Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 18

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 18
izt nokkuð áleiðis í sumum greinum raunvísinda. En vísindahugsun þeirra komst þó aldrei á það stig, að þeir, svo vitað sé, gerðu tilraun til að setja fram allsherjar náttúrulögmál eins og Grikkir. í heimsupprunakenning- um þeirra ríkir goðafræði og líkinga- tal, og þær eru yfirleitt gersneyddar hinum gríska anda rökrænnar hugs- unar. Finnst mér því illa við eiga að tala um heimspeki í sambandi við Memfis-sjónleikinn egypzka. (sbr. bls. 18 og áfram). Fæ ég ekki annað séð en það sé um hreina goðafræði og yf- irnáttúrlegar bollaleggingar að ræða. Hvað merkja t. d. orð eins og „andinn í tilverunni“ og „guð sköpunarinnar", er við skoðum veröldina í ljósi okkar takmörkuðu reynslu og skynsemi? Fru J>au nokkuð annað en innantómt skáldlegt tal, sem ekkert eiga skylt við rökræna hugsun, gufa upp eins og dögg fyrir sól. ef beitt er á þau rök- tækjum? Þekkjum við nokkurn ann- an „anda“ en þann, sem við þykjumst sjálfir liafa, og finnst þó harla aum- ur, cða þann, sem við teljum okkur geta merkt í öðrum kvikindum af hátterni hliðstæðu okkar eigin? Er ])að „djúp speki“ að tala eins og mað- ur viti það, sem maður getur ekki vitað? Eða, ef Jæssir menn höfðu J)ekkingarhæfileika, sem náðu miklu lengra en venjuleg jarðbundin reynsla, sérstaka innsýn í veruleikann, hvaða rétt höfum við, sem vitum okkur ekki hafa þessa hæfileika, til að taka mark á tali, sem eftir gaumgæfilega íhugun reynist merkingarsnautt fyrir okkur? Ég held hyggilegast sé, að innleiða ekki yfirnáttúrlegan guð í heimspekina. A þeim vettvangi verð- ur hann aldrei annað en formlaus óskapnaður eða þá formið tómt, og ber öll heimspekisagan því órækt vitni. í sambandi við notkun orðsins heimspeki hjá Gunnari Dal vil ég taka fram, að mönnum er heimilt að nota orð í þeirri merkingu, sem þeir sjálfir kjósa, svo framarlega sem það veldur ekki alvarlegum misskilningi í bókum, sem gera kröfu til að vera vísinda- og fræðirit, og þeir eru sjálfum sér samkvæmir í notkun þeirra. En mér sýnist ekkert unnið með því annað en ruglingur að útfæra svo merkingu orðsins heimspeki (sem J)ýðing á erl. orðinu filosofia), að það nái yfir goða- fræði og frumstætt líkingatal. Vík ég nú að hinurn tveimur skýr- ingunum (sem Gunnar Dal gagnrýnir) á því, að heimspekin sé upprunnin með Grikkjum. „Aðrir halda því fram, að saga heimspekinnar hefjist með Grikkjum, þar sem þeir fyrstir þjóða hafi iðkað heimspeki vegna heimspekinnar sjálfr- ar, án sérstaks tilgangs. (Sjá t. d. Alf Ahlberg: Filosofiens Historia). Enn aðrir segja, að í Austurlöndum, Ind- landi t. d., séu fjöllin of há, fljótin of breið og ströng og skógarnir og eyði- sandarnir of geigvænlegir til að fóstra vísindi og heimspeki. Þar halda, segja þeir, jarðskjálftar, fellibyljir og rán- dýr manninum í stöðugum ótta við náttúruöflin og umhverfi sitt og gera hann fullan hjátrúar og ófæran um að leita og finna hina sönnu orsök hlut- anna. í Grikklandi aftur á móti, segja þeir, er náttúran mildari. Þar gat maðurinn lifað óttalaus og leitað hinna sönnu orsaka í friði við nátt- 16 DAGSKRÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.