Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 19 Aldurshópar □ 65+ m 55-64 □ 45-54 □ 35-44 ■ 25-34 □ 15-24 % 100- 90- 80- 70- 60- 50- 40 30 20 10 0 Ibúar Ávísanir Mynd 9. Aldursdreifing íbúa (15 ára og eldri) og magns ávísaðra geð- deyfðarlyfja íjanúar 1999. lyfjamanginu en þau 15% sem voru yfir 65 ára aldri fengu nærri 30% lyfjanna. Konur fengu rúmlega tvo þriðju hluta lyfjanna eins og áður. Sé gert ráð fyrir að það magn geðdeyfðarlyfja sem var selt á árinu 1998 dreifist með sama hætti eftir aldri og kyni, má áætla að fjöldi SDS á dag á 1000 konurl5 ára og eldri hafi verið 91, en tæplega 40 fyrir karla. Aætlaður fjöldi SDS á aldrinum 15-24 ára var 16,5 en 120 hjá þeim sem voru 65 ára og eldri. Umræða um breytingar síðustu 10 ára Á níunda áratugnum óx sala geðdeyfðarlyfja smám saman, en eftir tilkomu SSRI lyfjanna hefur hún stóraukist án þess að nokkuð hafi bent til faraldurs þunglyndisraskana. Gagnstætt því sem búast hefði mátt við hafa SSRI lyfin ekki komið í stað TCA lyfjanna. Á árinu 1998 náði sala geðdeyfðarlyfja þeim fjölda dag- skammta sem svaraði til þess algengis þyng- lyndisraskana sem áður hefur verið áætlað. Sala geðdeyfðarlyfja er muni meiri á íslandi en hinum Norðurlöndunum, þrátt fyrir að algengi þunglyndisraskana sé svipað. Notkun verkja- lyfja sem er meiri í sumum löndunum nægir ekki til að jafna þennan mun. Mánaðaralgengi notkunar geðdeyfðarlyfja í Reykjavík 1993 var svipað ársalgengi í Danmörku 1991 (33) og í Svíþjóð 1988 (34). Reynsla hefur sýnt að SSRI lyfjunum er yfir- leitt ávísað í nægjanlegum skömmtum gagnstætt því sem á við um TCA lyfin (29). Því má gera ráð fyrir að meðferðarþörfinni sé mætt á íslandi og kannski vel það. Þetta er þó því miður líklega ekki rétt eins og sjá má af því að algengi þung- lyndisraskana er 5-8% hjá fólki yfir 15 ára aldri og hvemig algengi notkunar geðdeyfðarlyfjanna breytist eftir aldri. Þegar á árinu 1993 hafði notkunaralgengið náð helmingi algengis þung- lyndisraskana, en hafði verið næstum óbreytt frá 1984 í yngstu aldurshópunum, eða undir 0,5%. Þetta getur bent til að ungt fólk leiti sér ekki meðferðar nema geðlægð sé svo alvarleg að þörf sé aðstoðar geðlæknis. Eða það getur bent til þess, að þunglyndisraskanir séu ekki greindar í heilsugæslunni með þörf fyrir meðferð. Aðeins 13% af geðdeyfðarlyfjum sem heilsugæslulækn- ar ávísuðu í janúar 1999 voru handa þeim sem vom undir 35 ára aldri, en 38% af því sem geð- læknar ávísuðu vom handa svo ungu fólki. Þá ber að hafa í huga að erlendar rannsóknir hafa sýnt að heilsugæslulæknar hafa ekki greint þunglyndisraskanir hjá nærri öllum sem þeir ávísa geðdeyfðarlyfjum. I nýlegri rannsókn í Helsinki sögðu læknarnir að 24% sjúklinga sem fengu geðdeyfðarlyf hefðu fengið þau vegna kvíðaraskana, verkja eða af öðrum ástæðum en þunglyndisröskun (35). Þá ber að hafa í huga að meðferðarheldni er vandamál og um helmingur sjúklinganna hættir fljótlega að taka lyfin, held- ur fleiri hætta við TCA lyf en við SSRl lyf (10,11). Það er því örðugleikum bundið að ákvarða hvert sé raunverulegt algengi notkunar lyfjanna.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.