Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 13 legum aukaverkunum væri ákveðnum varúðar- ráðstöfunum varðandi mataræði og annarri samhliða lyfjagjöf ekki gætt. Venlafaxín hamlar endurupptöku serótóníns, noradrenalíns og í minna mæli dópamíns. Mirtazapín auðveldar bæði noradrenerg og serótónín boðskipti í gegnum flókið ferli sem ekki felur í sér endurupptökublokkun. Að auki hefur það áhrif á fleiri taugaviðtaka. Bæði þessi lyf eru talin öruggari í ofskömmtum en TCA og SSRI lyfin. Aukaverkanir venlafaxíns minna meira á SSRI lyfin, en aukaverkanir mirtazapíns eru svipaðar aukaverkunum TCA lyfjanna, en vægari. Aukaverkanir TCA lyfja eru margvíslegar: munnþurrkur, hægðatregða, þvagtregða, óskýr sjón og hjartsláttur. Hjá eldra fólki getur stund- um orðið röskun á minni og ruglástand. Sum þessara lyfja valda sleni og syfju, einkum í byrjun meðferðar. Lyfin hafa veruleg áhrif á hjarta og æðakerfi, geta valdið skyndilegu blóðþrýstingsfalli og röskun á rafleiðni í hjarta. Sum þessara lyfja eru talin geta framkallað krampa, einkum í háum skömmtum. Af öðrum aukaverkunum má nefna þyngdaraukningu og handskjálfta, hvort tveggja nokkuð algengt. Kyndeyfð kemur fyrir sem aukaverkun, en er ekki eins algeng og við notkun SSRI lyfja. I ofskömmtum geta þessi lyf valdið rugl- ástandi, ofskynjunum, blóðþrýstingsfalli, lífs- hættulegum hjartsláttartruflunum og krömpum. Banvænn skammtur getur verið 10-15 faldur dagskammtur en alvarleg eitrunaráhrif geta komið fram við minni ofskammt. Aukaverkanir SSRI lyfjanna eru einnig margvíslegar: algeng eru væg ógleði, niður- gangur, kvíði, höfuðverkur og sviti, einkum við upphaf meðferðar. Handskjálfti og eirðarleysi í fótum kemur einnig fyrir. Slen og syfja sést stöku sinnum. Lyfin hafa minni áhrif á líkams- þyngd en eldri lyfin, þó er einhver hluti sjúk- linga sem þyngist eitthvað í tengslum við með- ferðina. Kyndeyfð og aðrar kynlífstruflanir eru algengar aukaverkanir bæði hjá konum og körlum. Sjaldgæfum lífshættulegum aukaverk- unum hefur einnig verið lýst: Offramleiðslu á þvaghemlandi hormóni (SIADH) og serótónín heilkenninu. Nýlega hefur verið lýst heilkenni sem tengt hefur verið langtímanotkun þessara lyfja, svonefndu sljóleika heilkenni sem lýsir sér með óvirkni, tilfinningaflatneskju, sleni og framtaksleysi. Þetta hefur þó enn ekki verið nægilega rannsakað. SSRI lyfin eru að jafnaði ekki hættuleg í of- skömmtum. Ekkert bendir til að þessi lyf auki á sjálfsvígshættu (eins og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum); meðferð með geðdeyfðarlyfjum af hvaða flokki sem er dregur úr sjálfsvígs- hættu hjá þeim sem hafa þunglyndisraskanir. Hins vegar ber að hafa í huga að tregðan hjá sjúklingum með geðlægð hverfur á undan svartsýni og sjálfsásökunum. Því getur verið mikil hætta á að þeir skaði sig þegar batinn er að koma. Algengar aukaverkanir venlafaxíns eru svip- aðar og sjást við notkun SSRI lyfjanna. Að auki sést stundum hækkun á blóðþrýstingi sem virð- ist skammtatengd. Mirtazapín veldur sleni og syfju, einkum í byrjun meðferðar. Einnig er þyngdaraukning algeng, svo og vægur munnþurrkur og hægða- tregða. Háþrýstingur, blóðþrýstingsfall og svimi geta komið fyrir. Stöku sinnum hefur sést blóðkyrningsfæð (agranulocytosis), sem hefur þó gengið til baka ef meðferð er hætt. Lyfið virðist ekki hafa áhrif á kynlíf. Móklóbemíð getur valdið blóðþrýstingsfalli, óróleika, svefntruflunum, höfuðverk og svima. Það veldur hins vegar ekki kyndeyfð. Meðferðarheldni: Meðferðarheldni virðist vera heldur betri við notkun SSRI lyfja en eldri lyfja. Það tengist að líkindum vægari auka- verkunum, einkum við upphaf meðferðar, og auðveldari skömmtun. Athuganir hafa sýnt að meðferðarheldni sjúklinga sem þurfa að taka lyf í lengri tíma er aðeins 50%. Hægt er að bæta heldnina með öflugri fræðslu, reglubundnum samskiptum við lækni og auðveldari skömmt- un (ein eða tvær töflur teknar einu sinni á dag). Nýlegar yfirlitsrannsóknir hafa sýnt að gagnsemi SSRI og TCA lyfja virðist vera svip- uð (25) og fjöldi sem hættir töku SSRI lyfja áður en bata er náð er aðeins lítið en greinilega minni en þeirra sem taka TCAlyf (10). Því ættu læknar að taka tillit til verðs lyfjanna og varla að taka dýrari lyf fram yfir ódýrari, heldur verður að leggja áherslu á hvaða lyf hverjum einstökum sjúklingi hentar best og hvað hann þolir best (26). Æskilegt er að ekki þurfi að ávísa fullum mánaðarskammti strax í byrjun meðferðar, heldur sé hægt að byrja með að ávísa minna magni til að sjá hvort lyfið þolist og verkar. Vangreining og ónóg meðferð Of margir sjúklingar með geðraskanir hafa

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.