Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 12
12 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 um skömmtum og hækka smám saman upp í fulla skammta. Mikill munur er á milli einstak- linga á hvað reynist hæfilegur dagskammtur og geta lyfjamælingar í blóði stundum aðstoðað við að meta hvort hæfileg skammtastærð hafi verið notuð og til að meta hugsanleg eituráhrif. Sérstakrar varúðar þarf að gæta við notkun þessara lyfja hjá eldri einstaklingum og hjá þeim sem hafa alvarlega hjarta- og æðasjúk- dóma eða eru á flókinni lyfjameðferð. Þessi lyf geta verið banvæn í ofskömmtum og þarf að gæta varúðar hjá þeim sem taldir eru í sjálfs- vígshættu og að börn nái ekki að taka lyfin af slysni. Læknum með litla reynslu í meðferð þunglyndisraskana hættir oft til að nota of litla skammta af þessum lyfjum og vanmeta því gjarnan gagnsemi þeirra. Nýju lyfin, SSRI lyfin, (flúoxetín, cítaló- pram, paroxetín og sertralín) eru auðveldari í notkun í byrjun meðferðar og skömmtun ein- faldari. Þau þolast almennt betur hjá eldra fólki og hjartveikum og hafa færri milliverkanir með öðrum lyfjum. Þau eru sjaldnast banvæn í of- skömmtum. Tvö ný lyf, mirtazapín og venlafaxín eru ekki af gerð sérhæfðu blokkara serótónín end- urupptöku (SSRI) og virðast hafa verkunarsvið líkt og eldri lyfin. Ekki er enn komin veruleg reynsla af notkun þeirra hérlendis. Bæði eru talin hættulítil í ofskömmtum, hafa litlar milli- verkanir með öðrum lyfjum og þolast vel, en venlafaxín er mun flóknara í skömmtun en önnur nýrri lyf. Eitt lyf, míanserín, fellur líka „utan flokka“ en hefur verið lengi á skrá. Það er nú orðið mest notað með öðrum þunglyndislyfjum, sér- staklega SSRI lyfjunum, til að bæta svefn. Aðeins einn MAO blokkari (MonoAmine Oxidase) er í notkun hérlendis, móklóbemíð. Það þolist nokkuð vel og er hættulítið í of- skömmtum, en stilla þarf skammta nokkuð ná- kvæmlega til að æskilegur árangur náist. Nokkrar ábendingar aðrar en algengar þung- lyndisraskanir eru skráðar hérlendis fyrir notk- un geðdeyfðarlyfja. Af eldri lyfjum hefur að- eins trímípramín skráða sérstaka ábendingu er varðar svefnleysi og kvíða í tengslum við geð- lægð. Flúoxetín er skráð fyrir matgræðgiköst (skammtímameðferð), þráhyggjusýki og þung- lyndi sem á sér ytri orsakir. Cípramíl, paroxetín og sertralín eru skráð fyrir felmtursröskun með eða án víðáttufælni. (24). Þótt kvíðaábendingar séu ekki skráðar hér- lendis fyrir flest eldri lyfjanna eru þau ekki síð- ur gagnleg í felmtursröskun en SSRI lyfin og eitt þeirra, klómípramín, hefur sannað gildi sitt í þráhyggjusýki. Eins og áður er getið er orðið algengt að geð- deyfðarlyf, bæði af eldri og nýrri flokkum séu notuð við margvíslegar aðrar geðraskanir þótt gagnsemi sé ekki staðfest með vissu, til dæmis við almennan kvíðasjúkdóm, áfallastreitu, ein- falda fælni og félagsfælni, vímuefnamisnotk- un, brottfallseinkenni geðklofa, persónuleika- raskanir, langvinna verki og mígreni. Vegna þess hversu einföld SSRI lyfin eru í notkun og vegna ítarlegra kynninga lyfjafyrirtækja er hugsanlegt að þessi notkun hafi aukist til muna á seinni árum. Frábendingar: Helstu frábendingar eldri lyfja (TCA lyfja) eru nýlegt hjartadrep og aðrir alvarlegir hjartasjúkdómar, ómeðhöndluð þrönghomsgláka og nýlegar eitranir af völdum áfengis og annarra vímuefna. Sérstakrar varúð- ar þarf að gæta við flogaveiki, stækkun á blöðruhálskirtli og lifrarkvilla. Frábendingar við SSRI lyfin eru færri, helst skert nýrna- og lifrarstarfsemi við paroxetín og minnst er á varúð gagnvart öldruðum, við flogaveiki, alvarlega nýmabilun og nýlegt hjartadrep hjá flúoxetíni (17,19,24). Verkun og aukaverkanir geðdeyfðarlyfja, meðferðarheldni (17,18,24) TCA lyfin hindra endurupptöku boðefna milli taugafrumeinda; þau eru noradrenalín, serótónín og í minna mæli dópamín. Þessi áhrif eru talin tengjast verkun lyfjanna. Að auki blokka lyfin nokkra viðtaka í miðtaugakerfi (múskarín-kólinerg-, H1 histamín- og alfa adrenerga- viðtaka) og tengjast þau áhrif auka- verkunum lyfjanna. SSRI lyfin blokka endumpptöku serótónín boðefnisins en ekki noradrenalíns og þau hafa ekki áhrif á múskarín-kólinergu-, H1 histamín- eða alfa-adrenergu viðtakana. Þessi sérhæfða verkun skýrir að þau hafa færri hættulegar auka- verkanir og em sjaldnast banvæn í ofskömmtum. Móklóbemíð (MAO blokkari) eykur mónó- amín boðefni milli taugafrumuenda með því að lama enzým (monamineoxidase) sem hamlar virkni boðefnanna. Gagnstætt eldri MAO blokkerandi lyfjum (sem ekki eru lengur á skrá á íslandi) er þessi enzýmlömun viðsnúanleg og því er móklóbemíð öruggara í notkun en sam- bærileg eldri lyf, en þau gátu valdið lífshættu-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.