Félagsbréf - 01.07.1957, Side 85

Félagsbréf - 01.07.1957, Side 85
STEINGRÍMUR SIGURÐSSON Atvik uiiðlir Jökli F r á s a g a I. IÐ höfðum komið að norðan og farið úr langleiðavagninum við Hvítá í Borgarfirði til að sækja lykla að húsakynnum á eyju í Breiðafirði, þar sem Þormóður kraptaskáld bjó og fóstr- aði Galdra-Lopt í æsku. Okkur hafði verið boðið að dveljast að vild um hásumarið þar í Gvendareyjum til að kynnast töfrun- um og staðblænum. Lyklarnir höfðu reynzt ókomnir að sunnan, svo að ekki hafði tjóað annað en að venda kvæði sínu í kross og bíða átekta. Nú hafði heppni ráðið, að flutningsvagn úr Ólafs- vík var á leið vestur og okkur bauðst far í Búðaós á Snæfellsnesi. Á leið þangað hafði sú hugsun snortið okkur mjög-farandi fólk, að hollt hlyti að anda að sér snæfellsku lofti hjá því fólki, sem fjöllyndum, skemmtnum klerki og auðtrúa sagnaþul tókst að gera ódauðlegt á meðan þjóð lifir. Þar á slóðum býr til að mynda bænheitast fólk á íslandi, því að um það leyti sem við vorum þar, í svæsnustu þurrkunum, báðu nokkrir bændur í Breiðuvík drottin vorn um dögg, sem þeim hafði skilizt á Hon- um og þeir höfðu sætt sig við, að kæmi ekki fyrr en að viku liðinni. Guð sendi þeim döggina innan tveggja daga í verðlaun fyrir dyggðir þeirra. Þetta er sannleikur. Þegar ég leit Snæfellsjökul í kvöldroðanum, mundi ég eftir Þórði, vini mínum undir Jökli, sem ég hafði kynnzt þéttings- náið síðla sumars fyrir fimm árum, er ég hafði farið nesið í jeppa og sneitt alfaraleiðir. Síðar átti ég eftir að komast að því, að þessi maður, sem hafði fjöld of farið, þessi hetja til sjós °g lands, með slagkraft snæfellskrar hörku og manndóms í æð- sínum, væri glöggt dæmi þess, er stendur í kvæði hans sjálfs um Snæfellsjökul:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.