Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 65

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 65
á hefðbundnum menningarstöðum hennar, dreifðum sveitabæjum, held- ur í bæjum og þorpum, sem eru í örum vexti og mótun. VI. í þeirri baráttu, sem hafin er og framundan er, fyrir varðveizlu og ný- sköpun íslenzkrar menningar, mun sjálfsagt mestu varða, hvernig haldið verður á efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. En hitt skiptir líka meg- inmáli, að forystumenn á öðrum svið- um þjóðlífsins skilji eðli þeirra breyt- inga, sem yfir ganga, og geri viðeig- andi ráðstafanir. Alveg sérstaklega á þetta við um uppeldis- og skólamál. Almenn kerfisbundin fræðsla er í senn forsenda og afleiðing nútíma tækniþjóðfélags. Af því leiðir, að hún er líka sama eðlis, svo sem ldýtur að vera. í hinni kerfisbundnu skóla- fræðslu eru að verki sömu ópersónu- legu einhæfu öflin, sem að framan var Iýst í sambandi við skipulagt tækni- þjóðfélag. Gegn almennri skóla- fræðslu er þó heimskulegt og hættulegt að berjast. Hafa verið færð fyrir því óhrekjandi rök, sem ekki skulu endur- tekin. Sérfræðingar eru jafn ómissandi í nútímaþjóðfélagi og húskarlar voru á stórbýli á íslandi fyrir 100 árum. Þeir eru í rauninni, miðað við íslenzkar aðstæður, hliðstæðir beitarhúsamann- inum, fjármanninum, hleðslumann- inum, vefaranum og hagleiksmannin- um, sem voru á sína vísu sérfræðing- ar hins fábrotna þjóðfélags. Eins og vinnumenn þessir, sem stundum sáu lítt út fyrir sitt verksvið, hættir sér- fræðingum nútímans til þröngsýni. Engu að síður eru þeir ómissandi, dagskrá enda fjölgar þeim ört á fslandi og hafa ærin verk að vinna. í skólamál- um og uppeldismálum hafa þó starfs- kraftar sérfræðinga lítt verið notaðir enn. A þessu þarf að verða mikil breyting, því að skólakerfið og nú- tíma lífshættir skapa ýmis vandamál, sem aðeins er á færi sérmenntaðra manna að bæta úr, svo að gagn sé að. Þetta breytir ekki þeirri meginstað- reynd, að hæfni og menntun kennara cr undirstaða þess, að skólarnir geti rækt hlutverk sitt. Einmitt nú er það því mikið áhyggjuefni, hversu kennslustörf í barna- og unglingaskól- um eru lítt eftirsótt af ungu fólki, svo sem aðsóknin að Kennaraskólanum sýnir. Á þessu verður að ráða bót, ef ekki á illa að fara. VII. Bókmenning okkar og þjóðernis- kennd tryggðu okkur sess meðal sið- menningarþjóða og lögðu grunn að endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar. Það kann því að virðast undarlegt, er ég lield því fram, að einldiða og bein viðleitni til að varðveita þessa þætti í menningu okkar sé tiltölulega gagns- lítil. En þessi verðmæti munu sjá um sig sjálf, ef undirstaða þeirra — dag- legt líf fólksins í landimi — bregzt ekki. Þjóðernistilfinning íslendinga fyrr á tímum var að meginþræði óhlutlæg. ef svo má að orði komast. Hún nærð- ist á tengslum við sögur og ljóð. Efna- liags- og atvinnulíf okkar var á lágu stigi. Félagslífið bar sterk einkenni ættarsamfélagsins og þroskaðist stað- bundið. Það eru þessir síðarnefndu þættir, sem nú er höfuðnauðsyn að leggja 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.