Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.1999, Blaðsíða 20
20 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85/FYLGIRIT 38 Við rannsókn á geðlyfjaávísunum 1984 kom í ljós að algengi notkunar þunglyndislyfja fór hækkandi með hækkandi aldri. Hún var mjög lág hjá þeim sem voru undir 35 ára aldri þrátt fyrir að algengi geðraskananna væri mun hærra á þeim aldri en á milli 45 og 59 ára aldurs. Þetta bendir annað hvort til að ungt fólk leiti ekki læknis vegna þunglyndisraskana nema þær séu mjög alvarlegar eða að þær séu ekki greindar sem meðferðar þurfi. Eldra fólk leitar hins veg- ar lækna í meira mæli og kemur því kvörtunum sínum á framfæri, sem læknar bregðast oft við með lyfjagjöf. Algengi notkunar geðdeyfðar- lyfja hjá ungu fólki undir 45 ára jókst lítið frá 1984 til 1993 gangstætt algengi notkunarinnar hjá eldra fólki, sem tvöfaldaðist (32). Og enn á árinu 1999 er áætlaður fjöldi skilgreindra dag- skammta ungs fólks miklu minni en þeirra sem komnir eru yfir miðjan aldur. Þótt sala geð- deyfðarlyfja hafi nær þrefaldast síðan 1993, er enn ástæða til að ætla að margt ungt fólk fái ekki nægilega viðeigandi meðferð og óvíst er hvers vegna og hvernig eldra fólk notar lyfin. Þessa ályktun má draga af því hvernig sjúk- lingar sem fá geðdeyfðarlyf skiptast el'tir aldri milli mismunandi sérfræðinga. Um það bil 40- 50% sjúklinga undir 35 ára aldri hafa fengið geðdeyfðarlyf frá geðlæknum, en ekki nema 5- 10% þeirra sem eru yfir 75 ára aldri. Gera verð- ur ráð fyrir að sjúklingar sem leita geðlækna séu að öðru jöfnu meira veikir. Ennfremur ber að geta þess að sjúklingum sem fengu lyfin fjölgaði um 75% frá 1984 til 1993, en fjölgunin hjá geðlæknum var ekki nema 37% eða tæp- lega tvisvar sinnum meiri en svarar lil fjólks- fjölgunar í landinu. Og enn á árinu 1999 hefur aukningin á ávísunum á geðdeyfðarlyf verið mun minni hjá geðlæknum en öðrum læknum, sérstaklega heilsugæslulæknum. Úr erlendum rannsóknum er vitað að veru- legur hluti sjúklinga sem fá geðdeyfðarlyf hafa ekki fengið þunglyndisgreiningu (33,35). í skýrslu nefndar um stefnumótun í geðheil- brigðismálum (2) voru meðal annars birtar upplýsingar um samskiptafjölda vegna geð- lægra kvartana við Heilsugæsluna í Garðabæ á árinu 1996, samtals 2465 samskipti einstak- linga 15 ára og eldri, þar af 713 vegna lyndis- raskana. Yfirlæknir heilsugæslustöðvarinnar, Bjarni Jónasson, hefur vinsamlegast upplýst, að samskipti þeirra sem voru 15 ára og eldri hafi alls verið 17.854 á árinu 1996 (36). Sam- kvæmt þessu voru aðeins 4% samskiptanna vegna lyndisraskana, fyrst og fremst þunglynd- is. Sé gert ráð fyrir að notkun geðdeyfðarlyfja sé eins í Garðabæ og á landinu öllu og að hver sjúklingur hafi fengið einn skilgreindan dag- skammt bendir þetta til að hátt í helmingur þeirra sem fengu geðdeyfðarlyf hafi ekki feng- ið greininguna lyndisröskun. Lyfin kunna því að hafa verið notuð vegna annarra raskana, sem nefndar hafa verið sem ástæður í erlendum rannsóknum, svo sem kvíðaraskana, svefnrask- ana, átraskana, langvinnra verkja, hjartatrufl- ana, meltingartuflana, eða þvagleka eða til að bæta einstök einkenni geðlægða án þess að þær hafi verið greindar. í nýlegri samnorrænni rannsókn heilsu- gæslulækna kom í ljós hjá 23 heilsugæslulækn- um hér á landi: „Meðal þeirra sem voru með geðvandamál voru flestir með þunglyndi og þar næst kvíða. Fólk með þunglyndisvanda var í 67% tilvika meðhöndlað með SSRI lyfi, en 16% fengu ekkert lyf.“ Af kvíðasjúklingunum fengu 14% SSRI lyf. „Meðferð á geðrænum vandamálum í heilsugæslunni meðal íslensku þátttakendanna var mjög lík og meðal kollega í Danmörku nema að hér á landi notuðu íslensku læknarnir meira af SSRI lyfjum en Danimir.“ „...notkun á greiningaraðferðum og kóðun greininga meðal íslensku læknanna sem vert er að skoða betur“ (37). Hans Jakob Beck (38) kom á fund nefndar- innar og skýrði frá niðurstöðum rannsóknar sem hann er að ljúka við á viðhorfum og skoð- unum íslenskra lækna á meðferð með geð- deyfðarlyfjum. Þeir töldu sig að mestu nota SSRI lyf á ströngum og gildum forsendum og að þeir hefðu aflað sér sjálfstæðrar fræðilegar þekkingar á þeim. Jafnframt töldu þeir að auknar ávísanir á geðdeyfðarlyf væm að minnsta kosti að einhverju leyti vegna þess að leikir og læknar væru opnari fyrir þunglyndi. A síðastliðnu ári nam sala geðdeyfðarlyfja 53,1 skilgreindum dagskammti fyrir hverja 1000 íbúa á dag. Mjög litlu af þessurn lyfjum er ávísað til barna undir 15 ára aldri, svo að rétt- ara væri að tala um magn selt íbúum yfir þeim aldri til að nálgast upplýsingar um hver sé raunveruleg sala (notkun) lyfjanna. Sé það gert voru seldir 69,5 dagskammtar fyrir hverja 1000 fullorðna íbúa á dag. Hugsanlegt er að 30% af þessari sölu sé til sjúklinga sem nota lyfin árið um kring, en aðrir noti lyfin í hálft ár að meðaltali. Ef lyfin hafa eingöngu verið notuð vegna þunglyndisraskana má því gera ráð fyrir

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.