Morgunblaðið - 24.05.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.05.2014, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA Ægilegur og undrafríður ertu hið mikla fossaval. Þannig ávarpar Kristján Jónsson Fjallaskáld hið magnaða nátt-úruundur Dettifoss, sem hefur slík áhrif á mig að ég þori varlaað standa andspænis honum. En nú hefur hann skroppið saman ínáttúruperlu! Sama máli gegnir um gamla Geysi sem hefur borið hróður lands og þjóðar umfram önnur fyrirbæri. Mér finnst orðið nátt- úruperla flatneskjulegt og engan veginn samboðið þeim tröllauknu kröft- um sem liggja að baki fossi og hver. Af því er líka einhver keimur af aug- lýsingabrellum og sölumennsku, sem mér er illa við. Eftir því sem ég kemst næst kemur orðið náttúruperla fyrst fram í rit- uðu máli í kringum 1970, löngu áður en erlendir ferðamenn tóku að streyma hingað og raunar áður en við Íslendingar gerðum okkur almennt grein fyrir hvílík auðlegð fólst í náttúru Íslands. Um svipað leyti fór ég nokkrar ferðir um óbyggðir landsins með Ferðafélagi Íslands og með í för voru einkum furðufuglar á ýmsum aldri. Á meðan við klifum Snæfellsjökul eða skokkuðum upp Gjátind í Eldgjá og böðuðum okkur í Landmanna- laugum bar orðið nátt- úruperlu hvergi á góma enda vorum við nánast orðlaus yfir dýrðinni sem við okkur blasti á báðar hendur. Og heimaríka eig- endur, ef einhverjir voru, var hvergi að sjá með kröf- ur um aðgangseyri. En smám saman tóku erlendir ferðamenn að streyma hingað og upp spratt blómleg atvinnugrein sem lengi vel nefndist því óþjála nafni ferða- mannaiðnaður en breyttist sem betur fer í ferðaþjónustu enda erfitt að sjá hvernig er hægt að vinna úr ferðamönnum, sbr. ullariðnaður. Sagt er að hið illræmda gos í Eyjafjallajökli hafi orðið ein helsta vítamínsprauta í þeirri atvinnugrein og nú er svo komið að viðkvæmt landið ber ekki allan þennan ágang fremur en af sauðfénu hér áður. Og ef marka má orð helstu forkólfa á því sviði, virðist sem Ísland, í sinni tign og mikilfengleik, sé orð- in ein allsherjar náttúruperla og heimaríkir eigendur hafa víða látið á sér kræla með kröfur um aðgangseyri. Ekki ætla ég að lasta þá búbót sem ferðaþjónusta hefur orðið á síðustu árum en mér stendur stuggur af þeirri hamslausu græðgi sem hún hefur haft í för með sér og hættunni sem viðkvæmum náttúruvinjum er búin með vaxandi ágangi. Og svo ég víki aftur að orðinu náttúruperla er það löngu orðið svo merkingarsnautt að nánast hvaða jarðeigandi sem er virð- ist geta klínt því á holt og móa og gert að markaðsvöru. Ef okkur skortir viðeigandi samheiti yfir vinsæla viðkomustaði ferðamanna, svo sem Detti- foss og Geysi, væri nær að tala um náttúruundur, náttúrufegurð eða -fyr- irbæri og hér má líka nefna orðið náttúruvætti, sem samkvæmt nátt- úruverndarlögum er notað um friðlýst landsvæði en gæti sjálfsagt haft víðari skírskotun. Í öllum þeim kynstrum af náttúruljóðum, sem þjóðskáldin okkar ortu á síðustu öldum og ég hef pælt í gegn, hef ég hvergi komið auga á orðið perla, en þar er ýmist slegið á mjúka strengi og harða. Í ljóði sínu til Paul Gaimard dregur Jónas Hallgrímsson þessar andstæður skýrt fram og í lokin sameinar hann þær í orðinu gersemar. Gaimard var franskur vís- indamaður, einn af fyrstu erlendu ferðalöngunum sem hingað komu, gaf út mikla ferðabók sem við hann er kennd og bar víða hróður lands og þjóðar. Hvernig væri að nota orðið gersemar í staðinn fyrir náttúruperlur í virð- ingarskyni við þá Jónas og Gaimard! Svo er líka spurning hvort við þurf- um á öllum þessum stóryrðum að halda til að njóta landsins. Pirrandi perlur Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Því er ekki að leyna að minn aldursflokkur áerfitt með að skilja þann stjórnmálaflokk,sem virðist vera að festa sig í sessi og nefn-ist Píratar. Þó er þetta flokkur, sem hefur meira fylgi í Reykjavík en Vinstri grænir og Fram- sóknarflokkurinn