Litli Bergþór - 01.07.2010, Qupperneq 19

Litli Bergþór - 01.07.2010, Qupperneq 19
Meirihluti Lionsklúbbsins ásamt mökum í Breiðholtskirkju. hvoru, með félögum í Lk Laugardals og Lk Skjald- breið. Margt er sér til gamans gert í klúbbnum og á hverju ári er efiit til menningar- og skemmtiferða. í haust fóru klúbbfélagar um Borgarijörð og skoðuðu Búvélasafnið á Hvanneyri, verksmiðju B.M. Vallár í Borgamesi (áður Vírnet h.fi), Landnámssetrið og fjánnálastofnun. Ekið var um bæinn undir leiðsögn þriggja staðkunnugra Lionsmanna í Borgamesi. Að því búnu var haldið heim á leið og tekin skoðunarferð um Akranes undir leiðsögn heimamanns. Loks var gerður stuttur stans hjá lionsmanni sem rekur garðyrkjustöð í Hveragerði og þaðan voru allir leystir út með blómum. Fundur var haldinn í Réttinni sem hófst með messu í Uthlíðarkirkju. Þangað var einnig boðið félögum í Lk. Laugardals og Lk. Skjaldbreið ásamt mökum. Lionsklúbburinn Skjaldbreiður bauð síðan til sameiginlegs fundar að Sólheimum í Grímsnesi. 1 janúar, eftir stuttan fund í Bergholti, héldu lionsfélagar í skoðunarferð að Friðheimum þar sem Knútur Ármann tók höfðinglega á móti hópnum og kynnti starfsemi þeirra hjóna í hestamennsku og garðyrkju. Loks var haldinn fundur í Skálholti þar sem sr. Gylfi Jónsson hélt erindi og sýndi myndir frá framandi löndum. Klúbbfélagar brugðu sér einnig á Selfoss og heimsóttu Set ehf, Arion banka og Sunnlenska bókakaffið. Nú í vor var farin afar fróðleg og skemmtileg ferð í Árbæjarsafn og Breiðholtskirkju í Reykjavík undir handleiðslu eins af meðliðmum klúbbsins, Amar Erlendssonar. Hann var um langt skeið ráðsmaður safnsins og átti einnig stóran þátt í byggingu kirkjunnar á sínum tíma. Við erum bjartsýnir á framtíð Lionsklúbbsins Geysis. Bæst hafa í hópinn öflugir einstaklingar sem líklegir eru til að efla starfið enn frekar. Stjóm Lionsklúbbsins skipa nú: Bjami Kristinsson formaður, Guðmundur Ingólfsson ritari og Hilmar Ragnarsson gjaldkeri. Síðasti fundur starfsársins verður haldinn að Hótel Gullfossi í byrjun maí og þá fara fram stjórnarskipti. íbúar samfélagsins á starfssvæði okkar hafa staðið vel við bakið á klúbbnum og finnum við mjög fyrir velvild þeirra í garð starfsins. Fyrir það kunnum við Geysismenn þeim bestu þakkir. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Geysis Guðmundur Ingólfsson, ritari _________________________________ 19 Litli Bergþór

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.