Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu skyrturnar þínar tandurhreinar og nýstraujaðar Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Leggðu áherslu á það að vernda einkalíf þitt og haltu þig fyrir utan sviðsljósið. Lymskulegt bros, óvænt hugmynd og tilfinn- ing um örlítinn óstöðugleika eru fyrirboði um- talsverðra breytinga. 20. apríl - 20. maí  Naut Tíminn hefur ekkert gildi í hjartanu. Farðu í líkamsrækt eða gefðu þér tíma til að elda hollan og góðan mat. Það hefur góð áhrif á sálina. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú pælir í fórn sem þú getur fært til að gera líf þitt dýpra. Veltu frekar vandamál- unum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að lausn þeirra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að tjá þig jafnan afdrátt- arlaust svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hvert þú ert að fara. Beittu þinni víðfrægu staðfestu og fylgdu einni þeirra eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú leggur félaga þínum lið í dag, ann- aðhvort með því að rétta hjálparhönd eða veita andlegan stuðning. Vertu óhrædd/ur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú sérð vini og ættingja í sérstöku ljósi í dag og kemur auga á fegurðina í fólki. Sýndu þolinmæði, þolinmæði og þolinmæði og láttu aðra ekki slá þig út af laginu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert einfari í eðli þínu, en þarft í starfi að eiga samskipti og samstarf við aðra. Hnýttu lausa enda og láttu af þeim leiða vana að vera sífellt að þóknast öðrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Fortíðin sækir að þér úr öllum áttum þessa dagana. Lífið er ekki alltaf auð- velt og á reyndar ekki að vera það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvað skrýtið hendir í vinnunni. Geymdu samt öll fagnaðarlæti þangað til málið er komið í höfn. Hleyptu öðrum ekki að fyrr en þú veist að þeir séu traustsins verðir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Notaðu daginn til rannsókna, þú býrð yfir einbeitingu og krafti núna sem gerir þér kleift að komast til botns í því sem þú kærir þig um. Njóttu þessa ástands. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Besta leiðin til að sannfæra aðra um hæfni þína er að vera öryggið uppmálað hvað sem á dynur. Notið tækifærið og talið við aðra um sameiginlegar eignir og leiðir til úrbóta. 19. feb. - 20. mars Fiskar Sýndu börnum þolinmæði, þau fara auðveldlega úr jafnvægi núna, alveg eins og þú. Gættu þess að bregðast ekki of hart við því hófleg festa dugar alveg. Vísnagátan fyrir viku var eftirPál Jónasson í Hlíð: Það er minni öxi á, undir bílnum svigna má, í garði lengi grænt það er, gróusögur færir þér. Helgi R. Einarsson leysir gátuna svona: Blað á exi bíta má, bílinn gerir þýðan, fellur þroskað fyrir ljá, flytur slúðrið – síðan. Næsta svar hljóðar svo eftir Hörpu á Hjarðarfelli: Axarblaðið beitt mjög er. Blaðfjöðrun á jeppum. Blöðin græn á birki hér. Blaðaskrif í kreppum. Enn kem ég með gátu eftir séra Svein Víking: Hana börnin bæta við. Boðar logn og sólskinið. Þér í fangið erfið er. Oft er gott að búa hér. Svör þurfa að berast ekki síðar en á miðvikudag til að ná laug- ardagsblaðinu. Gaman væri að fá nýjar gátur í sarpinn og auðvitað allan góðan kveðskap! Ég hitti karlinn á Laugaveginum fyrir utan Hótel Borg og einhvern veginn kom þetta glerhús upp í hugann: Í kóngsins Kaupinhöfn sem er von gekk Sverrir Kristjánsson aldrei frá glasi