Morgunblaðið - 24.05.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 24.05.2014, Síða 22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Baráttan í Reykjanesbæ einkennist einkum af umræðum um húsnæðis- mál og atvinnu, sem mjög hafa verið í deiglunni á kjörtímabilinu. Þá hefur skuldastaða bæjarfélagsins einnig verið rædd í kosningabaráttunni og misjafnt hvaða leiðir menn vilja fara til að koma böndum á hana. Mikilvægt að ljúka verkinu Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segist vera bjart- sýnn á að niðurstöður kosninganna verði betri en kannanir sýna, en sam- kvæmt þeim er meirihluti Sjálfstæð- isflokksins í hættu. „Það er mikill kraftur í fólki og jákvæður andi. Það er ánægjulegt að finna hversu marg- ir taka virkan þátt í baráttunni,“ seg- ir Árni, og bætir við að stöðugt fleiri skilji hversu mikilvægt það sé að ljúka þeim verkum sem hafin hafi verið á síðasta kjörtímabili. „Áherslan hjá okkur hefur verið á að minna á það sem okkur hefur tek- ist að gera á erfiðum tíma, eins og til dæmis í skólamálum, þar sem við höfum gjörbylt stöðunni frá því að vera í hópi hinna verstu í samræmd- um prófum og komist í hóp þeirra sem standa best,“ segir Árni. Hann bætir við að einnig hafi verið tekið vel á í heilbrigðismálum og málefnum fatlaðs fólks, auk þess sem umhverf- ismál hafi færst til mikið betri vegar. „Við höfum líka lagt áherslu á fjöl- breytni í atvinnumálum, sem er að skila sér,“ segir Árni. Um önnur verkefni segir Árni einnig þörf á að bæta bæjarbraginn, til dæmis með því að laga Hafnargötuna, og síðan þurfi að taka heilsugæsluna í gegn, til að tryggja það að fólk geti fengið þar þjónustu samdægurs eða daginn eft- ir, en þurfi ekki að bíða í margar vik- ur eftir sjálfsagðri þjónustu. Árni er því bjartsýnn á að stefnumál flokks- ins muni skila sér í kosningunum. Þarf að laga fjármálin Friðjón Einarsson, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir stöðuna góða og að frambjóðendur finni fyrir miklum meðbyr. „Við erum með nýjan hóp, og mikil nýliðun er í okkar hópi.“ Friðjón segist finna fyrir miklum krafti í baráttunni og nefnir sem dæmi að um 200 manns hafi mætt á kappræður milli framboðanna um daginn. „Helstu málefni okkar eru end- urskipulagning á rekstri bæjarins, fjármögnun lána og uppstokkun nefnda,“ segir Friðjón, og segir þau atriði nauðsynleg til þess að setja fjölskylduna í fyrirrúm. „Við þurfum að laga fjármálin til þess að geta að- stoðað fjölskyldurnar,“ segir Friðjón og bætir við að þar séu atvinnu- og húsnæðismál mest í brennipunkti. Þau mál ásamt rekstri sveitarfé- lagsins verði að setja á oddinn. Velferðarmálin mikilvægust Trausti Björgvinsson, oddviti Pírata í Reykjanesbæ, segir að sér lítist vel á stöðuna. „Það er mikil já- kvæðni í garð Pírata í Reykjanesbæ, og það gefur manni kraft að finna hana,“ segir Trausti. Hann segir Pí- rata leggja mesta áherslu á velferð- armálin, en að atvinnu- og húsnæðis- mál hafi verið hvað heitust í barátt- unni. Trausti segir brýnt að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Húsnæðismálin tengist síðan velferð- armálunum. „Þó að það séu 2.000 íbúðir tómar hérna, þá eru margir á götunni,“ segir Trausti. Þá séu um 900 manns sem þurfi að leita til Fjöl- skylduhjálparinnar í hverjum einasta mánuði eftir mataraðstoð. „Þetta segir okkur bara að þetta er stærðar- innar vandamál, og það virðist vera veggur á milli bæjaryfirvalda og þessara hjálparstofnana,“ segir Trausti, sem telur brýnt að bærinn styðji betur við hjálparstofnanir. „Það stingur mann að sjá hversu mikil þörf það er.