Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 23 lyfjum í Bandaríkjunum á hverju ári (42). Al- þjóðarannsókn sýndi að dæmigerð lyfjafyrir- tæki eyði um 35% af söluverði lyfja í auglýs- ingar og kynningar (43). Norsk athugun leiddi í Ijós að lyfjaiðnaður- inn eyðir sem samsvarar um 45.000 dönskum krónum á hvern lækni í landinu í lyfjakynning- ar á ári (44). Samsvarandi tölur hér á landi væri um hálf milljón króna á hvern lækni eða með öðrum orðum að um 500 milljónum króna væri eytt hér á landi til kynninga á lyfjum á hverju ári. Lyfjafyrirtæki myndu ekki eyða svo mikl- um fjármunum í lyfjaauglýsingar og kynningar ef þær hefðu ekki áhrif. Kynningar á lyfjum eru einnig af viðskipta- ástæðum gefnar út sem fréttatilkynningar og/ eða vísindagreinar í oft á tíðum virtum vísinda- tímaritum. Flestar vísindaráðstefnur eru fjár- magnaðar af lyfjaiðnaðinum. Skilin milli áróð- urs og hlutlausra upplýsinga eru ekki alltaf skýr. A undanfömum mánuðum og misserum hefur lyfjaáróðri í vaxandi mæli verið beint til neyt- enda í stað lækna og heilbrigðisstarfsfólks. Fréttaþyrstir fjölmiðlar hafa reynst auðveld bráð og verið fljótir að kynna hin ýmsu kraftaverka- lyf, bæði hefðbundin og óhefðbundin. Einnig hefur spjótum verið beint að hinunr ýmsu sjúk- lingasamtökum sem oftar en ekki þrýsta á lækna og heilbrigðisyfirvöld um að taka ný lyf í notk- un. Þá hefur alnetið verið óspart notað í þessum tilangi. A netinu er auðvelt að nálgast óábyrgar og villandi upplýsingar um ýmis vinsælustu, lyfseðilsskyldu lyfin eins og til dæmis Prozac, Viagra og vaxtarhormón og panta þau í pósti. Kynningarstarf lyfjaiðnaðarins getur þó haft almennt gildi og gefið vísbendingu um nýja þróun í lyfja- og læknisfræði. Hins vegar er ekki ráðlegt að reiða sig eingöngu á upplýsing- ar frá lyfjaiðnaðinum. Slíkt leiðir gjarnan til óskynsamlegra lyfjaávísanna, bæði með tilliti til kostnaðar og gæða. Læknar þurfa að vera gagnrýnir og kynna sé óháðar upplýsingar og samanburðarrannsóknir áður en þeir taka í notkun nýtt lyf eða nýja meðferð. I mörgum löndum er reynt að sporna við óheppilegum lyfjaáróðri. Lyfjaiðnaðurinn, ein- stök fyrirtæki, læknasamtök og ýmsar aðrar heilbrigðisstéttir hafa víða sett sér siðareglur. Heilbrigðisyfirvöld, til dæmis á Evrópska efna- hagssvæðinu þar með talið hér á landi, hafa hert reglur um auglýsingar og kynningar á lyfj- um. Ráðuneytið, landlæknisembættið og Tryggingastofnun ríkisins hafa á undanförnum árum unnið að og gefið út leiðbeiningar um lyfjaval í samráði við Félag íslenskra heimilis- lækna (45). í leiðbeiningunum sem einkum eru ætlaðar heilsugæslulæknum er meðal annars fjallað um geðdeyfð og val á geðdeyfðarlyfj- um. Sem fyrsta lyf við geðdeyfð er í þessum leiðbeiningum mælt með flúoxetíni. Geta má þess að ef leiðbeiningarnar hefðu verið teknar það alvarlega að flúoxetín hefði alltaf verið notað á síðasta ári í stað hinna þriggja SSRI lyfjanna sem eru á skrá (ATC-flokkar N06AB- AX) hefði kostnaður vegna þessara lyfja orðið 318 milljónir króna í stað um 487 milljóna. Þetta sýnir að val lyfja getur skipt verulegu fjárhagslegu máli. Alnetið hefur valdið heilbrigðisyfirvöldum og reyndar víða einnig lyfjaiðnaðinum, vaxandi áhyggjum þar sem erfitt virðist vera að koma yfir það lögum og reglum. Þess má geta að Norræna lyfjanefndin (NLN), sem er sam- starfsvettvangur Norðurlanda í lyfjamálum á vegum Norðurlandaráðs, hefur ákveðið að efna til ráðstefnu með norræna lyfjaiðnaðinum næsta haust um lyfjaauglýsingar og kynningar á alnetinu. Vonast er til að heilbrigðisyfirvöld og lyfjaiðnaðurinn á Norðurlöndum geti náð samkomulagi á þessari ráðstefnu um gerð siðareglna eða nokkurs konar gæðastaðla um lyfjaupplýsingar og kynningar á alnetinu.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.