Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 7 una fyrir glötuðum árum vegna fötlunar og ger- ir ráð fyrir að eftir 20 ár hafi þær náð þeim vafasama heiðri að vera í öðru sæti. Kostnaður, beinn og óbeinn, vegna þunglyndisraskana er gífurlegur (varla undir 3 milljörðum króna á ári samkvæmt bandarískri rannsókn (10)) eins og nánar verður gerð grein fyrir. Samfara þung- lyndisröskunum eru oft aðrar geðraskanir, einkum kvíðaraskanir og/eða líkamlegir sjúk- dómar, sem þarfnast meðferðar. Öfugt við þetta Kostnaður vegna Inngangur Þunglyndisraskanir valda einstaklingum og þjóðfélaginu miklum kostnaði á ári hverju. Rannsóknir eða samantekt á þessum kostnaði hefur að vísu ekki verið gerð hér á landi, en er- lendar rannsóknir hafa sýnt mismikinn kostnað eftir því hvað hefur verið tekið með í reikning- inn. Á síðustu árum hefur áhugi fyrir kostnaðar- reikningum aukist, ekki síst vegna þess að lyfja- framleiðendur hafa haft áhuga á að réttlæta hátt lyfjaverð og sýna fram á að nýju lyfin spöruðu annan kostnað. Útreikningarnir byggja yfirleitt á líkönum þar sem teknir eru með þættir sem máli skipta. Margir slíkir útreikningar hafa verið nýju lyfjunum í hag (11), en aðrir hafa ekki sýnt mun eða verið eldri lyfjunum í hag (12). I skýrslu nefndar um stefnu í geðheilbrigðis- málum er lítillega komið inn á þennan þátt og skýrt frá þeim mælikvörðum sem hefur verið beitt erlendis til að nálgast verkefnið og sýna hve kostnaðurinn er mikill (2). Þannig er talið að geðsjúkdómar Breta séu orsök 14% fjarvista frá vinnu, þeir valdi 14% af kostnaði við legu- deildir og 23% af lyfjakostnaði (13). I athugun Alþjóðabankans og Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (14) kemur fram að byrð- in sem kemur í kjölfar geðsjúkdóma hefur verið alvarlega vanmetin um heim allan. Er þá einkum átt við sjúkdómana þunglyndi, áfengis- sýki og geðklofa, sem valda nær 11% af sjúk- dómabyrði heimsins, þótt þeir valdi einungis 1% allra dauðsfalla. Hingað til hefur ekki verið lögð áhersla á örorku og þann missi í lífsgæð- um sem sjúkdómarnir hafa í för með sér fyrir sjúklingana og aðstandendur þeirra. Af 10 sjúk- dómum eru fimm geðsjúkdómar taldir helstu orsakavaldar örorku í heiminum. I fyrsta sæti eru þunglyndisraskanir, áfengisofneysla er í eru líkamlega veikir sjúklingar oft með þung- lyndisraskanir, sem oft eru ekki greindar en þarfnast sérstakrar meðferðar. Það er því eftir miklu að slægjast með því að draga úr þunglyndisröskunum eða með því að koma í veg fyrir þær. Það er hægt með vandaðri greiningu og meðferð sem styttir hvert sjúk- dómstímabil og getur fækkað endurteknum veikindatímabilum, bætt lífsgæði og dregið þannig úr eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu. þunglyndisraskana fjórða sæti, tvískauta (bipolar) lyndissjúkdóm- ar í því sjötta og í níunda og 10. sæti eru geð- klofasjúkdómar og áráttu-þráhyggjusjúkdómar. Framtíðarspár gera ráð fyrir að mesta aukn- ingin verði í geð- og taugasjúkdómum þannig að fram til ársins 2020 má gera ráð fyrir því að þessir sjúkdómar muni valda 15% af sjúkdóma- byrðinni og eru þær tölur meira í takt við nið- urstöður breskra rannsókna um ástand mála þar í dag. Hvernig skal meta kostnað við þunglyndisraskanir? Þegar meta á kostnað vegna þunglyndisrask- ana koma upp ýmis vandamál við framkvæmd- ina. Mat á sjúkdómabyrði er hagfræðilegt við- fangsefni, sem er nokkuð sérstakt vegna eðlis sjúkdómanna. Þeir hafa ekki markaðsverð og fjöldi atriða sem máli skipta verða ekki metin nema óbeint. Verðgildi sjúkdóma má að nokkru ráða af þeim kostnaði sem einstaklingar og stofnanir leggja í vegna meðferðar og af þeim óræðu stærðum sem fylgja vinnutapi, menntun- artapi og ánauð aðstandenda. Sjúkdómar valda beinum og óbeinum kostn- aði. Rekstrarkostnaður sjúkrahúsa og annarra stofnana, Tryggingastofnunar ríkisins og lyfja- kostnaður er mælanlegur, en á hinum ófull- komna markaði óbeins kostnaðar verður að beita mati á því ónæði og vinnutapi sem sjúkdómar valda vegna þess að gæðin sem glatast eru sér- stök og persónubundin. Sjúkdómar sem gagn- taka einstaklingana, hafa í för með sér ytri áhrif eins og bindingu aðstandenda, almenna samúð og áhrif á framleiðslu í samfélaginu. Sumir sjúk- dómar, sem gagntaka sjúklingana og leiða þá að lokum til dauða, geta orðið svo kostnaðarsamir fyrir viðkomandi og aðstandendur þeirra, að þeir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.