Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 31

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Page 31
Áður hefur verið minnzt á hina ólíku gerð himnunnar á frumubol einnar og sömu frumu og hvernig það getur skýrt, að sama taugaboðið getur haft bæði hvetjandi og letj- andi áhrif, allt eftir því hvar það lendir á himnu næsta taugungs. En hvernig flyzt þá taugaboðið á milli? Á því lýk ég þessari fyrri grein, óhjá- kvæmilega verður nokkuð um endur- tekningar. í upphafi þessa kafla og oft síðar hefi ég getið þess, að bilið á milli taugafrumanna væri aðeins um það bil 200 Á. Þótt það sé mjótt, þá er þar samt óbrúað bil. í endann grein- ist frumuleggurinn í fjölmargar trefj- ar eins og áður er sagt, sem hver og ein endar í örsmáum hnúð eða griplu- fæti. Það er frá trefjaendunum og yfir á himnu frumubols eða trefja taugungs, sem bilið er 200 Á. Sé um hreyfitaug að ræða þá enda griplu- fæturnir á sérhæfðum hluta vöðva- frumu, sem kallast endaplata. Himn- an er þar þeim eiginleikum búin, að gcta tekið mjög snöggum breyting- um með tilliti til leiðsluhæfni. Sama er að segja um liimnu frumubols og trefja. Samskeyti þessi hafa verið kölluð griplur og höhlum við því liér. í endahnúð taugatrefjanna ern smápakkar, sem innihalda acetyl- kólin. Það ern belgirnir sem ég minntist á að sézt hefðu í rafeinda- smásjánni og myndazt 300 /x í þver- mál. Þegar taugaboð berst til griplu- fótanna, þá springa pakkarnir og tæma innihald sitt í smáskömmtum út í hið óbrúaða djúp. Skammtarnir eru allir álíka stórir. það er mögu- legt að reikna út með nokknrri ná- kvæmni, hve mörg acetylkólínmóle- DAGSKRÁ kúl eru í hverjum. Með örskots hraða flæða acetylmólekúlin yfir á enda- plötuna eða taugunginn og bindast þar sérhæfðum mólekúlum í himn- unni. Þá gerist það, að himnan breytir samstundis um leiðsluhæfni, mótstaðan hverfur, og natríumjón- arnir þyrpast inn og aðrir út, með þeim afleiðingum, sem áður hefur verið lýst. Hvatinn acetylkólinesterasi sem einnig situr í himnunni binzt nú acetylkólínmólekúlunum og klýfur það allt með geysihraða. Leiðslu- hæfni liimnunnar kemst því strax í samt horf og natríumpumpan tekur til að dæla út natríumjónum á ný. Eftir 10 msek. hefur himnan endur- heimt rafmagnshleðslu sína. Enda þótt taugin sé í hvíld, þá tæma ætíð einn og einn pakki innihald sitt, sé um hreyfitaug að ræða þá eru þetta 1—2 pakkar á sek. Hafi nú einu af hinum áðurlýstu rafskautum verið komið fyrir inni í vöðvafrumu, í endaplötunni bcint undir taugaendunum, er hægt að sjá áhrif acetylkolin skammtanna hvers fyrir sig sem örlitla jákvæða spennusveiflu inni í frumunni. Stærð- in er 0,5—1 mV. Það eru hinir fáu Na-þ, sem skyndilega flæða inn, sem valda þessu. Þetta minnkar því hvíluspennuna, sem er vanalega um 90 inV, mjög óverulega. Berist hins vegar taugaboð til griplufótarins, þá eykst acetyl- kólín magnið mikið og spennufallið þar af Ieiðandi. Mótstöðuleysi himn- unnar varir nokkrum millisek. lengur og fleiri natríumjónar komast inn. Spennufallið er stærst beint undir taugaendanum og minnkar mjög ört 29

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.