Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Kaupum alla bíla Hærra uppítökuverð Við staðgreiðum bílinn þinn og þú getur þar með fengið staðgreiðsluafslátt af nýja bílunum. Sendu okkur upplýsingar í gegnumwww.seldur.is og við sendum þér staðgreiðslutilboð þér að kostnaðarlausu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra telur nýtt álit sendi- nefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðuna í íslensku efnahagslífi sýna að batinn í efnahagsmálum sé hraðari en sjóðurinn áætlaði. Það sé í takt við upplifun ráðherra af stöðu þjóðarbúsins þegar efnahagsmálin komu til umræðu á ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í gær, á eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar. Sendinefndin kynnti álit sitt í gær- morgun og er það hluti af eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórn- valda og AGS sem lauk í ágúst 2011. Segir þar að útlit sé fyrir 3% hag- vöxt næstu ár og að verðbólga muni aukast á næsta ári, enda sé hagkerfið að nálgast fulla framleiðslugetu. Vikið er að fyrirhugaðri 80 millj- arða niðurfærslu verðtryggðra íbúða- lána með þeim orðum að hægt væri að nýta féð til „annarra áríðandi þarfa“. Það er ekki rökstutt frekar. „Svörin sem Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn kynnti eru á heildina litið mun jákvæðari en ég átti von á, m.a. hvað varðar afstöðu hans til skulda- leiðréttingarinnar. Miðað við hvernig fulltrúar sjóðsins hafa fjallað um þau mál undanfarin ár átti ég satt að segja ekki von á að þeir yrðu jafn jákvæðir og þeir voru. Mér sýnist þeir telja að það sé ekki ástæða til þess að hafa eins miklar áhyggjur af ríkisfjármál- unum og þeir höfðu haft áður.“ Meira svigrúm til fjárfestinga Hann segir batann í efnahagslífinu skapa svigrúm til fjárfestinga. „Áþreifanlegt dæmi um þetta er sú ákvörðun sem var tekin í gær [í fyrra- dag] í vísinda- og tækniráði og á rík- isstjórnarfundinum um stóraukin framlög til nýsköpunar, rannsóknar- og þróunarverkefna. Menn eru sam- mála um að slík fjárfesting sé nauð- synleg en vildu fyrst að ríkisfjármál kæmust í jafnvægi, að ekki yrði ráðist í lántökur til að fjárfesta umfram framlög sem hafa verið ákveðin. En nú þegar við erum að okkar mati búin að ná tökum á ríkis- fjármálum – þótt auðvitað megi ekki slá slöku við – erum við komin í að- stöðu til þess að fjárfesta, m.a. á þessu sviði. Um leið er ráðist í það sem hefur kannski verið í svolítilli biðstöðu og maður hefði viljað að hefði getað gerst hraðar, en er þó að fara í gang núna. Þar á ég við byggða- málin,“ segir Sigmundur Davíð sem fagnar þeirri ákvörðun ríkisstjórnar- innar í gær að færa störf úr ráðuneyt- unum, eða ríkisstofnunum, til emb- ætta sýslumanna vítt og breitt um landið. Hann vilji halda áfram á þeirri braut á næstu árum. Sigmundur Davíð telur að „menn eigi að geta haldið þeirri áætlun“ að opna nýjan Landspítala árið 2020, líkt og Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, telur raunhæft. Hönnun Landspítala sé vönduð Hann telur skipulagshliðina ekki Þránd í götu framkvæmdarinnar. „Þetta er auðvitað mjög góð spurn- ing. Ég hef enda talið skipulagshlið- ina ákveðna fyrirstöðu í þessu máli. Því þegar ráðist er í svona stóra framkvæmd, sem kostar svona mikið, vilja menn að sjálfsögðu að hún sé unnin skynsamlega. Að menn sitji ekki uppi með eitthvað sem getur orðið vandamál út frá ýmsum hliðum skipulagsmála. Þá á ég ekki aðeins við hinar áþreifanlegu hliðar. Það er þannig að mínu mati mjög mikilvægt þegar heilbrigðisstofnun er byggð að hún sé til þess fallin, og umhverfið líka, að láta fólkinu líða betur, frekar en verr. Þannig að það verður alls ekki sama hvernig að hönnun er stað- ið,“ segir Sigmundur Davíð sem telur að nýta þurfi sumarið vel í þessu efni. »24  Forsætisráðherra telur nýtt álit AGS sýna hraðari efnahagsbata en spáð var  Bjartsýni hafi ríkt á ársafmæli