Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 22
22 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 Mynd 11. Heilsutengd lífsgœði þunglyndra í upphafi meðferðar og eftirþrjá mánuði (41). Meðaleinkunn lífsgœða hjá fullorðnum Islendingum er 50. * p<0,05; ** p<0,01. ið rannsökuð og reyndust miklum mun lakari en almennt gerist hjá fólki á sama aldri og raunar lakari á mörgum þáttum en lífsgæði annarra sjúklinga (41). Þremur mánuðum síðar kom í ljós að lífsgæði sjúklinganna höfðu batnað, en samt vantaði verulega á að þau næðu meðaltali fólks almennt (mynd 11). Þessi niðurstaða kallar að sjálfsögðu á betri og virkari meðferð. Tilsvar- andi rannsókn er nauðsynlegt að gera á heilsu- tengdum lífsgæðum sjúklinga, sem fá meðferð með geðdeyfðarlyfjum í heilsugæslunni. Auglýsingar og kynningar á lyfjum Upplýsingar frá lyfjaiðnaðinum í formi aug- lýsinga og kynninga eru venjulega aðgengileg- ar eftir öllum samskiptaleiðum, munnlegum, skriflegum og rafrænum. Miklum peningum er varið í áróður fyrir nýjum lyfjum enda eru upp- lýsingar frá lyfjaiðnaðinum aðgengilegar og aðlaðandi og auðvelt er að melta þær og skilja. Hins vegar er í þessum áróðri, af viðskipta- ástæðum, oftast einungis lögð áhersla á já- kvæða hlið viðkomandi lyfs en horft fram hjá eða lítill gaumur gefinn neikvæðum hliðum. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki á óvart, þar sem aðalmarkmið lyfjafyrirtækis með auglýsingum og kynningum á lyfi er að selja eins mikið og mögulegt er á eins háu verði og mögulegt er. Algengast er að beita svokallaðri „multi- track“ aðferð við kynningar á nýjum lyfjum. Þetta þýðir að upplýsingum er komið á fram- færi eftir mismunandi leiðum. Notast er við lyfjakynna og ráðstefnur og ráðstefnuferðir eru skipulagðar og kostaðar, kynningar og auglýs- ingar birtar í tímaritum, gjafir og viðurkenning- ar gefnar og notast við póstsendingar með upp- lýsingum og áróðri. Frá sjónarhóli lyfjaiðn- aðarins næst hvað bestur árangur með lyfja- kynnum og mun betri en með póstsendingum einum og sér. Iðulega fer yfir 50% af þeim fjár- munum sem eytt er til kynningarstarfs til að greiða lyfjakynnum, sem í sumum löndum geta verið starfandi læknar og lyfjafræðingar á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðum og í apótek- um eða í fullu starfi sem lyfjakynnar. Athugun gefur leitt í ljós að um 12 milljörð- um dollara sé eytt í auglýsingar og kynningar á

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.