Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 18

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1958, Side 18
izt nokkuð áleiðis í sumum greinum raunvísinda. En vísindahugsun þeirra komst þó aldrei á það stig, að þeir, svo vitað sé, gerðu tilraun til að setja fram allsherjar náttúrulögmál eins og Grikkir. í heimsupprunakenning- um þeirra ríkir goðafræði og líkinga- tal, og þær eru yfirleitt gersneyddar hinum gríska anda rökrænnar hugs- unar. Finnst mér því illa við eiga að tala um heimspeki í sambandi við Memfis-sjónleikinn egypzka. (sbr. bls. 18 og áfram). Fæ ég ekki annað séð en það sé um hreina goðafræði og yf- irnáttúrlegar bollaleggingar að ræða. Hvað merkja t. d. orð eins og „andinn í tilverunni“ og „guð sköpunarinnar", er við skoðum veröldina í ljósi okkar takmörkuðu reynslu og skynsemi? Fru J>au nokkuð annað en innantómt skáldlegt tal, sem ekkert eiga skylt við rökræna hugsun, gufa upp eins og dögg fyrir sól. ef beitt er á þau rök- tækjum? Þekkjum við nokkurn ann- an „anda“ en þann, sem við þykjumst sjálfir liafa, og finnst þó harla aum- ur, cða þann, sem við teljum okkur geta merkt í öðrum kvikindum af hátterni hliðstæðu okkar eigin? Er ])að „djúp speki“ að tala eins og mað- ur viti það, sem maður getur ekki vitað? Eða, ef Jæssir menn höfðu J)ekkingarhæfileika, sem náðu miklu lengra en venjuleg jarðbundin reynsla, sérstaka innsýn í veruleikann, hvaða rétt höfum við, sem vitum okkur ekki hafa þessa hæfileika, til að taka mark á tali, sem eftir gaumgæfilega íhugun reynist merkingarsnautt fyrir okkur? Ég held hyggilegast sé, að innleiða ekki yfirnáttúrlegan guð í heimspekina. A þeim vettvangi verð- ur hann aldrei annað en formlaus óskapnaður eða þá formið tómt, og ber öll heimspekisagan því órækt vitni. í sambandi við notkun orðsins heimspeki hjá Gunnari Dal vil ég taka fram, að mönnum er heimilt að nota orð í þeirri merkingu, sem þeir sjálfir kjósa, svo framarlega sem það veldur ekki alvarlegum misskilningi í bókum, sem gera kröfu til að vera vísinda- og fræðirit, og þeir eru sjálfum sér samkvæmir í notkun þeirra. En mér sýnist ekkert unnið með því annað en ruglingur að útfæra svo merkingu orðsins heimspeki (sem J)ýðing á erl. orðinu filosofia), að það nái yfir goða- fræði og frumstætt líkingatal. Vík ég nú að hinurn tveimur skýr- ingunum (sem Gunnar Dal gagnrýnir) á því, að heimspekin sé upprunnin með Grikkjum. „Aðrir halda því fram, að saga heimspekinnar hefjist með Grikkjum, þar sem þeir fyrstir þjóða hafi iðkað heimspeki vegna heimspekinnar sjálfr- ar, án sérstaks tilgangs. (Sjá t. d. Alf Ahlberg: Filosofiens Historia). Enn aðrir segja, að í Austurlöndum, Ind- landi t. d., séu fjöllin of há, fljótin of breið og ströng og skógarnir og eyði- sandarnir of geigvænlegir til að fóstra vísindi og heimspeki. Þar halda, segja þeir, jarðskjálftar, fellibyljir og rán- dýr manninum í stöðugum ótta við náttúruöflin og umhverfi sitt og gera hann fullan hjátrúar og ófæran um að leita og finna hina sönnu orsök hlut- anna. í Grikklandi aftur á móti, segja þeir, er náttúran mildari. Þar gat maðurinn lifað óttalaus og leitað hinna sönnu orsaka í friði við nátt- 16 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.