Félagsbréf - 01.07.1957, Page 70

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 70
>8 FÉLAGSBRÉF Veigamesta framlag Hopkins til nútímaljóðagerðar er fólgið í hljómfalli kvæða hans. I samtíð hans lifðu skáld eins og Tenny- son og Arnold, sem höfðu náð mikilli leikni í hefðbundinni hrynj- andi; þeir ortu ljóð sín næstum ósjálfrátt, kveðskapur þeirra var sofandi, gersneyddur ferskleika og fjaðurmagni. Hopkins veitti vindgusti inn í þennan heim svefngengla; hann kom á óvart. Hann notaði mikið stuðla og rím, en gerði það á sinn eigin hátt, enda hafði hann kynnt sér þessi mál af einstakri ástundun. Dagbækur hans eru taldar langbezta ritið um brag- fræði, sem til er á ensku. Hopkins var um margt svipaður Walt Whitman, hinum banda- ríska brautryðjanda síðustu aldar. Þeir voru báðir gæddir óvenju- lega næmri skynjan á margbreytileika fyrirbæranna í kringum þá. Skilningarvit þeirra voru opin fyrir hvers konar áhrifum. Munurinn á þeim var sá, að Whitman leitaðist við að koma öllum þessum áhrifum á pappírinn, tjá magn þeirra. Hann málaði, ef svo má segja, á stærra tjald og var miklu margorðari en Hop- kins, sem reyndi að handsama kjarna hinna margþættu áhrifa og pressa hann inn í hnitmiðuð, samþjöppuð form. Whitman var rómantískur og bjartsýnn, þar sem Hopkins hafði aftur á móti tragíska sýn á lífinu. Ljóð Whitmans virðast færa honum hugg- un, sem hann vill flytja öðrum. Skáldskapur Hopkins var hon- um vegur til björgunar; hann hélt í honum lífinu. Samanburður á bezta kvæði Whitmans, „On the Beach at Night“, og kvæði Hopkins, „Spring and Fall“, sem fjalla um svipað efni, leiðir í ljós muninn á þessum skyldu sálum. Eins og hjá Sapfó, Rilke, Auden og fleiri góðskáldum er lof- geröin höfuðinntakið í skáldskap Hopkins. Hann vegsamar skap- arann og allt hið skapta, er eins og drukkinn af lífsskynjan sinni. Serkenni allra hluta eru honum ríkust í huga. Hver líf- vera er sérstök, og í ljóðum sínum leitast hann við að draga fram hið sérstæða í hverjum hlut; þess vegna er hann örlátur á lýsingarorð. Af sömu rót er runninn sá háttur hans að nota óvenjuleg og nýstárleg orð: hin gömlu og útjöskuðu orðatiltæki draga ekki nægilega fram sérkennin, sem hann vill tjá. Fá ljóð- skáld hafa skynjað hræringar allra hluta jafndjúpt og Hopkins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.