Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Spámenn góðir hafa getið sértil um að nafn sigurveg-arans í landsliðsflokki áSkákþingi Íslands sem hófst í gær byrji á bókstafnum H. Dregið var um töfluröð í vikunni og lítur taflan þannig út: 1. Henrik Danielsen 2. Björn Þorfinnsson 3. Helgi Áss Grétarsson 4. Bragi Þor- finnsson 5. Hjörvar Steinn Grétars- son 6. Héðinn Steingrímsson 7. Þröstur Þórhallsson 8. Stefán Krist- jánsson 9. Hannes Hlífar Stefánsson 10. Guðmundur Kjartansson. Það kemur á daginn þegar taflan er skoðuð að stigahæstir eru Hann- es, Héðinn, Hjörvar og Henrik og svo má bæta við fimmta h-inu; Helgi Áss Grétarssyni hefur ekki tekið þátt í Íslandsmóti í tíu ár en er til alls vís og það á líka við um Guðmund Kjart- ansson – nái hann samkomulagi við klukkuna og læri þá lexíu að betri sé einn fugl í hendi en tveir í skógi. Í aðdraganda þessa móts hafa keppendur verið að hita upp. Hann- es, Þröstur og Bragi tóku þátt í Copenhagen Chess Challenge á dög- unum án þess að bæta miklu við orðstír sinn og töpuðu í kringum tíu elo-stigum hver. Henrik stóð sig bet- ur, varð í 2.-5. sæti af 68 keppendum. Wow-air mótinu lauk svo sl. mánu- dagskvöld þegar skákvinurinn Skúli Mogensen forstjóri afhenti verðlaun. Þar vann Hjörvar Steinn Grétarsson glæsilegan sigur, hlaut 6 ½ v. af 7 mögulegum. Hannes Hlífar kom næstur með 5 v. og í 3.- 4. sæti urðu Guðmundur Kjartansson og Þröstur Þórhallsson með 4 ½ v. Úrslitin í B- flokki vöktu athygli vegna góðrar frammistöðu tveggja ungra manna. Þar vann Bolvíkingurinn Magnús Pálmi Örnólfsson sigur með 5 ½ v. af 7 en í 2.-5. sæti urðu Kjartan Maack, Hrafn Loftsson, Vignir Vatnar Stef- ánsson og Gauti Páll Jónsson með 4½ v. Gauti Páll Jonsson sem er 15 ára hefur tekið stórstígum fram- förum undanfarið. Hugmyndaríkur stíll hans blómstraði í eftirfarandi skák: Gauti Páll Jónsson – Sverrir Örn Björnsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be2 e6 7. O-O Be7 8. Be3 O-O 9. Kh1 Dc7 10. g4 Í takti við Keres-afbrigðið. Svart- ur gerir sennilega best í því að leika nú 10. … d5. 10. … a6 11. a4 b6 12. g5 Rd7 13. f4 Rxd4 14. Bxd4 Bb7 15. De1 e5 16. Be3 exf4 17. Bxf4 Rc5 Það er oft gallinn við peðasókn hvíts að svartur nær að reka fleyg í peðin og hefur færi eftir e-línunni. 18. Bf3 Hfe8 19. Dh4 Bf8? Of mikil „rútína“. Betra var 19 … Re6 og hótar í sumum tilvikum 20. … h6. 20. Rd5 Bxd5 21. exd5 Rd7 22. Bg4 Re5 23. Bxe5?! Þessi uppskipti náðu að rugla Sverri í ríminu 23. Bf5 var „betra“ en að baki lá skemmtileg hugmynd. 23. …Hxe5 24. Ha3! Þessum hrók er ætlað stórt hlut- verk. 24. … Be7?! Betra var 24. … Dxc2. – sjá stöðumynd – 25. Hxf7! Kxf7 Það er ekki nokkur leið að finna vörn eftir hróksfórnina. Einhver stakk uppá 25. … Dc4 en þá kemur 26. Hf8+!! Kxf8 (annars fellur drottningin eftir 27. Be6+) 27. Hf3+ Bf6 28. gxf6 með sterkri sókn og 25. … Dxc2 er svarað með 26. Be6! Kh8 27. Haf3 með vinningsstöðu. 26. Dxh7 Hxg5 Eða 26. …. Bf8 27. Bh5+ Ke7 28. Hf3! og vinnur. 27. Be6+ Kf6 28. Hf3+ Ke5 29. Dd3 Dc5 30. De2+ – og svartur gafst upp. Hann er mát í næsta leik. Í áskorendaflokki er m.a. keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna. Þar eru rösklega 40 keppendur skráðir til leiks. Stigahæstur er Einar Hjalti Jensson. Spennandi barátta um Íslandsmeistaratitilinn framundan Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Til sölu snyrtileg 3ja herb. 101,5 fm endaíbúð á 4. hæð við Kleppsveg í Reykjavík. Mikið og glæsilegt útsýni úr stofu, yfirbyggðar suðursvalir. Þvottahús innan íbúðar. Íbúðin skiptist í anddyri, 2 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, opið eldhús inní stofu og séreignargeymsla. Góð sameign. Reynir Erlingsson lögg. fasteigna- fyrirtækja- og skipasali GSM 820 2145 Kleppsvegur 62 - Rvk - íb. 406 Glæsilegt útsýni - Yfirbyggðar svalir Opið hús á morgun, sunnudag, kl. 13:30-14:30 Op ið hú s Hlíðasmári 8 • 201 Kópavogur • Sími 414 6600 • nyttheimili@nyttheimili.is Öryggisíbúðir til leigu í Fróðengi 1—11, Grafarvogi Nokkrar nýjar vandaðar þriggja herbergja öryggisíbúðir 95 m2 til leigu í Fróðengi 1 – 11, Grafarvogi. Fallegir garðar og góð bílastæði. Verslunar- og þjónustukjarninn við Spöngina í göngufæri. Golfvöllur Korpu, Egilshöllin, góðar göngu- og reiðhjólaleiðir í næsta nágrenni. Innangegnt í Borgir menningar– og þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, Nánari upplýsingar í síma 522 5700 virka daga milli kl. 8 og 16 eða senda fyrirspurnir á netfangið: eir@eir.is Eir, hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir, Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík. 522 5700, eir@eir.is Það hefur færst í vöxt að stjórn- málamenn gerist óræð- ir í tali og segi að stjórnmál snúist um það eitt að tala saman. Þar með vilja þeir firra sig því að setja fram eigin áherslur og ákveðin stefnumál. Hins vegar þurfi „að taka á húsnæðis- málum“, ræða „vanda barnafólks“, hyggja „að málefnum innflytjenda“, lýðræðið er sagt mikilvægt, sömu- leiðis gagnsæi stjórnsýslunnar og að sjálfsögðu þurfi flugvallarmálið að koma til athugunar! Öll segjumst við vilja innleiða sanngirni í stjórnmálin. En stjórn- mál snúast um hvað okkur þykir vera sanngjarnt og hvernig ná- kvæmlega við viljum leysa húsnæð- isvandann; hvort við viljum virða vilja Reykvíkinga um að flugvöll- urinn verði áfram í Vatnsmýrinni, hvað við viljum gera til að bæta stöðu efnalítils fólks, hvernig við vilj- um haga gjaldskrármálum á leik- skólum, hvað við viljum að gert verði varðandi íbúalýðræði og þannig mætti áfram telja. Allt þetta höfum við rætt ítarlega á stefnumótunarfundum Dögunar. Við höfum hins vegar átt í erf- iðleikum með að koma hugmyndum okkar á framfæri þannig að eftir verði tekið. Við erum nefnilega kom- in inn í þann vítahring að mælast enn lágt í skoðanakönnunum og fyr- ir vikið vill það verða að framboðið sé afskrifað af fjölmiðlum þannig að við erum ekki spurð álits til jafns við önnur framboð þótt vitað sé að álit okkar er ekki síður vel ígrundað og hvergi farið undan í flæmingi, eins og að framan er rakið, og er að verða einkenni á stjórnmálum samtím- ans. Í örstuttu máli þá viljum við virða lýð- ræðislegan vilja borg- arbúa varðandi flug- völlinn. Við teljum að húsnæðisvandann eigi að leysa með markvissri uppbyggingu á vegum Félagsíbúða og höfum sett fram til- lögur um hvernig eigi að leysa bráðavandann með smíði ódýrra ein- ingahúsa sem síðan víki fyrir var- anlegri valkostum. Við viljum tekju- tengja gjaldskrár vegna leikskóla, frístundaheimila og skólamáltíða þar til þessi grunnþjónusta verður alveg gjaldfrjáls og við viljum að borgin brúi bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og inn í leikskólann. Við leggj- um áherslu á aðgengismál, húsnæð- ismál og þjónustu fyrir öryrkja og aldraða, við höfum tillögur um sam- ráðsbrýr við innflytjendur, útfærðar hugmyndir um hverfalýðræði þar sem raunverulega er tekið tillit til óska íbúa, opna stjórnsýslu og sam- ræmi í þróun hverfa borgarinnar austan Elliðaár, ekki bara vestan, og að hætt verði að einblína á miðborg- ina sem hina einu þungamiðju Ég er sannfærður um að áhrif Dögunar í málefnum Reykvíkinga á komandi kjörtímabili yrðu góð ef við hlytum brautargengi í komandi kosningum. En til þess þurfum við stuðning kjósenda. Þar veltur á að koma sjónarmiðum okkar á fram- færi og gera áherslur okkar kunnar. Stefnu Dögunar í Reykjavík má nálgast á vefslóðinni dogunreykja- vik.is og stjórnmála-appi Dögunar. Dögun á erindi í Reykjavík Eftir Þorleif Gunnlaugsson » Öll segjumst við vilja innleiða sanngirni í stjórnmálin. En stjórn- mál snúast um hvað okkur þykir vera sann- gjarnt, og hvernig við viljum leysa vandann. Þorleifur Gunnlaugsson Höfundur er oddviti Dögunar í Reykjavík. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.