Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.05.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2014 Taílenski herinn herti enn tökin á landinu í gær og tók meðal annars Yingluck Shinawatra, fyrrverandi for- sætisráðherra, ýmsa meðlimi fjölskyldu hennar og aðra stjórnmálamenn höndum. Á annað hundrað stjórn- málamönnum hefur verið bannað að yfirgefa landið. Shinawatra og fjölda annarra stjórnmálamanna hafði áður verið skipað að gefa sig fram við herinn. Hún gaf sig fram en eftir að henni hafði verið haldið í nokkrar klukkustundir var ekið með hana í burt. Ekki er vitað hvar henni er haldið. Talsmaður hersins segir að stjórnmálamönnunum verði ekki haldið lengur en í viku. Þeir tengist allir átök- unum sem hafa geisað á milli fylkinga. Tilgangurinn sé að halda þeim fjarri „spennunni“. Sex af hæst settu yfirmönnum hersins hafa nú tekið að sér að stýra landinu en yfirmenn heraflans á hverju svæði hafa tekið yfir sveitarstjórnir. Yfirmaður hersins, Prayuth Chan-ocha, segir að engar kosningar verði haldnar fyrr en ákveðnum umbótum hafi verið hrint í framkvæmd. AFP Andóf Minniháttar mótmæli hafa átt sér stað í Bangkok gegn valdaráni hersins á fimmtudag og einhverjir mótmæl- endur hafa verið handteknir. Ekkert meiriháttar andóf hefur þó átt sér stað gegn hernum, að sögn fréttaritara BBC. Stjórnmálamenn teknir höndum Spár um að Frelsisflokkur Geerts Wilders í Hollandi myndi vinna á í Evrópuþingskosningunum sem fóru fram á fimmtudag virðast ekki hafa gengið eftir. Útgönguspár benda til þess að flokkurinn hafi fengið 12,2% atkvæða og þrjú Evrópuþingsæti. Flokkurinn var með fimm sæti og hafði verið spáð allt að sex sætum í kosningunum nú með 15-18% kjör- fylgi. Stjórnmálaskýrendur í Hollandi rekja ástæðu ósigurs Wilders til þess að honum hafi ekki tekist að fá stuðningsmenn sína til að mæta á kjörstað til að greiða sér atkvæði. Þetta segja þeir vera þverstæðu- kennda áskorun flokka sem efast um Evrópusamstarfið, að fá kjósendur til að kjósa til þings sem þeir hafa enga trú á. „Þegar þú segir stuðningsmönn- um þínum í sífellu að Evrópusam- bandið sé gagnslaust þá ætti það ekki að koma þér á óvart að þeir kjósi ekki,“ segir Bert van den Bra- ak, stjórnmálafræðingur við Leiden- háskóla. Með um 17% atkvæða Allt bendir hins vegar til þess að spár um gott gengi breska sjálfstæð- isflokksins UKIP hafi gengið eftir. Kosið var til Evrópuþingsins í Bret- landi á fimmtudag en samhliða fóru fram sveitarstjórnarkosningar í hluta landsins. Ekki er leyfilegt að segja frá úr- slitum Evrópuþingskosninganna fyrr en á sunnudag þegar kjósendur í öllum aðildarríkjunum hafa greitt atkvæði en niðurstaða sveitarstjórn- arkosninganna rennir stoðum undir sigur UKIP. Jafnvel þó að flokkurinn hafi ekki náð meirihluta í neinum af þeim 172 sveitarstjórnum á Englandi og Norður-Írlandi þar sem atkvæði voru greidd kom hann víða mönnum að. Spár gerðu ráð fyrir því í gær að UKIP hefði fengið um 17% atkvæða. Þó að gengi flokksins hafi komið verst niður á Íhaldsflokknum, sem tapaði sums staðar meirihluta sín- um, þá er einnig talið að dregið hafi úr fylgisaukningu Verkamanna- flokksins vegna sigurs UKIP. Sigur UKIP að ganga eftir  Stuðningsmenn Wilders kusu ekki Formaður Stuðningsmaður UKIP heilsar Nigel Farange, leiðtoga flokksins. Porsche á Íslandi • Bílabúð Benna Vagnhöfða 23 • 110 Reykjavík Sími: 590 2000 porsche@porsche.is • www.benni.is Macan frumsýndur á Akureyri í dag - magnað meistaraverk frá Porsche Sportið er í Porsche genunum, það vita allir sannir bílaáhugamenn og um það vitna óviðjafnanlegustu sportbílar heimsins. Árið 2002 markaði Porsche sér afgerandi sérstöðu í flokki lúxusjeppa með kynningu á Cayenne. Nú, tólf árum síðar, afhjúpar meistari sport- bílanna nýjan, magnaðan bíl, sem sameinar bestu eiginleika Porsche - þetta er sportjeppinn Macan. Komdu og kynntu þér sportjeppann Macan. Macan verður til sýnis í Bílaríki, Glerárgötu 36, frá kl.11:00 til 16:00 í dag. Porsche Macan S Diesel 258 hestöfl • 580Nm tog • CO2 159 g/km Hröðun 6.3 sek. 0-100 km/klst. Eyðsla 6.3 l/100 km í blönduðum akstri. Verð: 11.950.000 kr. Nýtt sport á Akureyri: Porsche salurinn í Reykjavík er opinn virka daga frá kl 09:00 til 18:00 og laugardaginn 24. maí frá kl 12:00 til 16:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.