og reyndar jafnmikið fylgi og þessir tveir flokkar samanlagt. Þegar ég hef verið að reyna að skilja málflutning Pírata hefur stundum rifjast upp fyrir mér samtal, sem ég átti við Birgittu Jónsdóttur, alþingismann einn helsta forystumann þeirra, löngu áður en hún hóf af- skipti af stjórnmálum. Hún átti erindi við Morg- unblaðið, sem snerist um samtímalist. Eftir að hafa hlustað á hana sagði ég sem satt var að ég skildi ekki hvað hún væri að tala um. Ég skildi t.d. ekki hvernig myndlist gæti verið eitthvað annað en myndlist, þ.e. málverk. Birgitta tók þessum vandræðum mínum af skilningi og sagði að þetta væri ekki mitt vandamál heldur hennar og hennar kynslóðar að útskýra fyrir þeim sem eldri væru hvað þau væru að fara. Þrátt fyrir þessa erfiðleika er þó einn þáttur í mál- flutningi Pírata, sem ég skil og tel að aðrir stjórnmálaflokkar eigi að taka upp en það er sú áherzla, sem Píratar leggja á opna upplýsingamiðlun í nútíma- samfélagi. Skilji ég Pírata rétt er boðskapur þeirra sá að íbúi hvers sveitarfélags eigi að hafa greiðan aðgang í krafti net- og samskiptabylt- ingar að nánast öllum upplýsingum, sem varða sam- eiginleg málefni viðkomandi sveitarfélags. Og það sama eigi við á landsvísu. Þetta er sjálfsagt. Sveitarfélög fjalla um sameig- inleg málefni íbúanna. Það er ekkert sem mælir gegn því að íbúar í viðkomandi sveitarfélagi geti setzt við tölvu heima hjá og flett upp á heimasíðu sveitarfé- lagsins upplýsingum um mál sem þar eru til með- ferðar, umræðu og afgreiðslu. Að sjálfsögðu hljóta einstaka mál að vera undanskilin í slíkri upplýsinga- miðlun, svo sem málefni einstaklinga sem barnavernd- arnefndir eða félagsmálayfirvöld fjalla um en almenn- ar upplýsingar eiga að vera opin bók. Og auðvitað er það svo að þessi þróun er hafin fyrir alllöngu og kom- in vel á veg. Slíkur beinn aðgangur borgaranna að upplýsingum er lykilatriði í stjórnskipun samfélags, sem hefur hafið þá vegferð að færa sig frá fulltrúalýðræði 20. ald- arinnar til beins lýðræðis 21. aldar. Sú þróun er hafin hér og hún verður ekki stöðvuð. Þáttur í þeirri þróun er að almennir borgarar hafi aðgang að sömu upplýs- ingum og kjörnir fulltrúar, embættismenn og sérfræð- ingar hafa haft aðgang að á undanförnum áratugum. Slíkur aðgangur að upplýsingum er forsenda þess að almennir borgarar geti tekið ákvörðunarvald í meg- inmálum í sínar hendur sem Alþingi útfærir svo í lög hverju sinni. Stundum skynja almennir borgarar betur en hefð- bundnir stjórnmálaflokkar þær breytingar sem eru að verða í undirdjúpum samfélagsins. Flokkarnir eru orðnir valdatæki, sem hugsa meira um að viðhalda eigin stöðu en berjast fyrir breytingum og umbótum í samfélaginu. Þess vegna eiga hefðbundnir flokkar í vök að verjast. Fólk skynjar og skilur að píratarnir eru að berjast fyrir þessum sjálfsögðu breytingum og það er ekki sízt ungt fólk sem áttar sig á mikilvægi þeirra. Þess vegna eru píratar sterkir í yngri aldursflokkum. Fólk skilur líka og skynjar að hinir hefðbundnu flokkar eru ýmist áhugalausir um slíkar breytingar eða vinna jafnvel gegn þeim. Í gamla daga voru þær skýringar gefnar á stærð Sjálfstæðisflokksins og smæð Alþýðuflokksins gagn- stætt því sem var á öðrum Norðurlöndum, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði lagt undir sig, þ.e. tekið upp, vinsæl baráttumál Alþýðuflokksins. Þetta var orðað svo á þeim tíma manna á meðal að Sjálfstæðisflokkurinn hefði „stolið“ baráttumálum Alþýðu- flokksins. Staðreynd er í stjórnmálum bæði hér og annars staðar að stundum þarf skrýtnar grasrót- arhreyfingar til þess að koma fram breytingum á samfélögum. Þeir sem fyrir eru með völdin í sínum höndum láta þau ógjarnan af hendi, alla vega ekki baráttulaust. Fjórflokkurinn svonefndi þarf að gefa málflutningi píratanna gaum. Þeir eru að segja eitthvað sem yngri kynslóðir skilja og höfðar til þeirra þótt hér skuli við- urkennt