Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIR1T 38 9 þjónustu við geðfatlaða með þunglyndisrask- anir. Óbeinn kostnaður: Obeinn kostnaður vegna sjúkdómsraskana felur í sér það persónulega tjón sem sjúklingar og aðstandendur verða fyrir. Hefðbundnar aðferðir til að meta það tjón felast í að meta framleiðslutap eða tekjutap aðila. Til dæmis ef sjúklingur hlýtur örkumlun, en hefði átt 10 full starfsár eftir. Þá kemur til álita bæði tap þjóðfélagsins að missa nýtan þjóðfélagsþegn svo og tap sjúklings og hans nánustu. Þetta atriði er oftast einhver kostnað- arsamasta afleiðing örorkunnar. Margar gerðir velferðarmælinga hafa verið þróaðar á undan- förnum árum til að reyna að fóta sig á hinum óbeina kostnaði og er svo sem engin aðferð betri eða verri. Allir hneigjast þó að því að óbeini kostnaðurinn sé miklum mun hærri en sá beini og geti orðið allt að sjö sinnum meiri en beini kostnaðurinn (15). Samkvæmt ofansögðu gæti óbeini kostnaðurinn því numið 17-18 milljörðum króna á íslandi og heildarkostnaður vegna þunglyndisraskana gæti því verið rúmir 20 milljarðar króna á ári fyrir íslenskt þjóðfé- lag. Niðurstaða Áður er vikið að því að Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin telji þunglyndisraskanir fjórðu mik- ilvægustu ástæðuna fyrir glötuðum árum vegna fötlunar og að samkvæmt bandarískri rannsókn (10) megi áætla heildarkostnað Islendinga vegna þessara raskana um þrjá milljarða króna. Þessi kostnaður skiptist milli beinna útgjalda og framleiðslutaps. Síðastnefnda liðinn er erfitt að áætla, meðal annars vegna þess að þar koma til tapaðar tekjur sjúklinganna sjálfra og þeirra sem annast þá og aðstoða. Heildarkostnaður vegna þunglyndisraskana er þó sennilega mun meiri en sá sem bandaríska rannsóknin nefnir, þótt 20 milljarðar séu sennilega vel í efri kant- inum, þegar lagður er saman útlagður kostnað- ur íslendinga og glötuð tækifæri þeirra vegna þunglyndisraskana á ári hverju. Greining og meðferð þunglyndisraskana Þunglyndisröskunum má gróft skipta í þrjá aðalflokka, geðlægðir (major depressions), óyndi (dysthymia, neurosis depressiva) og að- lögunarraskanir með depurð (adjustment dis- orders with depressed mood), sem hafa mis- munandi gang og þarfnast mismunandi með- ferðar. Þessum aðalflokkum er skipt í fjöl- marga undirflokka eftir því hvaða einkenni og kvartanir sjúklingarnir hafa, hversu alvarleg og mikið hamlandi þau eru, hve oft sjúklingarnir hafa veikst og hve langvinn veikindin eru (16). Vegna þess hve vel allir þekkja depurð og leiða og margir halda að slíkar tilfinningar séu alltaf eðlilegar og einfalt fyrir hvern sem er að hrista þær af sér án aðstoðar er nauðsynlegt að rifja upp kvartanir og einkenni sem þurfa að vera til staðar samtímis til þess að greina þung- lyndisröskun. f geðlægð (major depression) finnur sjúk- lingurinn sig breyttan og eru geðslagslækkun, þrekleysi og/eða almennt áhugaleysi kjarni kvartananna og þeirra einkenna sem aðrir taka eftir. Auk þess þarf minnst tvennt af eftirtöldu að vera til staðar: 1) minnkað sjálfstraust eða sjálfsmat, 2) sjálfsásakanir eða sektarkennd, 3) dauða- eða sjálfsvígshugsanir, 4) einbeitingar- eða hugsanaörðugleikar, 5) eirðarleysi eða tregða, 6) svefntruflanir og 7) breyting á matar- lyst eða líkamsþyngd. Fólk getur veikst á hvaða aldri sem er, sjaldan fyrir 10 ára aldur og sjaldan í fyrsta sinn eftir 60 ára. Slíkar geð- lægðir vara yfirleitt í fjóra til sex mánuði án meðferðar, en geta jafnvel varað í mörg ár; upp undir þriðjungur tilfella er talinn verða lang- vinnur og fleiri konur en karlar veikjast. Gera má ráð fyrir að sjúklingarnir veikist aftur fimm til sex sinnum á ævinni. Dánarlíkur sjúklinga með geðlægð eru tvöfalt hærri en almennt ger- ist, einkum vegna meiri tíðni sjálfsvíga, en einnig af öðrum orsökum. Sjúklingarnir nota meiri heilbrigðisþjónustu en almennt gerist, ekki aðeins vegna geðlægða heldur líka af öðr- um ástæðum Óyndi (dysthymia) er röskun sem hrjáir urn það bil helming sjúklinga með þunglyndisrask- anir. Það er langvarandi og þarf að hafa staðið í meira en tvö ár, lítt breytt eða með minni háttar sveiflum. Að minnsta kosti þrjú af eftirtöldum

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.