Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 15

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 15
skýringar á fyrirbærum náttúrunnar, sem stungu mjög í stúf við goðsögu- legar skýringar t. d. Egypta og Babý- lóníumanna. (Fyrir hentugleikasakir tala ég um Babýlóníumenn, þar sem átt er við konungsríkin Sumer, Akkad og Assur, sem voru miðstöðvar þess- arar menningar í röð). Voru spurn- ingar og svör hinna jónísku manna með svo miklum vísindablæ, laus við hjátrú og goðsögulegar myndir, að talað var um „dögun rökrænnar hugs- unar“ lijá þeim. Töldu fræðimenn því réttmætt að eigna þeim uppgötvun vísinda og heimspeki í þeirri merk- ingu, sem vestrænir menn síðustu alda hafa lagt í þau orð. En við nánari kynni af menningu Egypta og Babý- lóníumanna telja beztu sagnfræðingar nú ekki lengur mögulegt að neita því, að þessar þjóðir hafi byggt menningu sína á vísindaþekkingu, sem á fylli- lega það nafn skilið. Er nú ekki leng- ur hægt að efast um, að Forn-Grikkir hafi byggt vísindi sín að verulegn leyti á aldagamalli þekkingu fyrr- nefndra þjóða. (Sbr. t. d. hina af- burðasnjöllu vísindasagnfræðinga próf. Benjamin Farrington og próf. George Sarton, sem skoða forn-gríska menningu í nokkuð öðru ljósi en tíðk- azt hefur). En um það eru menn á einu máli, að vísindaþekking Egypta og Babýlóníumanna hafi verið verk- læg og hlutstæð, aðallega bundin við tæknileg og iðnfræðileg vandamál, þar sem á hinn bóginn vísindi Grikkja voru óbundnari af reynslunni og urðu snemma óhlutstæðar bollaleggingar nm veröldina í heild. Hér er það ein- mitt sem vísindi Grikkja renna saman við heimspeki þeirra, svo að varla er unnt að segja, að þetta tvennt sé að- DAGSKRÁ greint hjá hinum fyrstu grísku hugs- uðum. Heimspeki fyrstu jónísku spek- inganna er naumast meira enn nátt- úru- eða eðlisfræðiathuganir útfærðar sem skýringar á öllum veruleikanum. Er ekki óviðeigandi að kalla þessar kenningar heimsfrœði — gagnstætt goðfræðilegum heimsupprunahug- myndum Egypta og Babýlóníumanna. Ekki er ástæða að efast um, að þessir menn gerðu sér Ijóst, að þeir voru að fara nýjar leiðir, voru fulltrúar nýs lnigsunarháttar og horfs við tilver- nnni. — Nú er eðlilegt að spyrja, hvers vegna jónísku mennirnir gerast brautryðjendur nýrrar heimsskoðun- ar, sem kom svo í bága við hefðgró- inn hugsunarhátt, að yfirvöld og al- menningur litu illu auga. Þessu hafa margir sagnfræðingar velt fyrir sér og sett fram ýmsar tilgátur. Aður en ég tek til athugunar tilgát- ur þær, sem Gunnar Dal hefur eftir fræðimönnum og gagnrýnir harðlega, ætla ég að minnast lítið eitt á vanda- mál, sem nauðsynlegt er að hafa í huga, þegar fjallað er um samband grískrar og austrænnar menningar. Þetta vandamál er fornmenning Ind- verja og Kínverja. Rannsóknir á menningn þeirra eru skammt á veg komnar, og sérstaklega eru óleystir erfiðleikar varðandi tímatalsákvarð- anir í sögu þeirra. Ekki virðist þó hægt að draga í efa, að um það bil þremur eða fjórum öldum fyrir upphaf grískr- ar flatamálsfræði höfðu menn nokkurn skilning, ekki aðeins í Egyptalandi og Babýlóníu, heldur og í Indlandi og Kína, á þeim stærðarhlutföllum, sem sett eru fram í Pyþagórasarsetning- unni. Virðist ekki nein fjarstæða að gera ráð fyrir, að öruggari vitneskja 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.