að ég skil ekki að öðru leyti en þessu um hvað stjórnmálabarátta þeirra snýst. En hér er vissulega um grundvallaratriði í sam- félagsþróuninni að ræða. Það er umtalsvert pólitískt afrek að festa svona hreyfingu eins og Pírata í sessi með 10% fylgi í nokkrum sveitarfélögum eins og skoðanakannanir nú benda til. Það er afrek annarrar tegundar að missa fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík úr 60% árið 1990 í 20% aldarfjórðungi síðar. Píratarnir eru að ganga í takt við einhverja hluta samfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sinni vegferð orðið viðskila við verulegan hluta fylgismanna sinna. Það er ekki úr vegi fyrir forystumenn Sjálfstæð- isflokksins, bæði í Reykjavík og á landsvísu, að huga að því, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn varð margfalt stærri flokkur en Alþýðuflokkurinn á sama tíma og jafnaðarmenn stjórnuðu öðrum Norðurlöndum. Tíðarandinn er vísbending um að lýðræðisbylting er í uppsiglingu. Sú bylting mun ná til allra stofnana samfélagsins, ekki bara Alþingis og sveitarstjórna heldur líka flokka, fyrirtækja og ekki sízt lífeyr- issjóða. Og upplýsingabyltingin er forsenda hennar. Hvernig á að skilja Pírata? Tíðarandinn er vís- bending um að lýðræð- isbylting sé í aðsigi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Föstudagsmorguninn 6. júní2014 flyt ég fyrirlestur á al- þjóðlegri ráðstefnu í Öskju, nátt- úruvísindahúsi Háskóla Íslands, um „Kúgun karla“. Tilvísunin er í rit enska heimspekingsins Johns Stuarts Mills um Kúgun kvenna, sem hefur komið tvisvar út í ís- lenskri þýðingu. Ég er að sjálf- sögðu sammála Mill um það, að kynin tvö eigi að njóta fullra rétt- inda til sjálfsþroska og þátttöku í opinberu lífi. Konur voru því mið- ur löngum kúgaðar. En eru þær það lengur á Vesturlöndum? Hef- ur þetta ef til vill snúist við? Í því sambandi kynni ég niðurstöður ýmissa nýrra rannsókna. Á meðan ég var að semja fyr- irlesturinn, rifjaðist upp fyrir mér, þegar Helga Kress flutti það, sem hún kallaði „jómfrúrfyr- irlestur“ sinn sem prófessor í Há- skóla Íslands 10. október 1991. Fyrirlesturinn nefndist „Skassið tamið“ og var um frásagnir í ís- lenskum fornbókmenntum af ruddaskap og yfirgangi karla við konur. Benti Helga á ýmis dæmi um þetta, sem farið hefðu fram hjá körlum í röðum bókmennta- skýrenda vegna kynlægrar ein- sýni þeirra. Eftir fyrirlesturinn svaraði hún spurningum. Ég bar fram eina. Hún var, hvað Helga segði um frásagnir í íslenskum fornbókmenntum af misjafnri framkomu kvenna við karla, til dæmis Gunnhildar konungamóður við Hrút Herjólfsson og griðkon- unnar, sem gerði lítið úr Gretti, svo að ekki sé minnst á allar þær konur, sem eggjuðu feður, bræður eða syni sína til hefnda. Helga var snögg til svars: Þá var það textinn, sem kúgaði. Þennan texta hefðu karlar sett saman konum til hnjóðs, oft kven- hatarar í klaustrum. Þetta svar Helgu var afar fróðlegt. Hún tók mark á textanum, þegar sagði frá kúgun karla á konum, en þegar í textanum sagði frá kúgun kvenna á körlum, var hann orðinn enn eitt dæmið um kúgun karla á kon- um. Kenning Helgu var með öðr- um orðum óhrekjanleg. Hún geymdi í sér skýringar á öllum frávikum frá sér. Hún var alltaf rétt. Slíkar kenningar kenndi ensk-austurríski vísindaheimspek- ingurinn Karl Popper við gervivís- indi, en tvö dæmi um þau taldi Popper vera marxisma og freud- isma. Ef fræðimaður hallaðist að borgaralegum skoðunum, þá var hann að sögn marxista leiguliði borgarastéttarinnar. Ef hann hall- aðist að skoðunum marxista, þá var hann sannur fræðimaður. Kenningin var alltaf rétt. Því miður get ég hins vegar ekki lofað því, að í væntanlegum fyrirlestri setji ég fram kenningu, sem verði alltaf rétt. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegn- ar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Kúgun karla?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.