Félagsbréf - 01.12.1958, Page 49

Félagsbréf - 01.12.1958, Page 49
PELAGSBREP 47 uppáhaldsorðasafni Stalintíma- bilsins dundi á honum, hann var sagður svikari og þjóðarfjandmað- ur, í skipulögðum liópsamkundum mótmæltu Sovétbúar efni skáld- sögu, sem óhugsandi er, að þeir hafi lesið, einliver æskulýðsruddi fékk við almennan fögnuð áheyr- enda sinna að ropa eitthvað um „andrúmsloft“, sem Pasternak hefði „eitrað“ og sem þessi æsku- lýðsmaður vildi „ekki lengur anda að sér“, rithöfundasambandið krafðist opinherlega, að Pasternak væri sviptur borgararéttindum, og á þessari stundu, er línur þessar fara á prent, hefur Nikita Krúst- joff ekki enn svarað hinu átakan- lega (og átakanlega virðulega) bónarbréfi liins allt að því sjötuga manns — að honum yrði að minnsta kosti lilíft við þessari síð- ustu og liörðustu ráðstöfun, því að hún jafngilti dauða hans —. En kvíðum engu, svo bölvað verður það víst ekki. Yið munum framvegis klappa Bolschoj-ballett- flokknum lof í lófa og munum ekki láta innantóma kjaftaska og friðarspilla hindra okkur í því að halda áfram menningartengslum við Austrið, munum mitt á meðal vor vernda framvegis og dekra við „kafbáta“ og andlega liand- langara þessarar siðleysingja- stjórnar, og hver veit, ef til vill sýnir Sovétstjómin skilning og leyfir mesta núlifandi skáldi sínu að halda lífi. Hún er ekki svo bölvuð. Carl von Ossietzky harðist sam- kvæmt stefnuskrá fyrir friði. Hetj- ur ungversku byltingarinnar börð- ust fyrir friði samkvæmt stefnu- skrá. Rússneska skáldið Boris Pasternak er hvorugt — og livort tveggja í senn: En ekki samkvæmt stefnuskrá, heldur samkvæmt verki sínu, skáldverkum sínum, þar sem hann sver sig til liins ei- lífa Rússlands og til liinna eilífu verðmæta mannkynsins. Eilíf skömm hinna sovézku valdhafa er og verður, að þeir kunna ekki að bregðast öðruvísi við þessu verki og jútningu þess heldur en Hitler gerði gagnvart Ossietzky og þeir sjálfir gagnvart uppreisninni í Búdapest. Það eitt bítur höfuðið af skömminni, að til eru menn á Vesturlöndum, sem eru þess al- búnir, að mæta einnig þessu með skilningi.

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.