Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 31

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Blaðsíða 31
Áður hefur verið minnzt á hina ólíku gerð himnunnar á frumubol einnar og sömu frumu og hvernig það getur skýrt, að sama taugaboðið getur haft bæði hvetjandi og letj- andi áhrif, allt eftir því hvar það lendir á himnu næsta taugungs. En hvernig flyzt þá taugaboðið á milli? Á því lýk ég þessari fyrri grein, óhjá- kvæmilega verður nokkuð um endur- tekningar. í upphafi þessa kafla og oft síðar hefi ég getið þess, að bilið á milli taugafrumanna væri aðeins um það bil 200 Á. Þótt það sé mjótt, þá er þar samt óbrúað bil. í endann grein- ist frumuleggurinn í fjölmargar trefj- ar eins og áður er sagt, sem hver og ein endar í örsmáum hnúð eða griplu- fæti. Það er frá trefjaendunum og yfir á himnu frumubols eða trefja taugungs, sem bilið er 200 Á. Sé um hreyfitaug að ræða þá enda griplu- fæturnir á sérhæfðum hluta vöðva- frumu, sem kallast endaplata. Himn- an er þar þeim eiginleikum búin, að gcta tekið mjög snöggum breyting- um með tilliti til leiðsluhæfni. Sama er að segja um liimnu frumubols og trefja. Samskeyti þessi hafa verið kölluð griplur og höhlum við því liér. í endahnúð taugatrefjanna ern smápakkar, sem innihalda acetyl- kólin. Það ern belgirnir sem ég minntist á að sézt hefðu í rafeinda- smásjánni og myndazt 300 /x í þver- mál. Þegar taugaboð berst til griplu- fótanna, þá springa pakkarnir og tæma innihald sitt í smáskömmtum út í hið óbrúaða djúp. Skammtarnir eru allir álíka stórir. það er mögu- legt að reikna út með nokknrri ná- kvæmni, hve mörg acetylkólínmóle- DAGSKRÁ kúl eru í hverjum. Með örskots hraða flæða acetylmólekúlin yfir á enda- plötuna eða taugunginn og bindast þar sérhæfðum mólekúlum í himn- unni. Þá gerist það, að himnan breytir samstundis um leiðsluhæfni, mótstaðan hverfur, og natríumjón- arnir þyrpast inn og aðrir út, með þeim afleiðingum, sem áður hefur verið lýst. Hvatinn acetylkólinesterasi sem einnig situr í himnunni binzt nú acetylkólínmólekúlunum og klýfur það allt með geysihraða. Leiðslu- hæfni liimnunnar kemst því strax í samt horf og natríumpumpan tekur til að dæla út natríumjónum á ný. Eftir 10 msek. hefur himnan endur- heimt rafmagnshleðslu sína. Enda þótt taugin sé í hvíld, þá tæma ætíð einn og einn pakki innihald sitt, sé um hreyfitaug að ræða þá eru þetta 1—2 pakkar á sek. Hafi nú einu af hinum áðurlýstu rafskautum verið komið fyrir inni í vöðvafrumu, í endaplötunni bcint undir taugaendunum, er hægt að sjá áhrif acetylkolin skammtanna hvers fyrir sig sem örlitla jákvæða spennusveiflu inni í frumunni. Stærð- in er 0,5—1 mV. Það eru hinir fáu Na-þ, sem skyndilega flæða inn, sem valda þessu. Þetta minnkar því hvíluspennuna, sem er vanalega um 90 inV, mjög óverulega. Berist hins vegar taugaboð til griplufótarins, þá eykst acetyl- kólín magnið mikið og spennufallið þar af Ieiðandi. Mótstöðuleysi himn- unnar varir nokkrum millisek. lengur og fleiri natríumjónar komast inn. Spennufallið er stærst beint undir taugaendanum og minnkar mjög ört 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.