Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 11 geðlægð eru til staðar virðast eldri geðdeyfðar- lyfin enn vera besti valkosturinn. Þessar teg- undir geðlægðar eru hins vegar til þess að gera lítill hluti af þunglyndisröskunum. Við algengustu geðlægðarköstin (depressio mentis medio gradu) væga geðlægð (depressio mentis levi gradu) og óyndi (dysthymia) (20) má nota lyfjameðferð og/eða sérhæfða viðtals- meðferð (til dæmis huglæga atferlismeðferð eða samskiptameðferð). Ekki virðist munur á árangri af eldri lyfjum (TCA) í samanburði við hin nýju (SSRI). Arangur viðtalsmeðferðar virðist ekki síðri en lyfjanna, en lyfin eru eitt- hvað fljótvirkari, en þörf er fyrir frekari rann- sóknir til að bera árangur þessara meðferða saman. Sumir telja bestan árangur nást með því að nota báðar aðferðirnar samtímis, einkum í óyndi. Þótt lyfjameðferð sé valin sem fyrsta meðferðarúrræði þarfnast flestir sjúklingar verulegs stuðnings samhliða (stuðningsviðtöl) einkum í upphafi meðferðar og fylgjast þarf vel með lyfjasvörun, aukaverkunum og hugsan- legri sjálfsvígshættu. Einnig þarf oft að endur- meta greiningu ef svörun er ekki sem skyldi; læknum getur sést yfir til dæmis vímuefna- notkun, persónuleikaröskun, óbærilegt álag í umhverfinu eða jafnvel líkamlega sjúkdóma, svo sem vanstarfsemi í skjaldkirtli. Margar þunglyndisraskanir standa stutt og ganga yfir af sjálfu sér, ekki síst ef þær eru fram- kallaðar af áföllum eða streitu. í þeim tilvikum nægir oft stuðningur ættingja, vina eða heil- brigðisstarfsmanna eða önnur einföld úrræði. Heimilislæknar eru síður líklegir til að nota viðtalsmeðferð eða ráðgjöf í þunglyndismeð- ferð en geðlæknar og annað starfsfólk á geð- heilbrigðissviði og árangur meðferðar er betri hjá sérhæfðum aðilum (21,12). Síðasta áratuginn, eða frá því að fyrsta SSRI lyfið, fluoxetín (Prozac), kom á markaðinn hef- ur þunglyndi í vaxandi mæli verið útskýrt fyrir læknum og sjúklingum sem „ójafnvægi í efna- skiptum heilans". Þetta er að nokkru leyti tengt framförum í líffræðilegum rannsóknum á starf- semi heilans, en niðurstöður hafa verið oftúlk- aðar og ofureinfaldaðar. Því hefur verið haldið fram að lyfjafyrirtækin hafi stuðlað að þessari þróun til þess að auka sölu á nýjum lyfjateg- undum (23). Vert er að undirstrika að þung- lyndisraskanir eru flókin og margþætt fyrirbæri sem eiga sér oftast fleiri en eina orsök; um er að ræða samspil erfða, umhverfis og frumulíf- fræði. I flestum tilvikum er orsökin óþekkt og ekki er vitað hvort líffræðilegar breytingar, sem finnast hjá sjúklingunum, er undanfari eða afleiðing geðsveiflanna. Þunglyndisraskanir eru oft síendurteknar; fyrsta kast kemur gjaman í kjölfar erfiðleika í lífi sjúklings, svo sem áfalla, vonbrigða eða langvarandi álags. Seinni köst hafa meiri til- hneigingu til að koma án framkallandi þátta, einkenni verða alvarlegri og meðferðarsvörun ekki jafn góð. Sé þunglyndi vanmeðhöndlað í upphafi eða dragist meðferð úr hófi eru meiri líkur á síendurteknum köstum og langvinnum sjúkdómi. Fordómar gegn geðsjúkdómum og vanþekking bæði heilbrigðisstarfsmanna og al- mennings stuðla enn að því að margir sjúkling- ar með þunglyndisraskanir fá ekki æskilega meðferð í upphafi veikinda. Notkun geðdeyfðarlyfja, skömmtun, ábendingar og frábendingar (17,19,24) Geðdeyfðarlyfin eru notuð sem fyrsta og að- almeðferð við djúpu og alvarlegu þunglyndi ekki síst ef til staðar eru innlæg einkenni, svo sem dægursveifla með árvöku, geðshræringa- legt viðbragðsleysi, tregða, lystarleysi, þyngd- artap og minnkuð kynhvöt. Þau eru oft fyrsta meðferð í meðaldjúpu þunglyndi og í vaxandi mæli einnig í vægu þunglyndi og óyndi (sam- anber greiningarviðmið ICD 10). Ekki er að sjá marktækan mun á gagnsemi hinna einstöku lyfja eða lyfjaflokka, reikna má með að um 60% sjúklinga fái verulegan bata með fyrsta lyfinu sem valið er (25). Ef þeir svara ekki fyrsta lyfi má auka batalíkur með því að velja lyf úr öðrum lyfjaflokki. Til að ná árangri þarf að taka lyfin í nægilega stórum skömmtum samfellt í nokkurn tíma. Lyfjasvörun hefst oft- ast eftir eina til þrjár vikur en getur tekið lengri tíma og þokkalegur bati næst oft ekki fyrr en eftir einn til tvo mánuði. Eftir að bata er náð er ráðlagt að halda áfram lyfjameðferð í fjóra til sex (25) allt að 12 mánuði í fullum skömmtum og hætta síðan, oft með því að lækka skammta smám saman. Hafi einstaklingur fengið síend- urtekin þunglyndisköst, eða hafi hann átt við óvenju langvinnt og erfitt þunglyndi að stríða eða sé orðinn aldraður kemur til greina að halda meðferð áfram árum saman, oft ævilangt. Eldri þunglyndislyf, TCA lyfin, (klómípra- mín, trímípramín, amitriptýlín, nortriptýlín, doxepín, amoxapín, maprótilín) eru heldur erf- iðari í skömmtun heldur en þau nýrri. Vegna aukaverkana þarf oft að hefja meðferð með litl-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.