Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 71

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 71
lítinn mjólkurdropa; allan daginn og alla nótt- ina væri hún að óska sér þess . . . Laxness hefir orðið j>etta allt afar hugstætt, og hann sér greinilega í þessu átakanlegt dæmi um aldalangan skort og vcsaldóm íslcnzku þjóð- arinnar. Amman í Brekkukoti sver sig greinilega í þessa ætt. Hún hefir að vísu nóga mjólk og nokkurn veginn nóg að bíta og brenna eins og amman í Heiman eg fór, en aldagömul reynsla kynstofnsins í harðæri hefir kennt henni að sjá í kúnni og mjólkinni þann dýr- mæta forða, sem fátækt fólk metur til alls- nægta. Höfundur fer ekki mörgum lýsingar- orðum um þessa göfugu konu, sem er í raun og veru „yfir honum Birni í Brekkukoti", og ei þá langt til jafnað. Mynd þessarar góðu konu yfirskyggir allt heimilislífið í Brekkukoti í fjarrænni rósemi, sem er þó alls staðar ná- læg. Ovíða er henni betur Iýst en í hinum hug- ljúfa kafla: „Nafnbætur í Brekkukoti", og þá einmitt í sambandi við kúna. Hún er konan, sem virðist aldrei sofa, gerir öllum gott, kallar kött og hund lítils-virðandi nöfnum og gerir sér engar gælur við þau eða aðra, en samt var hún „sú eina persóna á bænum sem þessi tvö flækingskvikindi aðhyltust skilmálalaust og án fvrirvara." Þarna felst gleggri og innihalds- meiri persónulýsing cn í löngum kafla lýsing- arorða. Eða þá í þessum ópersónulegu um- mælum: „Og það man ég líka alveg fyrir víst að aldrei dó í hlóðunum hjá henni þá tíð sem ég var sonur þeirra afa míns og ömmu í Brekkukoti.“ Birni gamla í Brekkukoti kynnist lesandinn nánar, þótt hann sé líka cinn þessara fá- skiptnu og fáorðu gömlu manna, sem ekki er hægt annað en líta upp til með óblandinni að- dáun og virðingu, þótt ekki gegni hærri cmb- ættum í þjóðfélaginu en vera grásleppukarlar. Björn er í ætt við gömlu klukkuna í stofunni, sem smíðuð var af James Cowan í Edínaborg 1750 og afabróðir ömmunnar hafði átt í sextíu og fimm ár, . . . . kyrrlát og óumbreytanleg. Svik verða ekki fundin í munni þessa gamla manns. Hann er ímynd þess rótgróna heiðar- leika, sem einstaklingar af hans kynslóð áttu til að bera, en cr nú horfin í hringiðu gróða- bralls og æsilegrar samkeppni vorrar aldar. Það er því fjarri Birni að draga nokkuð úr glæp mópokaþjófsins; hann fyrirgefur honum að vísu af öllu hjarta fyrir hönd sjálfs sín, en hann telur sig ekki hafa neina heimild til að dagskrá’ fyrirgefa þá synd, sem þjófurinn hefir drýgt gegn guði, þ. e. réttlætinu, — glæpurinn er samur og jafn þrátt fyrir fyrirgefningu Bjarn- ar í Brekkukoti: „guð getur ekki fyrirgefið þér, en mér Birni í Brekkukoti stendur á and- skotans sama.“ Þegar Björn leiðir Skjöldu sína, „ígildi heil- agrar ritníngar", til skírarans til þess að borga honum „lundúnabibblíuna", þá er það ekki af þverúð einni saman. Það er rótgróin og alda- gömul andúð íslenzka kotbóndans á því að láta nokkurn eiga hjá sér, skulda. Þeir vissu, karlarnir, af biturri reynslu, að slíkt gat orðið þeim dýrt um það er lauk. Þjóðfélagið var miskunnarlaust og stórbokkamir eftirgangs- samir. Skuldugur maður var ófrjáls maður, ánauðugur. Þetta er sama skoðunin og ræður löngum gerðum Bjarts í Sumarhúsum eða Brands gamla í „Gamla heyinu“ hjá Guð- mundi Friðjónssyni, svo að tvö dæmi séu nefnd af mörgum úr bókmenntum. Og við, sem ólumst upp í sveit fyrir nokkrum áratug- um, könnumst ofur vel við þessa sjálfstæðu og örsnauðu kotkarla. Þess vegna eru karlar Kiljans engar gervipersónur. Ein skemmtilegasta persóna sögunnar er Kafteinn Hogensen, þessi breiðfirzki alþýðu- maður, sem ber danskan sjóleiðsögumanns- búning með pomp og pragt og miklum virðu- leik, en er þó harðasti fyrirsvarsmaður ís- lenzkra landsréttinda og höfðingjadjarfur vel. Runólfur Jónsson er einn þessara algengu umkomuleysingja, sem Laxness tekst svo oft að gæða lífi og athygliverðum einkennum. Hins vegar er Eftirlitsmaðurinn, „maðurinn, sem átti púngana", miklu torráðnari persóna en sambýlismenn hans. Það er á takmörkum, að hann sé trúleg persóna, í þeirri stétt, sem höfundur skipar honum. Það er afar hæpið, að íslenzkur alþýðumaður um aldamót hafi getað tileinkað sér slíkar Iífsskoðanir, sem virðast vera náskyldar taó-ismanum, ef ekki skilget- ið afkvæmi hans. Þess vegna verður eftirlits- maðurinn dálítið utanveltu í Brekkukoti og sögunni yfirleitt. Eru þá taldir fastagestirnir í Brekkukots- baðstofunni, en auk þeirra koma þar nokkrir fleiri við sögu, og eru myndir þeirra tæplega dregnar eins skýrum dráttum. Það eru allt fremur kynlegir kvistir, cg í lýsingum þeirra sumra kemur sterklega fram tilhneiging Kilj- ans til að nota aðferðir skop- og ýkjuteikn- ingarinnar — karikatúrsins. Einkenni góðs 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.