“ Verndum grunnþjónustuna Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, segir að bæjarbúar hafi veitt sér og fólki sínu góðar viðtökur, en framboðið mælist með um 10% fylgi og mann inni. Hann segir að það sé einkum tvennt sem bæjarbúar hafi áhyggjur af. „Í fyrsta lagi eru það fjármál bæjarins og skuldastaða hans, en skuldir eru verulegar miðað við tekjur. Í öðru lagi eru það auðvit- að atvinnumálin. Það er mikið af fólki hérna sem er ekki á atvinnuleysis- skrá og er á framfæri bæjarins,“ seg- ir Gunnar. Efling atvinnulífsins sé því forgangsmál. „Svo höfum við lagt áherslu á að verja grunnþjónustuna, markmiðið er að vernda barna- fjölskyldur og eldri borgara,“ segir Gunnar. Breytingar í fyrirrúmi Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, segir að sitt fólk finni að það séu að eiga sér stað breyt- ingar og sé kátt með það, en fram- boðið mælist með einn mann inni í könnunum. „Það er vilji að hér komi til nýir einstaklingar og ný öfl til þess að stjórna samfélaginu.“ Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins skipti þar meginmáli, auk atvinnumálanna. „Svo er mikil umræða um stjórn- sýsluna almennt og það hvernig menn ráða bæjarstjóra,“ segir Guð- brandur og bætir við að flestir utan Sjálfstæðisflokks séu sammála um að reyna aðrar leiðir við val á bæj- arstjóra. En er þá líklegt að meiri- hluti myndist án Sjálfstæðisflokks- ins? „Mér þykir það eðlilegt að ef Sjálfstæðisflokkurinn tapar svona miklu fylgi þá lýsi það vilja bæjarbúa að aðrir reyni myndun meirihluta,“ segir Guðbrandur. Hann bendir á að sveitarfélagið sé nú að verða um 20 ára gamalt og að allan þann tíma hafi Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd, einn eða með öðrum. Nú sé komin upp ákveðin kyrrstaða sem þurfi að bregðast við. „Ég held að það sé bara kominn tími til að lofta út og hleypa öðrum að.“ Þarf að taka á útgjöldunum „Við höfum fengið góðar viðtökur og jákvæðar,“ segir Kristinn Jak- obsson, oddviti Framsóknarflokks- ins, sem segir baráttu flokks síns hafa verið mjög jákvæða. „Við höfum bent á að tekjurnar séu ekki vanda- málið við rekstur bæjarins, heldur gjöldin og höfum því bent á leiðir til þess að spara í rekstrinum án þess að skerða þjónustu sveitarfélagsins.“ Varðandi atvinnumálin segir Krist- inn framkvæmdir í Helguvík vera lykilatriði við að koma samfélaginu af stað aftur. Hann horfir björtum aug- um til lokasprettsins í kosningabar- áttunni, og segir margt geta gerst á einni viku. „Síðasta vikan getur skipt sköpum.“ Morgunblaðið/RAX Atvinna og húsnæði efst á baugi  Skuldastaða Reykjanesbæjar mikið rædd í kosningabaráttunni hingað til Helguvík Atvinnumál hafa verið rædd hvað mest í kosningabar- áttunni og eru vonir bundnar við framkvæmdir í Helguvík. KOSNINGABARÁTTAN VESTMANNAEYJAR, ÁRBORG OG REYKJANESBÆR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sterkari velferðarþjónusta, húsnæð- ismál og fjárhagsstaða sveitarfé- lagsins eru kosningamál í Árborg. Þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft hreinan meirihluta á líðandi kjör- tímabili. Ásta Stefánsdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri sveitarfé- lagsins stígur nú inn á hið pólitíska svið og skipar 5. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokks. Nái hún kjöri held- ur flokkurinn meirihluta. Hreinsistöðvar og strætó „Fólk hér í Árborg vill stöðugleika í bæjarmálunum,“ segir Ásta. Hún seg- ir betri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins gefa svigrúm til verka nú. Fram- kvæmdir séu hafnar við endurbætur á sundhöllinni á Selfossi og stækkun á húsi Sunnulækjarskóla sé í undirbún- ingi. Þá eigi að bæta frárennslismál með byggingu hreinsistöðva við Ölf- usá. Einnig auka tíðni strætóferða milli Selfoss og strandþorpanna, Eyr- arbakka og Stokkseyri. „Búsetumál aldraðra eru aðkall- andi úrlausnarefni. Hjúkrunarrým- um þarf að fjölga og þó þau mál séu ekki beint á könnu sveitarfélagsins getur það haft áhrif til aðgerða,“ segir Ásta. Í nýjustu könnun Morgunblaðsins mælist Framsóknarflokkurinn með um 17,6% sem skila myndi tveimur bæjarfulltrúum. Verði niðurstaða kosninga sú, segir Helgi Sigurður Haraldsson oddviti flokksins í sveit- arfélaginu, að það mundi gefa styrk til að mæta mikilvægum verkefnum. Ná þurfi betri tökum á fjármálum sveitarfélagsins og saxa á skuldir þess sem í dag eru um 6 milljarðar króna. Slíkt verði þó að haldast í hendur við almenna uppbyggingu, svo sem á sviði atvinnu- og ferða- mála. Hátt húsnæðisverð á höfuð- borgarsvæðinu hafi að nýju gert Sel- foss fýsilegan kost fyrir fólk sem vill komast í húsnæði á viðráðanlegu verði. Hins vegar hafi þurft fleiri íbúðir inn á markað. Búið sé að leysa þann vanda að hluta en meira þurfi. „Nefnt hefur verið að sveitar- félögin þurfi hugsanlega að koma að stofnun sérstakra leigufélaga. Ég útiloka það ekki en vil þó bíða þar til ríkisstjórnin hefur kynnt heildstæða stefnu í húsnæðismálum sem verið er að móta undir forystu Framsókn- arflokksins,“ segir Helgi Sigurður. Velferðarmál í víðu samhengi eru í forgangi Samfylkingarfólks í Ár- borg. „Fólk kallar eftir að þar sé bætt úr, til dæmis barnafjöl- skyldurnar,“ segir Eggert Valur Guðmundsson sem er í efsta sæti á lista flokksins. Hann tiltekur að hækka þurfi endurgreiðslur til þeirra sem nýta sér þjónustu dagforeldra og sömuleiðis sé vilji frambjóðenda flokksins sá að 15 þúsund króna tóm- stundastyrkur, sem börn og ungling- ar í sveitarfélaginu njóta, fari í 26 þúsund kr. Gera þurfi betur í dagvistunarmálum með stækkun leikskólanna Árbæjar og Álfheima á Selfossi. Sömuleiðis eigi börn í grunnskólum að fá öll námgögn ókeypis. Jafnframt verði að svara kalli um aðgerðir í húsnæðismálum. Komi til þess að stofnuð verði hús- næðisfélög geti sveitarfélagið lagt þeim lið, til dæmis með lóðum, en frá uppbyggingarskeiðinu fyrir hrun séu tiltæk hundruð óbyggðra lóða í byggðarkjörnum sveitarfélagsins. Möguleikar í ferðaþjónustu Í Árborg mælist Björt framtíð með 11,8% sem er innistæða fyrir einum bæjarfulltrúa. Stokkseyring- urinn Viðar Helgason, leiðtogi fram- boðsins, leggur áherslu á ferðaþjón- ustuna. Þar séu möguleikar til staðar, svo sem í þorpunum tveimur við ströndina. Þá megi margt betur gera á Sel- fossi svo sterkur túristastaður verði sterkari. Ferðamenn sem fara um Suðurland mættu í ríkari mæli stoppa og njóta þess sem Selfossbær býður. Þar þurfi sveitarfélagið að bregðast við með uppbyggingu og með því að renna fleiri og sterkari stöðum undir atvinnulíf bæjarins. Aðgerðir í húsnæðismálum eru brýnar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flugsýn Íbúar í Árborg eru nú um 7.900. Þar af búa um 6.600 á Selfossi sem er miðjupunktur sveitarfélagsins og þjónustustaður Suðurlandsins alls.  Stöðugleiki og velferð efst á baugi í Árborg  Mál aldraðra eru aðkallandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.