Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 144. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lágu dauðar eins og … 2. Innlit í 140 milljóna höll 3. Er ég klikkaður að hafa … 4. Kona í haldi vegna …  Norska söngkonan, tónsmiðurinn og textahöfundurinn Sidsel Endresen heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi á morgun kl. 21 og eru þeir hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Endresen hefur verið í framvarðarsveit norskrar tónlist- arsenu undanfarna þrjá áratugi og leitt mikinn fjölda eigin verkefna á ferli sínum auk þess að vinna með ýmsum tónlistarmönnum í djass- og nútímatónlist, bæði norskum og al- þjóðlegum. Þá er hún frumkvöðull á sviði raddbeitingar og spuna og hef- ur sem slíkur komið fram með ýms- um sinfóníuhljómsveitum, kórum, gjörningalistamönnum auk þess að taka þátt í leikverkum og danslist, að því er segir í tilkynningu. Umfjöllun um aðra viðburði helgarinnar á hátíð- inni má finna á bls. 46 og 47 í Morg- unblaðinu í dag. Sidsel Endresen í Mengi á Listahátíð  Dr. Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari hefur gert útgáfusamn- ing við LAP, Lambert Academic Publishing, í Þýskalandi. LAP mun gefa út doktorsritgerð Nínu Mar- grétar í bók sem ber titilinn The Piano Works of Páll Ísólfsson (1893-1974) A Diverse Collection. Bókin mun koma út á næstu vikum. Nína Margrét lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985 og doktorsprófi í píanóleik frá City Uni- versity of New York. Hún hefur komið fram víða um lönd sem einleikari og með hljómsveitum og hljóðritað fjóra geisladiska fyrir Naxos, BIS og Skref. Doktorsritgerð Nínu gefin út af LAP FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 m/s og rigning með köflum eða skúrir sunnan- og vestantil, en hægari norðaustantil og skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 6 til 15 stig. Á sunnudag Suðaustlæg átt 5-13 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Rigning vest- antil á landinu, súld með köflum við suðaustur- og austurströndina, en annars úrkomulít- ið. Hiti 5 til 11 stig. Á mánudag Austlæg átt. Rigning með köflum vestantil, annars úrkomulítið. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, er leikmaður 5. umferðar Pepsi-deildarinnar í fótbolta hjá Morgunblaðinu. Hann er ánægður með frammistöðuna til þessa, að minnsta kosti í fjórum leikjum af fimm, eins og hann orðar það sjálfur. Ögmundur hefur einbeitt sér að fót- boltanum í hálft annað ár eftir að hafa lokið BA-prófi í lögfræði. »2-3 Lauk lögfræði og ein- beitir sér að fótbolta Reykjavíkurliðin Þróttur og Leiknir eru á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Þróttur vann 1:0- sigur á Selfossi fyrir austan fjall í gær þar sem Matt Eliasson skor- aði fjórða mark sitt í sumar, en Leiknir vann KV 1:0 í Egils- höll. KA-menn eru enn stigalausir. »1-2 Þróttur og Leiknir með fullt hús Mikil afföll eru vegna meiðsla og ann- arra ástæðna í kvennalandsliðinu í handknattleik en í gær valdi Ágúst Þór Jóhannsson átján manna hóp fyrir síðastu leikina í und- ankeppni Evr- ópumótsins. Ísland berst þar við Slóvakíu um sæti í lokakeppninni. Þrír ný- liðar eru í hópnum, Hel- ena Rut Örvarsdóttir, Melkorka Mist Gunn- arsdóttir og Steinunn Hansdóttir. »3 Mikil afföll í hópi kvennalandsliðsins Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Vinskapur er orðið sem Brynja Guðjónsdóttir notar til þess að lýsa Grunnskólamóti höfuðborga sem haldið var í Reykjavík í vikunni. Þar öttu kappi nemendur sem skar- að hafa fram úr í sínum aldursflokki í frjálsum íþróttum, fótbolta og handbolta og eru á 14. aldursári. Reykjavíkurúrvalið varð í fyrsta sæti í knattspyrnu þar sem ein- göngu strákar kepptu og í þriðja sæti í handboltanum þar sem ein- göngu stúlkur kepptu. Þá sigruðu stúlkurnar í frjálsíþróttakeppninni en strákarnir urðu þar í síðasta sæti. Keppendur komu frá Stokk- hólmi, Ósló, Helsinki og Kaup- mannahöfn auk Reykjavíkur. „En við gerum miklu meira en að keppa í íþróttum. Við fórum með þau í dagsferð til Þingvalla og svo tóku skátarnir á móti okkur á Úlf- ljótsvatni. Það eru ofsalega glaðir krakkar sem fara heim úr svona ferðum,“ segir Brynja. Um 200 norrænir gestir tóku þátt í mótinu auk um 50 Reykvíkinga. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið hér á landi en það hefur ver- ið haldið árlega frá árinu 1948. Reykjavík tók fyrst þátt í keppninni árið 2006 í Helsinki. Íþrótta- bandalag Reykjavíkur sá um skipu- lagningu og framkvæmd mótsins fyrir hönd Reykjavíkurborgar í samvinnu við íþróttafélögin í Reykjavík. Snýst ekki um að vinna Ósló vann handboltakeppnina og frjálsíþróttakeppnina hjá drengj- unum en Brynja segir að niður- staða keppninnar sjálfrar hafi verið aukaatriði. Ekki voru krýndir sig- urvegarar heldur fengu þátttak- endur viðurkenningu. „Fararstjór- arnir sem gefið hafa sig í þetta verkefni hafa ílengst í 20-30 ár. Þetta er orðið fólk sem maður heimsækir. Sumir, sem eru hættir að sinna þessu, hafa komið í heim- sókn til okkar. Ég er t.d. að taka á móti einni konu sem er komin á ald- ur en sinnti þessu í 29 ár,“ segir Brynja. Vinskapurinn heldur En vinskapurinn nær einnig til krakkanna. „Það er svo gaman hjá krökkunum og þeir verða vinir á Facebook. Svo hittast þeir stundum síðar í keppnum erlendis með sín- um félagsliðum og reynslan sýnir að þá endurnýja þeir vinskapinn,“ segir Brynja. Hún segir að í mörg- um tilfellum séu krakkarnir að keppa í fyrsta skipti gegn erlendum andstæðingum og það hjálpi þeim þegar þeir geri það síðar á ævinni í öðrum íþróttatengdum verkefnum. „Margar handboltastelpurnar höfðu t.a.m. aldrei keppt við útlendinga.“ Vinskapur sem endist  Grunnskólamót höfuðborga Norðurlandanna í Reykjavík heppnaðist vel Átök Meðal annars var keppt í frjálsum íþróttum á Grunnskólamóti höfuðborga á Norðurlöndum og keppendur voru einbeittir fram til síðasta metra. Morgunblaðið/Eva Björk Einbeiting Reykjavíkurúrvalið stóð sig vel og vann frjálsíþróttamót stúlkna og knattspyrnumót drengja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.