mikilúðlegur í fasi. Síðan röltum við Skólavörðustíg- inn upp að horninu á Vegamótstíg, þeim sögufræga stað, þar sem steinbær Þorbjargar Sveinsdóttur stóð, en hún var systir Benedikts sýslumanns og þingskörungs og þess vegna föðursystur Einars skálds. Karlinn sagði: Margt var á floti í Tobbukoti og brugguð ráð ef að er gáð. Rétt er að rifja upp að í Fjallkon- unni stendur að aldrei hafi verið beitt jafnmiklum æsingum og und- irróðri og í haustkosningunum 1900. Ýmsar kosningavísur flutu svo sem þessi í Reykjavík, en þar voru í kjöri Tryggvi Gunnarsson og Jón Jensson Á hjörðina sína í hvellum róm hóa Þau Tobba og séra Jón í huganum eru þau helst til lík, en hrossabrestir í pólitík. Halldór Blöndal. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Glerhús eftir karlinn og liðnir skörungar Í klípu LÆKNIRINN SAGÐI RIKKA AÐ NÚ ÞYRFTI HANN AÐ FARA HEIM OG TAKA TIL Í SÍNUM MÁLUM. ÞESS Í STAÐ FÓR HANN Í VINNUNA, DÓ VIÐ SKRIFBORÐIÐ OG SKILDI SÍN MÁL EFTIR Í RUSLI OG DRASLI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKA ÞÆR MEÐ MAT? HVERNIG Á ÉG AÐ HAFA EFNI Á MAT ÞEGAR ÉG HEF BORGAÐ FYRIR ÞÆR ÞESSAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... félagar til æviloka. LYFSEÐLAR ÉG ER GRIMMT RÁNDÝR! ÉG RÆÐST Á VEIK OG MINNIMÁTTAR DÝR. GEFÐU MÉR OSTBORGARA!!! PEYSUR FYRIR GÆLUDÝR ERU ÞAÐ FÁRÁNLEGASTA SEM ÉG HEF SÉÐ! SAMMÁLA! ÉG SKIL EKKI HVERNIG HUNDAR SÆTTA SIG VIÐ ÞETTA! Vinátta. Víkverji er örlítið hugsiyfir mikilvægi vináttunnar þessa dagana. Ástæðan er sú að hann átti gott og innilegt samtal við einstakling sem var langt kominn á níræðisaldur. Hann tjáði Víkverja, alls óspurður, að bestu æviár hans hefðu verið þegar hann fékk að starfa við hlið besta vinar síns í yfir tíu ára tímabil. En hann tók þó fram að þessi bestu æviár hefðu verið fyr- ir utan fjölskyldulífið; hjónabandið og barnauppeldið. Skemmst er frá því að segja að þessir vinir reyna enn í dag að hittast allt að því dag- lega. x x x Inn í líf manns kemur fólk og fereins og gengur. Sumir staldra lengur við en aðrir. Víkverji hefur reynt að temja sér að taka fólki fagnandi og einnig þá list að kunna að kveðja. Þeir sem standa manni næstir eru raunverulegir vinir. Og þá vináttu þarf að rækta. Hittast, gleðjast, deila góðu stundunum og líka erfiðu. Ætli þessir vinir sem nálgast óðfluga níræðisaldurinn hafi ekki fyrir löngu áttað sig á þessum sannindum. Já, stundum þarf að leggja hlustir örlítið betur við því sem þeir eldri og reyndari segja. Hugsa um það og líta í eigin barm. x x x Það vill nefnilega oft verða rauninað maður horfir rétt fram fyrir tærnar á sér í öllu atinu sem felst í því að taka þátt í nútímasamfélagi. Þá gleymist gjarnan að gefa sér ör- lítinn tíma og verja með vinum. x x x Mikilvægi vináttunnar hefur lítilmanneskja sem Víkverji á, átt- að sig á fyrir þó nokkru. Þessi litla vera er ekki orðin fjögurra ára. Þeg- ar afleggjarinn hefur fengið nóg af því að leika við Víkverja sem oftar en ekki veltist um í alls kyns leikjum vill barnið komast í að leika við jafn- aldra sína. Leikurinn og samveran við aðra er því mikilvægt. Að sjálfsögðu er foreldrum um- hugað um að afkvæmið dafni og þroskist vel en það sem Víkverji spyr um í foreldraviðtölum er: Hvernig gengur barninu að eignast vini? Kannski hefur Víkverji lært eftir allt saman... víkverji@mbl.is Víkverji Því að hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. (Sálmarnir 36:10)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.