Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 4
4 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 Ágrip Inngangur: Tilkoma nútíma geðlyfja á sjötta áratugnum gjörbreytti meðferðarmöguleikum og batahorfum geðsjúkra. A síðasta aldarfjór- ðungi hefur sala geðlyfja sveiflast upp og nið- ur, en síðan 1989 hefur hún aukist stöðugt, að- allega vegna tilkomu nýrra geðdeyfðarlyfja, SSRI lyfjanna (selective serotonin reuptake in- hibitors). Þau eru dýr svo að kostnaður vegna geðdeyfðarlyfja hefur rúmlega ferfaldast á meðan lyfjakostnaður í heild hefur aukist um rúm 43%. Tíðni þunglyndisraskana: Þunglyndisrask- anir eru algengar og valda mikilli vanlíðan og eru helsti áhættuþáttur sjálfsvíga. Nærri einn af hverjum fimm landsmönnum mun veikjast af slíkri röskun einhvern tímann á lífsleiðinni, fleiri konur en karlar. A hverjum tíma þjást 5- 8% fullorðinn af þunglyndisröskun. Þær valda miklum beinum og óbeinum kostnaði. Kostnaður: Ætla má að beinn kostnaður vegna þunglyndisraskana hafi ekki verið undir 2,5 milljörðum króna á síðasta ári, þar af 700 milljónir vegna geðdeyfðarlyfja. Greining: Til að greina þunglyndisröskun þurfa sjúklingar að uppfylla ákveðin skilmerki, til dæmis samkvæmt sjúkdómaflokkun Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. Sjúkdómarnir koma oft í köstum, sem hægt er að fyrirbyggja með viðeigandi meðferð. Hluti sjúkdómstilvikanna verða langvinn. Depurð sem er aðaleinkenni þunglyndisrask- ana er einnig algengt einkenni í öðrum sjúk- dómum. Sjúklingar eru oft með fleiri en eina sjúkdómsgreiningu samtímis. Meðferð: Geðdeyfðarlyf eru algengasta og virkasta meðferð við þunglyndisröskunum, en ýmiss konar sértækri samtalsmeðferð er einnig beitt af þeim sem til þess hafa kunnáttu og reynslu. Rétt notkun og val lyfja krefst þekk- ingar og reynslu. Lyfjanotkun: Lyfin verka yfirleitt ekki fyrr en eftir tvær til þrjár vikur og eins og flest lyf sem gera gagn fylgja þeim aukaverkanir hjá sumum sjúklingum. Þær kom oft fram á undan verkun á þunglyndisröskunina. Þetta meðal annars leiðir til þess að meðferðarheldnin er ekki nema í kringum 50%. SSRI lyfin eru auðveldari í skömmtun en TCA lyfin (tricyclic antidepressives) og hefur það ásamt mjög virkri markaðssetningu leitt til hinnar gífurlega auknu sölu á þeim, svo að sölumagnið er meira en svarar til algengis þunglyndisraskana. SSRI lyfin eru viðbót við eldri TCA lyfin. Enn nýrri (og dýrari) lyf hafa á síðustu árum að nokkru komið í stað fyrstu SSRI lyfjanna. Lyfjaávísanir: Það lyfjamagn sem læknar ávísa utan sjúkrahúsa hefur aukist í takt við söluaukninguna. Avísanir heilsugæslulækna sem voru mestar fyrir hafa aukist langmest. Konur sem fá ávísun á geðdeyfðarlyf eru tvisvar sinnum fleiri en karlar, og hlutfallslega miklu fleira eldra fólk fær slíkar ávísanir, þrátt fyrir að sjúkdómsalgengið sé lítt háð aldri. Ætla má að þunglyndisraskanir hafi ekki verið greindar nema hjá hluta þeirra sem fengu geð- deyfðarlyf. Umræða: Þrátt fyrir hina miklu notkun geð- deyfðarlyfja hefur innlögnum vegna þunglynd- israskana á geðdeild Landspítalans, viðtölum hjá geðlæknum og örorkulífeyrisþegum vegna þunglyndis- og kvíðaraskana ekki fækkað og tíðni sjálfsvíga er óbreytt. Hins vegar batna heilsutengd lífsgæði sjúklinga með þunglynd- israskanir við sérhæfða meðferð. Nauðsynlegt er að framkvæma ákveðnar far- aldsfræðilegar rannsóknir til þess að kanna bet- ur hvort og hvað árangri hin mikla lyfjanotkun hafi skilað fyrir heildina og til þess að gera meðferðina markvissari, einkum fyrir hina yngri og þá mest veiku. Við skimrannsókn 1984 á úrtaki fólks á aldrinum 20-59 ára reynd- ist algengi þunglyndis- og kvíðaraskana 16%. Komi í ljós að algengi þessara raskana hafi minnkað í kjölfar hinnar stórauknu notkunar geðdeyfðarlyfja má telja að 700 milljónum króna hafi verið vel varið á síðasta ári.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.