 Sigurjón Kjartansson fRtTTASMtpV SEFUR ALDREI Viðtökumvið fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Síminn er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.