Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 8
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 eru reiðubúnir til að verja öllu sínu fé til að forða því óhjákvæmilega og draga það á langinn. Þar með má segja að allir hefðbundnir verðmætis- mælikvarðar séu ónothæfir og gæðin sem leitað er eftir óskilgreinanleg. Öll þessi atriði valda því að mat á heildarbyrði einstakra sjúkdóma fyrir þjóðfélagið er bæði fræðilega flókið og afar erf- itt í framkvæmd. Kostnaðarliðum má skipta í tvo flokka. Ann- ars vegar er um að ræða persónulegt álag, það er kostnað sem fellur á þá einstaklinga sem fyrir sjúkdómnum verða, sem getur verið af ýmsum toga, svo sem: 1) Lækkun velferðar vegna lakari lífsskilyrða, vegna sjúkdóms- hömlunar, eða vegna kostnaðar af sérstökum neysluþörfum, til dæmis vegna lyfja. 2) Kaup- máttarskerðing vegna breyttra aðstæðna, til dæmis lægri launa vegna skertrar starfsgetu og þess háttar. 3) Verri efnahagur vegna eignatjóns sem gelur verið afleiðing lakari launa. Hins vegar er ýmis kostnaður við sjúkdóma sem fellur á þjóðfélagið svo sem: 1) Kostnaður vegna örorku, 2) vegna lyfjanotkunar, 3) af rekstri sjúkrastofnana og 4) af félagslegri þjón- ustu. Ymsa af ofangreindum kostnaðarliðum er tiltölulega auðvelt að mæla. Það á til dæmis við um flesta af hinum samfélagslegu kostnaðar- liðum. Hins vegar er stærsti hluti hins persónu- lega sjúkdómskostnaðar huglægur og í besta falli illmælanlegur. Sjúkdómar valda lækkun velferðar einstaklinga vegna lakari lífsskilyrða eða þvingaðra neyslubreytinga. Þar sem sjúk- dómar eru ekki neysluvara og hafa þar af leið- andi ekki markaðsverð, eru verulega tæknilegir örðugleikar á að mæla þetta tjón og þar með sjúkdóma í heild sinni. Örðugleikarnir verða jafnvel enn meiri þegar hugað er að því að greina þjóðfélagslegan kostnað við einstaka sjúkdóma, til dæmis þunglyndisraskanir. Þó að hann sé oftast nær auðmælanlegur fyrir alla sjúkdóma í heild, er erfitt að brjóta hann niður og heimfæra á einstaka sjúkdóma, þar eð flestir sjúklingar hafa fleiri en einn sjúkdóm samtím- is. Um einstaka kostnaðarliði Örorka samfara geðsjúkdómum: Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins voru 7.577 einstaklingar á fullum örorkubótum (>75%) 1. desember 1996 og 1.531 einstak- lingur á 65% örorkustyrk. Vegna geðsjúkdóma voru 2.756 einstaklingar á fullum örorkubótum eða meira en 30% af heildarfjöldanum. Aðeins 249 einstaklingar voru á 65% örorku vegna geð- sjúkdóma eða rúmlega 16% þeirra sem slíkar bætur fengu. Á árinu 1996 voru greiddar 3.823 milljónir króna í örorkubætur eða meira en 3,8 milljarðar króna. Af örorkubótum runnu um 35% til geðsjúkra eða rúmir 1,3 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum tryggingayfir- læknis fengu 960 einstaklingar örorkulífeyri vegna þunglyndis og kvíðaraskana og má því gera ráð fyrir að kostnaður þeirra vegna hafi numið 455 milljónum króna. Kostnaður vegna geðlyfja: Með lyfseðla- könnunum hafa verið gerðar rannsóknir á notk- un geðlyfja hér á landi (í Reykjavík) á eins mánaðar tímabili 1984, 1989 og 1993. Staðfest var að notkun sérhæfðra þunglyndislyfja fór mjög vaxandi og var kostnaður vegna þeirra orðinn meiri en 550 milljónir króna árið 1997. Enn hélt sú þróun áfram og var svo komið árið 1998 að útgjöld vegna þessa lyfjaflokks voru kominn í 700 milljónir króna. Kostnaður af rekstri sjúkrastofnana: Þennan kostnaðarlið má sundurgreina í þjónustu stofn- ana annars vegar og hins vegar í þjónustu vegna samskipta við sérfræðinga á stofu og við heilsugæslulækna. Ef gengið er út frá því að kostnaður vegna innlagna á geðdeildir nemi um um 567 milljónum (850 innlagnir í 29 daga (meðallegutími vegna þunglyndisraskana á geðdeild Lanspítalans 1997) á kr. 23.000 á dag (áætluð rekstargjöld 1998 á geðdeild Landspít- alans)), þá er einungis gert ráð fyrir breytileg- um kostnaði. Sé fastakostnaður tekinn með og reiknaður upp eins og hugsanlegur útseldur dagur myndi kosta á geðdeild, þá má hins veg- ar gera ráð fyrir kostnaði (ekki útgjöldum) sem nemur 1075 milljónum króna. Sé áætlað að helmingur viðtala geðlækna (3) sé vegna þung- lyndisraskana er kostnaður þeirra vegna um 68 milljónir, og sé fjöldi samskipta heilsugæslu- lækna vegna þunglyndisraskana svipaður og í Garðabæ (2) er kostnaður þeirra vegna um 55 milljónir. Því má gera ráð fyrir því að þessi kostnaðarliður geti numið um það bil 1,2 millj- örðum króna. Kostnaður af félagslegri þjónustu: Á fjár- lögum fyrir árið 1999 er áætlaðar 2200 milljón- ir til svæðisstjórna fatlaðra. Gera má ráð fyrir því að 25% fatlaðra séu geðfatlaðir og að 37% þeirra séu öryrkjar vegna þunglyndisraskana, sem þurfi þjónustu svæðisstjórna. Gera má því ráð fyrir að 200 milljónir króna séu ætlaðar til

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.