Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 10
10 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLG1RIT 38 einkennum þurfa að vera til staðar: 1) þrekleysi eða lítil virkni, 2) svefnerfiðleikar, 3) lítið sjálfstraust eða getuleysi, 4) einbeitingarörðug- leikar, 5) hætt við gráti, 6) lítill áhugi eða ánægja, 7) vonleysi, 8) finnst allt erfitt, 9) svartsýni og grufl vegna fortíðarinnar, 10) innhverfa og 11) þögli. Þó að þessir sjúklingar njóti sín ekki sem skyldi er ástand þeirra ekki eins hamlandi og þeirra sem hafa geðlægð og þeir geta yfirleitt ekki bent á ákveðna breytingu á sér eins og geðlægðarsjúklingarnir. Ástand sjúklinganna er oft breytilegt eftir aðstæðum. Þriðji flokkurinn er aðlögunarraskanir með þunglyndiseinkennum, sem koma í kjölfar áfalla eða meiri háttar breytinga í lífi fólks. Kvartanir og einkenni ná hvorki fjölda eða styrk þess sem sést hjá sjúklingum með geð- lægð eða óyndi og standa stutt, venjulega skemur en sex mánuði. Vanlíðanin getur þó staðið allt að tveimur árum í undantekningartil- vikum. Einnig geta þessar aðlögunarraskanir þróast í langvarandi geðlægð eins og stundum sést við óeðlilega langvarandi sorg. í þessum flokki ber að telja aðlögunarraskanir með dep- urð hjá sjúklingum með alvarlega líkamlega sjúkdóma. Þar fyrir utan eru þunglyndisein- kenni sem geta verið aukaverkun af ýmiss kon- ar lyfjameðferð, eins og til dæmis sterameðferð og meðferð með lyfjum gegn háþrýstingi. Af framansögðu er ljóst að sjúkdómsgrein- ing skiptir verulegu máli fyrir rétta meðferð, hvenær á að gefa geðdeyfðarlyf, hvenær á að beita samtalsmeðferð og hvenær þarf að leggja áherslu á breytingar á félagslegum aðstæðum eða bót á líkamlegu heilsufari. Depurð sem einkenni við aðrar raskanir (17,18) Depurð getur verið fylgifiskur annarra geð- raskana; hún er algeng hjá þeim sem hafa kvíðaraskanir, persónuleikaraskanir, átraskan- ir, vímuefnamisnotkun og geðklofa. Þunglynd- isröskun er oft greind sérstaklega ef full skil- merki eru fyrir hendi til dæmis í kvíðaröskun- um eða persónuleikaröskunum en stundum er umdeilanlegt hvort líta beri á depurðareinkenni sem þátt í öðrum geðsjúkdómi, svo sem geð- klofa. Depurð kemur fyrir hjá þeim sem hafa ýmiss konar aðrar raskanir í miðtaugakerfi, svo sem vegna Parkinsonsveiki, heilaáverka, blóðrásar- truflana í heila og heilabilunar. Þá er depurð vel þekkt einkenni í tengslum við margvíslega aðra sjúkdóma og má þar nefna raskanir á blóðsölt- um, vítamínskort, ristilkrampa, lifrarsjúkdóma, skjaldkirtilssjúkdóma, sykursýki, hjartasjúk- dóma, lungnasjúkdóma, krabbamein í briskirtli og lungum, heilaæxli, blóðleysi og gigtsjúk- dóma. Þegar depurð er einkenni um aðra röskun getur verið álitamál hvort meðhöndla eigi með geðdeyfðarlyfjum ef einstaklingur hefur ekki full skilmerki um þunglyndisröskun. Á seinni árum hefur þó verið vaxandi tilhneiging í þá átt, ef til vill að nokkru tengd því að nýrri lyfin eru auðveldari í notkun, lækka til dæmis síður krampaþröskuld og hafa minni áhrif hjarta- og blóðþrýsting, hafa færri milliverkanir með öðr- um geðlyfjum, til dæmis hjá geðklofasjúkling- um og eru hættuminni í ofskömmtum, til dæm- is hjá persónuleikaröskuðum og vímuefnamis- notendum. Notagildi lyfjanna í þessum tilvik- um hefur þó sjaldnast verið staðfest með óyggjandi hætti þótt klínísk reynsla bendi til að þau geti komið að gagni. Notagildi þunglyndislyfja í kvíðaröskunum er hins vegar vel staðfest, bæði í felmtursrösk- un, þráhyggju og áráttu og jafnvel félagsfælni, hvort sem með fylgja depurðareinkenni eða ekki. Einnig koma þau að gagni við sumar teg- undir átraskana, svo sem lotugræðgi. Meðferð (17,19) Meðferð þunglyndisraskana getur verið með ýmsum hætti og fer eftir hversu alvarleg ein- kenni eru og hvers eðlis, hvort framkallandi þættir í umhverfi séu til staðar, hvaða stuðning einstaklingurinn hefur frá fjölskyldu og öðru félagsneti og hvort aðrar raskanir séu til staðar til dæmis vímuefnamisnotkun eða persónu- leikaröskun. Aðrir þættir geta einnig haft áhrif á val meðferðarúrræða, svo sem þungun, brjóstagjöf og val einstaklingsins sjálfs. Meðferð tvískauta þunglyndisröskunar og þunglyndis með sturlunareinkennum er sér- hæfð og að nokkru frábrugðin annarri geð- deyfðarmeðferð og verður ekki fjallað nánar um hana hér. Líffræðileg meðferð, það er að segja lyfja- meðferð eða raflost, er alger nauðsyn í alvar- legum þunglyndisköstum. Einkenni um inn- læga geðlægð (melancholia) (20), mjög lang- varandi eða síendurtekin þunglyndisköst eru einnig vísbendingar um gagnsemi lyfjameð- ferðar umfram aðra meðferð. í alvarlegum geð- lægðarköstum og þar sem merki um innlæga

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.