Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 65

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 65
á hefðbundnum menningarstöðum hennar, dreifðum sveitabæjum, held- ur í bæjum og þorpum, sem eru í örum vexti og mótun. VI. í þeirri baráttu, sem hafin er og framundan er, fyrir varðveizlu og ný- sköpun íslenzkrar menningar, mun sjálfsagt mestu varða, hvernig haldið verður á efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnar. En hitt skiptir líka meg- inmáli, að forystumenn á öðrum svið- um þjóðlífsins skilji eðli þeirra breyt- inga, sem yfir ganga, og geri viðeig- andi ráðstafanir. Alveg sérstaklega á þetta við um uppeldis- og skólamál. Almenn kerfisbundin fræðsla er í senn forsenda og afleiðing nútíma tækniþjóðfélags. Af því leiðir, að hún er líka sama eðlis, svo sem ldýtur að vera. í hinni kerfisbundnu skóla- fræðslu eru að verki sömu ópersónu- legu einhæfu öflin, sem að framan var Iýst í sambandi við skipulagt tækni- þjóðfélag. Gegn almennri skóla- fræðslu er þó heimskulegt og hættulegt að berjast. Hafa verið færð fyrir því óhrekjandi rök, sem ekki skulu endur- tekin. Sérfræðingar eru jafn ómissandi í nútímaþjóðfélagi og húskarlar voru á stórbýli á íslandi fyrir 100 árum. Þeir eru í rauninni, miðað við íslenzkar aðstæður, hliðstæðir beitarhúsamann- inum, fjármanninum, hleðslumann- inum, vefaranum og hagleiksmannin- um, sem voru á sína vísu sérfræðing- ar hins fábrotna þjóðfélags. Eins og vinnumenn þessir, sem stundum sáu lítt út fyrir sitt verksvið, hættir sér- fræðingum nútímans til þröngsýni. Engu að síður eru þeir ómissandi, dagskrá enda fjölgar þeim ört á fslandi og hafa ærin verk að vinna. í skólamál- um og uppeldismálum hafa þó starfs- kraftar sérfræðinga lítt verið notaðir enn. A þessu þarf að verða mikil breyting, því að skólakerfið og nú- tíma lífshættir skapa ýmis vandamál, sem aðeins er á færi sérmenntaðra manna að bæta úr, svo að gagn sé að. Þetta breytir ekki þeirri meginstað- reynd, að hæfni og menntun kennara cr undirstaða þess, að skólarnir geti rækt hlutverk sitt. Einmitt nú er það því mikið áhyggjuefni, hversu kennslustörf í barna- og unglingaskól- um eru lítt eftirsótt af ungu fólki, svo sem aðsóknin að Kennaraskólanum sýnir. Á þessu verður að ráða bót, ef ekki á illa að fara. VII. Bókmenning okkar og þjóðernis- kennd tryggðu okkur sess meðal sið- menningarþjóða og lögðu grunn að endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar. Það kann því að virðast undarlegt, er ég lield því fram, að einldiða og bein viðleitni til að varðveita þessa þætti í menningu okkar sé tiltölulega gagns- lítil. En þessi verðmæti munu sjá um sig sjálf, ef undirstaða þeirra — dag- legt líf fólksins í landimi — bregzt ekki. Þjóðernistilfinning íslendinga fyrr á tímum var að meginþræði óhlutlæg. ef svo má að orði komast. Hún nærð- ist á tengslum við sögur og ljóð. Efna- liags- og atvinnulíf okkar var á lágu stigi. Félagslífið bar sterk einkenni ættarsamfélagsins og þroskaðist stað- bundið. Það eru þessir síðarnefndu þættir, sem nú er höfuðnauðsyn að leggja 63

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.