Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 ekki leitað meðferðar og of margir sem það hafa gert hafa ekki fengið fullnægjandi með- ferð (27). Þetta má meðal annars sjá af því að aðeins 0,9% fullorðinna í Reykjavík fengu ávísun á geðdeyfðarlyf utan sjúkrahúsa árið 1984 fyrir að jafnaði aðeins 66 mg á dag af amitriptýlíni (28). Heimilislæknar ávísuðu jafnvel enn minna magni eða 56 mg á dag að jafnaði, sem raunar er sama magn og heimilis- læknar í Bretlandi ávísuðu (29). Vegna þess hve depurð er algengt viðbragð við ýmsum áföllum áttar fólk sig mjög oft ekki á, að depurðin getur líka verið hluti af alvarlegu sjúkdómsástandi; þunglyndisröskun, sem þarfnast sértækrar meðferðar. Depurð er einnig algengt einkenni við ýmsa aðra sjúkdóma eins og meðal annars sést af því hve oft er gripið til geðdeyfðarlyfja án þess að þunglyndisröskun hafi verið greind. En of oft hafa hvorki læknar né sjúklingar áttað sig á að í slíkum tilvikum getur depurðin verið hluti af þunglyndisröskun sem sjúklingurinn hefur samtímis öðrum sjúkdómum. Ónóg með- ferð með TCA lyfjum virðist vera reynsla víðar (30), en einn skilgreindur dagskammtur af ami- triptýlíni er 75 mg sem raunar er ekki nema um helmingur af því sem geðlæknar telja nauðsyn- legt til að sjúklingar með geðlægð nái bata. TCA lyfin þarf að auka hægt hjá sjúklingunum og sum þarf að gefa í fleiri skömmtum á dag. SSRI lyfin eru gefin einu sinni á dag og nægir það í flestum tilfellum. Þannig er miklu auð- veldara að ávísa og taka hæfilega skammta af SSRI lyfjum heldur en TCA lyfjum. Því hefur einnig verið haldið fram að þau hafi færri hlið- arverkanir aðrar en mikinn kostnað. Enn er óljóst hvort réttir sjúklingarnir fá rétta meðferð í réttum skömmtum á réttum tíma og í réttan tíma. Hafa nýju geðdeyfðarlyfin komið í stað eldri lyfja? Er notkun lyfjanna svipuð hér á landi og gerist á örðrum Norður- löndum? Sala geðdeyfðarlyfja nærri ferfaldaðist á 10 árum Sala geðdeyfðarlyfja hefur um langt skeið verið heldur meiri á Islandi en hinum Norður- löndunum. Hún óx smám saman á árunum 1981-1989 með tilkomu nýrra lyfja, sem að vísu voru skyld eldri þríhringlaga geðdeyfðar- lyfjunum (TCA). Árið 1989 var skráð fyrsta geðdeyfðarlyfið af nýrri tegund, sem hamlar sérhæft endurupptöku serótóníns í taugaendum (SSRI lyf) og verkar þannig gegn þunglyndis- röskunum. Þar með byrjaði sala geðdeyfðar- lyfja að aukast á ný og hefur síðan aukist hröð- um skrefum, einkum frá 1993, en síðan hefur salan hátt í þrefaldast (mynd 2), en þre- og hálf- faldast frá 1989 (1). Árið 1996 bættist við enn nýtt lyf, venlafax- ín, sem að verkun er skyldara eldri lyfjunum. Þrátt fyrir hina stórauknu notkun SSRI lyfjanna hefur notkun hinna eldri lyfja, TCA lyfjanna, minnkað lítið og kostnaður þeirra vegna hefur minnkað rúmlega tilsvarandi. Mynd 3 sýnir glöggt hvernig sala SSRI lyfjanna hefur snar- um nýjum geðlyfjum hefur vaxið frá síðari aukist frá miðju áru 1993 og hvernig sala á öðr- hluta árs 1996. SDS* á 1000 íbúa á dag 60-i ■ SSRI lyf □ Önnur lyf t- c\j co ^ Ln,cD,r^ cO)CT,o,í-.cMicoj^-in.co. co CO CO CO 00 COiCO,CO'CO|COia5,CT>iCT))CT>)CT>,CT>,CT> CT CT) CT CT CT CT) CTiCT,CTCT)CTiCT,CTiCT)CT>CT)CTiCT CT CT Ar Mynd 2. Sala geðdeyfðarlyfja 1981-1998. * Skilgreindur dagskammtur.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.