Félagsbréf - 01.07.1957, Page 24

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 24
22 FELAGSBREF við það mesti ljóminn af bókinni. Ekkert er þarna held- ur eftir Sigurð Nordal, einn bezta smásagnahöfund vorn, þótt ekki liggi mikið eftir hann á því sviði. Útgefandi segir í eftir- málanum, að ekki hafi tekizt að afla birtingarleyfis þeirra smá- sagna, sem valdar hefðu verið eftir þessa höfunda, en þær hafi verið: Fjandvinir eftir Gunnar, Temúdsjín snýr aftur eftir Kiljan og Ferðin, sem aldrei var farin eftir Nordal. Er augljóst hvílík bókarprýði hefði verið að þessum sögum, og engin leið er að dæma slíkt smásagnasafn fullnægjandi án þessara manna. Hefði mörgum þótt ærin ástæða til að hætta við útgáfuna, vegna fjar- vistar þeirra. Þrátt fyrir ýmsa vankanta, má segja að þessi bók sé allgott sýnishorn af smásögum aldarinnar, svo langt sem hún nær, og er fróðlegt að bera saman elztu og yngstu sögurnar. Saga yngsta höfundarins, Ástu Sigurðardóttur, vekur t. d. athygli. Með snögg- um og skýrum hætti er þar sýnt andartak inn í nýtízku götulíf, lýsingin er fáorð en lífræn og eitthvað nýstárlegt við hana. Sögupersónan, götustúlkan, stendur ijóslifandi og skýr fyrir augum lesandans, lýsingin á tilfinningum hennar og skynjunum í ölvímunni er varfærnisleg og lýsingin á hljómsveit rigningar- innar er með snilldarbragði. Berum svo saman sálarlífslýsingu á annarri ungri stúlku, í Fyrirgefningu Einars Kvarans. Að- ferðin og frásagnarhátturinn er annar, en í báðum sögunum finnum vér þó, að maðurinn er „gullið þrátt fyrir allt“, maður- inn, sorg hans og gleði, líf hans og dauði. Ýmsir hinna yngri höfunda eiga prýðilegar sögur í þessari sýnisbók. Við lestur þeirra kemst lesandinn að þeirri niður- stöðu, að íslenzk smásagnagerð er ekki í neinni afturför. Á slíku smásagnaári og nú stendur yfir — þegar smásögum rignir yfir lesendur í tugatali, hlýtur fjölbreytnin og höfunda- fjöldinn að vera nokkur, og gefast því tilefni til hugleiðinga um yngri skáldakynslóðina yfirleitt, viðfangsefni hennar og afstöðu til lífsins og vandamála þess. Ég mun samt ekki, að þessu sinni, skrifa um það langt mál, en mig langar að lokum til að vitna aftur í orð eins hinna yngri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.