ríkisstjórnar  Búið sé að ná tökum á ríkisfjármálum  Nýr Landspítali verði tilbúinn 2020 Þjóðarskútan sé komin á skrið Morgunblaðið/Árni Sæberg Svigrúm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson horfir til fjárfestinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tvær ljósmyndasýningar Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morg- unblaðsins, verða opnaðar í dag. Önnur í Ljósmyndasafni Reykja- víkur og hin í Nuuk á Grænlandi. Sýningin í Reykjavík er liður í Listahátíð og heitir Spegill lífsins. Ragnar er staddur á Grænlandi og mun ávarpa sýningargesti í Reykjavík í gegnum fjar- fundabúnað, ef tæknin leyfir. „Ég býð alla velkomna á sýn- inguna og þakka þeim sem mæta,“ sagði Ragnar. „Maður getur ekki verið á tveimur stöðum í einu. Spegill lífsins speglar samtímann en ekki sjálfan mig. Mér finnst fjölmiðlun í dag snúast of mikið um fjölmiðlafólk. Það er ef til vill táknrænt að ég verð ekki á staðn- um.“ Á sýningunni í Reykjavík verða nokkrar af þekktustu ljósmyndum Ragnars í nýjum prentunum. Einnig sýnir hann í fyrsta sinn myndraðir frá Síberíu og myndir úr starfi sínu sem fréttaljósmynd- ari. Sýningin á Grænlandi er hluti af Íslandsátaki aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk. gudni@mbl.is Samtíminn speglaður í ljósmyndum Ragnar Axelsson opnar tvær ljósmyndasýningar í dag - í Reykjavík og í Nuuk á Grænlandi Hanna Birna Kristjánsdóttir innan- ríkisráðherra hefur heimild ríkis- stjórnarinnar til að hefja formlegar viðræður við einkaaðila um undir- búning, hönnun og lagningu Sunda- brautar í Reykjavík. Tilgangurinn er að flýta mögulegum framkvæmdum. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í apríl hefur það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir henta fyrir samvinnu við einkaaðila. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að við val á verkefnum þurfi þau skilyrði að vera fyrir hendi að vegfarendur hafi val um að fara aðra leið og komast þannig hjá gjaldtöku og að umferðin verði samt það mikil að hægt verði að greiða fyrir fram- kvæmdina með gjaldi á notendur. Hann segir að Sundabrautin sé augljóslega framarlega í röðinni, miðað við þessar forsendur. Hreinn segir að verktakar og fjárfestar hafi sett sig í samband við Vegagerðina og lýst yfir áhuga á að fylgjast með og koma að þessu verkefni, ef farið yrði út í það. Unnið var að undirbúningi fyrir lagningu Sundabrautar á árunum fyrir hrun. Hún á að liggja yfir El- liðavog eða Kleppsvík í Gufunes og þaðan í Geldinganes, Álfsnes og yfir Kollafjörð og á Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Rætt var um ýmsa kosti, meðal annars hvar leiðin ætti að liggja úr Reykjavík og hvaða mann- virki ætti að reisa. Sundabraut kostar tugi milljarða og voru áformin lögð á hilluna eftir bankahrun. Innanríkisráðherra setti Sundabraut aftur á dagskrá með því að setja hana í tillögur að samgöngu- áætlun sem liggur fyrir Alþingi og væntanlega verður afgreidd í haust. helgi@mbl.is Heimilt að ræða við einkaaðila  Verktakar og fjárfestar sýna Sundabraut áhuga Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, fagnar þeirri stefnumörkun ríkisstjórn- arinnar sem ákveðin hefur verið um stóraukin framlög til rann- sókna og nýsköpunar. „Það er gríðarlega ánægju- legt að þessari miklu vinnu sé lokið. Þetta er tímamótavinna. Það hefur aldrei áður verið ráð- ist í gerð aðgerðaáætlunar á sviði nýsköpunar og þróunar þar sem einstakir aðilar fá skil- greint hlutverk. Áætlunin er tímasett og tiltekin markmið sett fram, að ná fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun upp í 3% af landsframleiðslu. Við er- um mjög stolt af þessari vinnu og allir sem að henni komu. Þetta er einn liðurinn í því að fjölga stoðunum í íslensku hag- kerfi til framtíðar,“ segir Bjarni. Milljarðar í nýsköpun VÍSINDI OG TÆKNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.