Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 6
6 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 Tafla 1. Sala lyfja og þar afgeð- og taugalyfja 1989 og 1998. Magn í SDS* á 1000 íbúa á dag Verðmæti i í milljónum króna á verðlagi 1998 1989 1998 Aukning 1998/1989 1989 1998 Aukning 1998/1989 Oll lyf 653,0 850,0 1,3 5794 8.263 1,4 Geð- og taugalyf 128,6 208,1 1,6 926 2.227 2,4 Verkjalyf 30,8 45,0 1,5 181 486 2,7 Ópíóíðar 0,8 12,1 15,1 17 140 8,2 Paracetamól 15,5 23,7 1,5 93 207 2,2 Migrenilyf 0,6 0,8 1,3 10 77 7,7 Sefandi lyf 8,0 8,9 U 87 158 1,8 Róandi lyf 23,3 24,2 1,0 80 91 1,1 Svefnlyf 38,3 50,4 1,3 128 125 1,0 Geðdeyfðalyf 14,9 53,1 3,6 170 700 4,1 Eldri (TCA) 11,0 9,5 0,9 81 44 0,5 Nýrri (SSRI) 1,0 35,9 35,9 25 539 21,6 Önnur 2,9 7,7 2,7 64 117 1,8 Reykingalyf 1,7 10,6 6,2 49 285 5,8 * Skilgreindur dagskammtur. nýrra lyfja. Hún hefur minnkað aftur, þegar hliðarverkanir hafa komið í ljós eða yfirvöld hafa sett takamarkanir á ávísanir fyrir lyfjun- um. Á síðastliðnum 10 árum er aukningin á notkun geðlyfja að mestu vegna nýrra geð- deyfðarlyfja, svokallaðra SSRI lyfja, selective serotonin reuptake inhibitors, eða sérhæfðra serótónín endurupptökublokkara, en að minna leyti vegna annarra geðdeyfðarlyfja. Alvarleg- asta hliðarverkun þessara lyfja stafar af kostn- aði þeirra, sem hefur margfaldað heildarkostn- að vegna geðdeyfðarlyfja. Að hve miklu leyti þessi viðbótarkostnaður hefur dregið úr kostn- aði vegna þunglyndisraskana er óljóst. Verð nýju lyfjanna er áhyggjuefni bæði fyrir sjúk- lingana og fyrir aðra sem standa undir hluta af meðferðarkostnaðinum. Þunglyndisraskanir Depurð, deyfð og leiði eru tilfinningar sem allir verða einhvern tímann varir við, einkum í sambandi við andstreymi, áföll, missi eða mis- tök. Venjulega ganga þessar tilfinningar yfir á stuttum tíma án þess að nokkuð sé að gert nema í besta falli að ræða við einhvern fjölskyldu- meðlim eða vin. Einar út af fyrir sig þarfnast þær ekki lyfjameðferðar. Þær eru hins vegar aðalkvörtun og einkenni fólks með þunglyndis- raskanir, sem jafnframt hefur fleiri einkenni og kvartanir og þarf til þess að greina slíkar rask- anir á mismunandi stigum og hvort þurfi lyfja- eða aðra læknismeðferð. Þunglyndisraskanir verður að greina frá sorg og viðbrögðum við andstreymi. Þær eru margs konar og nauðsyn- legt er að greina hvaða raskanir um er að ræða til að gera sér grein fyrir hvaða meðferð þurfi að beita. Tíðni þunglyndisraskana Faraldsfræðilegar rannsóknir hérlendis og erlendis hafa sýnt að á hverjum tíma eru 5-8% fullorðins fólks með einhverja þunglyndisrösk- un. Við skimun 1984 fyrir geðröskunum hjá fólki á aldrinum 20-59 ára reyndust 16% vera með einhverja geðröskun, annað hvort kvíða- eða þunglyndisröskun (4) I þessum hópi fór al- gengi lækkandi með hækkandi aldri eins og til dæmis fannst í bandarísku ECA rannsókninni (5). Jón G. Stefánsson og félagar (6) fundu hjá 56-57 ára fólki að 6,4% þjáðust af eða höfðu þjáðst af óyndi einhvern tímann á ævinni og 2,3% greindust með geðlægð á síðustu sex mánuðum en 2,9% á síðustu 12 mánuðum (7). Hallgrímur Magnússon (8) greindi þunglyndis- raskanir hjá um 8% fólks á níræðisaldri. Er- lendar rannsóknir benda til að 16-18% fólks sé með þunglyndiseinkenni (9). Líkurnar til að fá þunglyndissjúkdóm einhvern tímann á ævinni eru 17- 25% og mun meiri hjá konum en körl- um (3:2). Þunglyndisraskanir eru mjög al- gengar og raunar með algengustu sjúkdómum ungs og miðaldra fólks. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin telur þær fjórðu mikilvægustu ástæð-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.