Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIR1T 38 21 Hlutfallsfjöldi 80—1 70- 60- 50- 40- 30- 20- 10- 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 —* *— Stofu- og göngudeildarviðtöl á 100 íbúa >15 ára —•— SDS* á 1000 íbúa >15 ára Innlögn á Lsp/10.000 íbúa >15 ára Sjálfsvíg á 100.000 íbúa Mynd 10. Sala geðdeyfðarlyjja (1), stofu- (3) og göngudeildan’iðtöl (2)** geðlœkna, iimlagnir á geðdeild Landspítalans (2) og sjálfsvíg (39,40***) 1989-1998. * Skilgreindur dagskammtur. ** Fjöldi göngudeildarviðtala á geðdeild Borgarspítalans er áætlaður sum árin út frá reynslu áranna 1992-1996. *** Sjálfsvígstölur 1996 eru bráðabirgðatölur birtar með góðfúslegu leyfi Hagstofunnar. að 12% landsmanna hafi verið í þunglyndis- meðferð með lyfjum á árinu. Ætla má að ein- hverjum í þessum hópi hafi verið ávísað geðdeyfðarlyfjum vegna kvíðakvilla. Sé fjölda samskipta í Garðabæ vegna kvíðaraskana bætt við þunglyndisraskanirnar verður samskipta- fjöldinn ekki nema 5,5% af samskiptafjölda fullorðinna í allt á árinu 1996 (2,36). Fjöldinn sem fær geðdeyfðarlyf á einu ári er því helm- ingi meiri og nálgast algengi þunglyndis- og kvíðaraskana sem fannst við skimleit 1984 hjá 20-59 ára fólki og reyndist vera 16% (4). Ljóst er af klínískri reynslu að miklum fjölda sjúklinga með geðlægð hefur batnað vegna lyfjameðferðarinnar og enginn vildi vera án hennar, þó að ekki sé ljóst hvaða áhrif hún hefur haft í víðara samhengi. Þrátt fyrir stóraukna notkun geðdeyfðarlyfja hefur sjálfsvígum ekki fækkað, innlögnum á geðdeild Landspítalans vegna þunglyndisraskana hefur ekki fækkað og viðtölum við geðlækna á göngudeildum og á einkastofum hefur ekki fækkað (mynd 10). Al- gengi örorku vegna þunglyndis- og kvíðarask- ana hefur ekki minnkað frá því sem var 1976 samkvæmt upplýsingum tryggingayfirlæknis. Við þennan samanburð þarf að hafa í huga að í honum er meira af ungu fólki, sem ef til vill hef- ur ekki fengið næga meðferð og því ekki við miklum breytingum að búast. En vera má að enn eigi eftir að verða breytingar á þessum þáttum. Einnig getur verið að eins víðtæk meðferð með geðdeyfðarlyfjum og raun ber vitni hafi dregið úr notkun annarrar heilbrigðisþjónustu og stytt veikindatíma vegna annarra sjúkdóma, en það er vel þekkt að þunglyndisraskanir hafi áhrif á ýmsa aðra sjúkdóma, gang þeirra og horfur. Til þess að rannsaka hvort þessi lyfjanotkun hafi skilað árangri er nauðsynlegt meðal annars að gera nýja skimrannsókn eins og þá sem gerð var 1984 til sjá hvort algengi þunglyndis- og kvíða- raskana hafi lækkað. Reynist það vera, hefur 700 milljónum verið vel varið. Ef ekki er nauð- synlegt að fram fari gagngerð endurskoðun á notkun og gagnsemi lyfjanna. Mikilvægt er að rannsaka hvaða áhrif læknis- meðferð hefur á heilsutengd lífsgæði sjúklinga. Því miður hefur það aðeins verið gert í litlum mæli hér á landi enn. Þó hafa lífsgæði 100 sjúk- linga með þunglyndisraskanir sem voru í með- ferð á göngudeild geðdeildar Landspítalans ver-

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.