Félagsbréf - 01.07.1957, Page 12

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 12
10 FELAGSBREF er, meðal annarra, séra Hannes í Forboðnu eplunum, bráðskemmti- legri sögu, en honum er stillt upp sem andstæðu gegn Þorbergi gamla: blóðlítill og ófrjór bókalærdómsmaður nýja tímans og kaupstaðarlífsins gegn hrjúfu og kjarnmiklu náttúrubarni gamla tímans og sveitanna. Ekki þykir mér ólíklegt, að dómur framtíðarinnar um verk Jakobs Thorarensens verði eitthvað svipaður dómi hans sjálfs um hákarlagarpana: ;,En þarna var ófalskt íslenzkt blóð, orka í geði og seigar taugar. Hörkufrostin og hrannalaugar hömruðu í skapið dýran móð. — Orpnir voru þeim engir haugar, • en yfir þeim logar hróðurglóð". Sögur Halldórs Stefánssonar eru af allt öðru sauðahúsi. Skáld- skapargáfu hans er vel lýst með orðum Einars Ben.; hún er „áttvís á tvennar álfustrendur, einbýl, jafnvíg á báðar hendur". Það er fljótséð, að hér er höfundur, sem farið hefur í smiðju til erlendra snillinga og gefið nákvæman gaum að vinnubrögð- um þeirra, án þess þó að týna sjálfum sér og persónulegri hugs- un og handbragði. Halldór er heimsborgari í sagnagerð sinni, margar sögur hans gætu gerzt hvar sem er, sumar gerast hins vegar í alíslenzku umhverfi (Sprettur, Björgunarlaun o. fl.). Halldór Stefánsson er einna mestur formsnillingur íslenzkra smásagnahöfunda. Hann byggir sögur sínar með strangri áætl- un, klippir og sker, og leyfir sér engin gönuskeið. Sögurnar eru yfirleitt stuttar, en rangt væri þó að kalla þær myndir eða „skissur"; þær hafa allar söguþráð og umhyggjusamlega upp- byggingu, þótt þeim sé naumur stakkur skorinn. Orðfæri og stíll verða að lúta sama lögmáli, enda má segja, að stíll H. St. sé nánast þyrrkingslegur, og liggur við að lesandinn sakni þess, að skáldið skuli aldrei leyfa sér ofurlítið skrúð og viðhöfn til þess að létta gráma hversdagslífsins um stund. En slík vinnu- brögð eru ekki að skapi H. St. Sannleikann skal hann segja,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.