Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 17 Hverjir ávísa geðlyfjum? Lyfseðlakannanir En hvaða áhrif hafa SSRI lyfin og önnur ný geðdeyfðarlyf haft? Hafa þau komið í stað gömlu geðdeyfðarlyfjanna? Hefur notendum lyfjanna fjölgað? Hefur kynja- og aldursskipt- ing þeirra breyst? Hverjir ávísa mismunandi aldurshópum þessum lyfjum og hefur dreifing ávísananna milli sérgreina lækna breyst? Gögn Til þess að leita svara við þessum spurning- um voru allir lyfseðlar, sem Reykvíkingar fengu fyrir geðdeyfðarlyfjum í marsmánuði 1984 og 1993 og fengu afgreidda í einhverju apótek- anna í Reykjavík, rannsakaðir að fengnum við- eigandi leyfum. A fyrra tímabilinu fengu 652 sjúklingar 15 ára og eldri ávísað slíkum lyfjum, en 1132 á því síðara. Nú hefur Tryggingastofn- un ríkisins góðfúslega látið í té upplýsingar um aldurs- og kynjaskiptingu þeirra sem fengu geðdeyfðarlyf úr fimm apótekum í Reykjavík og nágrenni í janúar 1999 ásamt upplýsingum um hvaða læknahópar hafi ávísað lyfjunum (31). Samtals voru innleystar ávísanir fyrir 52.575 skilgreindum dagskömmtum handa sjúklingum 15 ára og eldri, sem gera má ráð fyrir að sé handa um 1750 sjúklingum. Gögnin frá 1984 og 1993 voru notuð til að reikna al- gengi geðlyfjanotkunar eftir aldri og kyni, en gögnin frá 1999 til að skoða aldurs- og kynja- skiptingu eftir sérgrein lækna sem ávísa lyfjun- um til samanburðar við fyrri rannsóknirnar. Niðurstöður þessara athugana á lyfseðlum hafa verið skoðaðar í samhengi við þróun sölu geð- deyfðarlyfja frá 1981 mældri í fjölda skil- greindra dagskammta (SDS) á hverja 1000 íbúa á dag. Niðurstöður í mars 1984 fengu 0,7% karla og 1,2% kvenna í Reykjavík geðdeyfðarlyf utan sjúkra- húsa, en í sama nánuði 1993 fengu 1% karla og 2% kvenna 15 ára og eldri slík lyf. Það ár nam sala geðdeyfðarlyfja í heild 25,7 SDS á 1000 íbúa á dag 15 ára og eldri. Algengi lyfjanotkun- arinnar var 0,2-0,4% hjá þeim sem voru undir 35 ára aldri en óx hratt eftir það, einkum hjá konum og náði 3,5% á árinu 1993 hjá konum sem voru 65 ára og eldri. Algengið var meira % 100-T 90- 1984 1993 1999 ■ Geðlæknar □ Lyflæknar ■ Heilsugæslulæknar ■ Aðrir Mynd 6. Dreifmg sjúklinga semfengu geðdeyfðarlyf í einn mán- uð 1984, 1993 og 1999 eftir sérgreinum lœkna. hjá konum en körlum á öllum aldri, en minnst- ur munur í yngstu aldurshópunum (32). Hverjir ávísa geðdeyfðarlyfjum? Sá hópur sem fær lyfin frá geðlæknum hefur farið hlutfallslega minnkandi frá 1984. Þá fengu 38% sjúklinganna lyfin frá geðlæknum, 1984 var hlutfallið komið í 30% og í janúar 1999 var það komið niður í tæp 20%. Hlutur heilsugæslulækna af ávísununum óx úr 41% á árinu 1984 í 60% 1999. Hlutur lyflækna er svipaður 1999 og hann var 1984. Af þessu sést að ávísanir heilsugæslulækna skýra mest af magnaukningunni sem orðið hefur í ávísun geðdeyfðarlyfja (mynd 6). Hverjir fá geðdeyfðarlyf? Hlutfall þeirra sjúklinga sem fá geðdeyfðar- lyf hjá geðlæknum minnkar með hækkandi aldri og eftir því sem fleiri fá lyfin verður þetta meira áberandi eins og sést af myndum 7 og 8. Á árunum 1989 og 1993 fengu 40-50% sjúk- linga á aldrinum 15-34 ára lyfin frá geðlæknum en ekki nema 10% þeirra sem voru yfir 75 ára aldri (mynd 7). Á þessu ári (1999) fær þriðj- ungur þeirra sem eru undir 45 ára aldri lyfin frá

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.